Golf

„Var farið að setjast á sálina“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Valdís Þóra Jónsdóttir er hætt sem atvinnukylfingur.
Valdís Þóra Jónsdóttir er hætt sem atvinnukylfingur. LET/Tristan Jones

Valdís Þóra Jónsdóttir segir að endalaus meiðsli hafa sest á sálina. Það hafi svo endað með að vegna þrálátra og slæmra meiðsla hafði hún ákveðið að hætta sem atvinnukylfingur.

Valdís tilkynnti í síðustu viku að hún væri búin að setja punkt á bak við atvinnumannaferil sinn, í bili að minnsta kosti, og hún ræddi ákvörðunina í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur.

„Þetta var farið að setjast á sálina. Það var erfitt að vera alltaf svona verkjaður. Það er erfitt að vera glaður þegar maður er verkjaður,“ sagði Valdís Þóra.

Valdís Þóra lék meðal annars á tveimur risamótum á sínum ferli sem atvinnumaður, á Opna bandaríska árið 2017 og Opna breska árið 2018.

Valdís hefur þrívegis orðið Íslandsmeistari í höggleik og einu sinni í holukeppni. Hún lék á LET-mótaröðinni, sterkustu mótaröð Evrópu, árin 2017-2020 og náði á tveimur mótum að lenda í 3. sæti.

„Það er erfitt að vera hress og kátur og standa sig vel í því sem maður er að gera þegar maður fæ ekki nægan svefn eða hvíld eða einhverja smá pásu frá verkjum.“

„Það vita það allir sem eru með verki eða hafa verið með merki að það er mjög líandi og það sest á sálina. Þetta eru andleg og líkamleg heilsa sem ég er að taka fram yfir íþróttina,“ sagði Valdís.

Viðtalið við Valdísi í heild sinni má sjá og lesa á Vísi á morgun.

Klippa: Sportpakkinn - Valdís Þóra

Tengdar fréttir

Valdís Þóra: „Ég er stolt af því sem ég hef náð“

Kylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir tilkynnti í gær að hún væri hætt atvinnumennsku í golfi. Valdís segir í tilkynningu sinni að stanslaus sársauki seinustu þrjú ár sé ástæða ákvörðunarinnar. Hún segir það ákveðin létti að vera búin að taka þessa ákvörðun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×