Golf

Birgir Leifur og Valdís Þóra Íslandsmeistarar í holukeppni

Birgir Leifur Hafþórsson (GKG) og Valdís Þóra Jónsdóttir (GL) fögnuðu sigri í dag er úrslitaleikirnir um Íslandsmeistaratitilinn í holukeppni fóru fram á Garðavelli á Akranesi. Þau eru bæði frá Akranesi og ljóst að þeim líður vel á uppeldisvellinum.

Golf

Allenby meiddist við fiskiveiðar

Robert Allenby eyddi tveimur vikum á fullum krafti á líkamsræktarstöðvum og golfvellinum til að gera sig kláran fyrir síðasta stórmót ársins. Saklaus veiðiferð kemur þó í veg fyrir að hann geti tekið þátt.

Golf

Birgir Leifur vann "Einvígið" í fyrsta sinn

Nýkrýndur Íslandsmeistari í golfi, Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG, stígur ekki feilspor á golfvöllunum þessa daganna sem sannaðist á sigri hans á árlegu góðgerðamóti Nesklúbbsins og DHL í gær.

Golf

Birgir Leifur sigurvegari á Nesinu

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, fylgdi eftir Íslandsmeistaratitli sínum í höggleik um síðustu helgi með því að vinna Einvígið á Nesinu í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem Birgir Leifur vinnur þetta mót.

Golf

Einvígið á Nesinu er á mánudaginn

Hið stórskemmtilega Einvígi á Nesinu fer fram á mánudaginn, frídag verslunarmanna eins og hefð er. Mótið er til styrktar góðs málefnis og þar keppa bestu kylfingar landsins í þrautakeppni.

Golf

Tinna: Ég veit ekki hvort ég eigi að kalla þetta heppni

„Þetta var svolítið spennandi á lokaholunum en það var bara gaman," sagði Tinna Jóhannsdóttir eftir að fyrsti Íslandsmeistaratitilinn hennar var í höfn en hún var þá í viðtali við Pál Ketilsson í beinni útsendingu sjónvarpsins. Íslandsmótið í höggleik fór í Kiðjaberginu og lauk í kvöld.

Golf

Birgir Leifur Íslandsmeistari í golfi í fjórða skipti

Birgir Leifur Hafþórsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar er Íslandsmeistari karla í golfi árið 2010 en hann átti frábæran lokadag á Íslandsmótinu í höggleik á Kiðjabergsvellinum. Þetta er í fjórða sinn sem Birgir Leifur verður Íslandsmeistari en hann vann einnig Íslandsmeistaratitilinn 1996, 2003 og 2004.

Golf

Tinna Íslandsmeistari í golfi í fyrsta skipti

Tinna Jóhannsdóttir úr Golfklúbbnum Keili er nýr Íslandsmeistari í golfi en hún fylgdi eftir góðum þriðja hring hjá sér og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn með flottum lokahring á Íslandsmótinu í höggleik í Kiðjabergi í dag.

Golf

Rástímar lokahrings Íslandsmótsins í höggleik í dag

Lokahringur Íslandsmótsins á Kiðjabergsvelli fer fram í dag og annað kvöld verða krýndir nýir Íslandsmeistarar. Það er mjög jöfn og spennandi keppni í bæði karla og kvennaflokki og það verður því mikil golfveisla í Grímsnesinu í dag.

Golf

Ólafía Þórunn: Sautján ára og búin að vera efst allt mótið

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR hefur staðið sig frábærlega á Íslandsmótinu í höggleik á Kiðjabergsvelli og er með eins högg forskot fyrir lokahringinn. Ólafía sýndi mikinn styrk í lokin á þriðja hringnum í dag þegar hún lék þrjár síðustu holurnar á tveimur höggum undir pari og náði aftur forustunni í mótinu.

Golf

Sigmundur Einar: Frábært að fá fugl á lokaholunni

Sigmundur Einar Másson tryggði sér eins högg forskot fyrir lokadaginn á Íslandsmótinu í höggleik eftir spennandi þriðja hring í Kiðjaberginu í gær. Sigmundur Einar var einnig með forustu fyrir lokahringinn þegar hann varð Íslandsmeistari fyrir fjórum árum síðan.

Golf

Mikil spenna fyrir lokadaginn - Sigmundur Einar með forustu

Sigmundur Einar Másson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar er með eins högg forskot fyrir lokadaginn á Íslandsmótinu í höggleik sem fram fer á Kiðjabergsvellinum. Það er mikil spenna í mótinu enda þrír næstu menn aðeins einu höggi á eftir Sigmundi.

Golf

Örvar endaði hringinn á sex fuglum í röð og jafnaði vallarmetið

Örvar Samúelsson úr Golfklúbbi Akureyrar átti ótrúlegan þriðja hring á Íslandsmótinu í höggleik í Kiðjaberginu í dag. Örvar lék holurnar átján á 68 höggum eða þremur höggum undir pari og jafnaði með því vallarmet Birgis Leifs Hafþórssonar frá því á fyrsta degi.

Golf

Tinna jafnaði vallarmetið en Ólafía heldur forustunni

Tinna Jóhannsdóttir úr Keili lék best á þriðja deginum á Íslandsmótinu í höggleik á Kiðjabergsvelli. Tinna lék þriðja hringinn á pari í dag, jafnaði vallarmetið og vann upp fimm högg á Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur úr GR. Ólafía hélt samt eins höggs forskoti fyrir lokadaginn en Ólafía hefur verið efst allt mótið.

Golf

Veruleg vandræði Valdísar

Það var þungt hljóð í ríkjandi Íslandsmeistara eftir annan hringinn í Kiðjabergi í gær. Valdís Þóra Jónsdóttir spilaði hringinn á 83 höggum, tólf yfir pari vallarins.

Golf