Innlent Breiðfylkingin og SA boðuð til fundar í Karphúsinu Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar á milli breiðfylkingar stéttarfélaga og SA í Karphúsinu. Innlent 30.1.2024 06:47 Slysið á Suðurlandsvegi var banaslys Slys sem varð á Suðurlandsvegi, skammt vestan Péturseyjar, var banaslys. Innlent 30.1.2024 00:28 Nota Suðurstrandarveg á morgun en leita fleiri leiða Suðurstrandarvegur verður áfram leiðin inn í Grindavík fyrir þá bæjarbúa sem þangað fara á morgun. Innlent 29.1.2024 23:19 Suðurlandsvegur hefur verið opnaður Tveir voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi eftir alvarlegt umferðarslys við Sólheimasand á Suðurlandsvegi í kvöld. Innlent 29.1.2024 22:38 Betra ef Bjarni hefði rætt hugmyndir sínar við nefndina Þingflokksformaður Vinstri grænna telur að betur hefði farið á því ef utanríkisráðherra hefði rætt hugmyndir um að frysta fjárframlög Íslands til Palestínuflóttamannaðstoðar Sameinuðu þjóðanna við utanríkismálanefnd þingsins, áður en ákvörðunin var tekin. Innlent 29.1.2024 22:22 Lokað milli Ísafjarðar og Súðavíkur vegna snjóflóðs Veginum milli Ísafjarðar og Súðavíkur hefur verið lokað eftir að stórt snjófljóð féll úr Súðavíkurhlíð. Vegurinn verður ekki opnaður fyrr en í fyrsta lagi í fyrramálið. Innlent 29.1.2024 21:16 Verði kannski komin á byrjunarreit eftir tíu daga Víðir Reynisson segir aðgerðir við verðmætabjörgun í Grindavík heilt yfir hafa gengið vel í dag, þrátt fyrir hnökra í upphafi dags. Hann segist vel skilja reiði og pirring Grindvíkinga. Með áframhaldandi landrisi aukist óvissan um hvað gerist næst. Innlent 29.1.2024 21:05 Vill hanna varnir strax Íbúar á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesi eru að sigla inn í óvissutíma að sögn eldfjallafræðings. Eldgosin séu að færast nær byggð og við því þurfi að bregðast. Innlent 29.1.2024 19:47 Alvarlegt slys á Suðurlandi Alvarlegt umferðarslys varð við Sólheimasand á Suðurlandsvegi skömmu fyrir klukkan sjö í kvöld. Búið er að loka veginum og hefur þyrla Landhelgisgæslunnar verið send á vettvang, í mesta forgangi. Innlent 29.1.2024 19:41 Opinberir starfsmenn með svipaðar kröfur og breiðfylkingin á ríkið Formaður BSRB segir samflot opinberra starfsmanna gera svipaðar kröfur um aðkomu ríkisins að kjarasamningum og stéttarfélög á almenna markaðnum gerðu. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað breiðfylkinguna og SA til fundar í dag. Innlent 29.1.2024 19:20 Segir galið að aka Krýsuvíkurleiðina í aðstæðum eins og í morgun Miklar umferðartafir urðu við Grindavík í morgun þegar íbúar fengu að fara inn í bæinn að sækja eigur sínar. Veður og hálka gerði fólki erfitt fyrir og þurftu sumir að snúa við. Íbúi segir galið að almannavarnir hafi beint fólki um Krýsuvíkurveg sem sé þekktur fyrir að vera hættulegur í aðstæðum eins og í morgun. Innlent 29.1.2024 18:46 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Íbúar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi eru að sigla inn í óvissutíma að sögn eldfjallafræðings. Eldgosin séu að færast nær byggð en áður og mikilvægt sé að hefja vinnu við að efla varnir. Innlent 29.1.2024 18:00 „Ekki spurning um hvort það verði gos, heldur hvenær“ Þorvaldur Þórðarsson, eldfjallafræðingur, segist telja að skjálftahrina í Húsfellsbruna um helgina sé hluti af þeirri virkni sem er að eiga sér stað á Reykjanesskaga. Ekki sé spurning um hvort heldur hvenær muni gjósa í Brennisteinsfjöllum, þó hann telji ekki líkur á að það muni gerast á næstunni. Innlent 29.1.2024 17:21 Tómas með illkynja æxli Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir, segir að hann hafi frá áramótum verið í rannsóknum vegna æxlis í ristli. Æxlið hafi reynst illkynja. Innlent 29.1.2024 16:56 Féllust á Annamaríu í seinni tilraun og nú má heita Emír Mannanafnanefnd hefur samþykkt eiginnafnið Annamaría, eftir að hafa áður hafnað beiðni um að það yrði fært í mannanafnaskrá. Nefndin hefur líka samþykkt nöfn á borð við Jóní og Siddý en hafnað nafninu Helgarut. Innlent 29.1.2024 16:45 Fordæma ákvörðun utanríkisráðherra Stjórn félagsins Ísland - Palestína hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem ákvörðun Bjarna Benediktssonar, utanríkisráðherra, um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) er fordæmd. Innlent 29.1.2024 16:16 Síbrotapar dældi ítrekað á bílinn án þess að borga Karlmaður og kona, sem eiga bæði langan sakaferil að baki, hafa verið dæmd til skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að rækta kannabisplöntur og fjölda þjófnaða. Þau lögðu það í vana sinn að dæla eldsneyti á bíl og aka á brott án þess að greiða fyrir. Innlent 29.1.2024 15:27 Hefði verið til í fleiri til að bera hægindastólana Einar Dagbjartsson, íbúi í Grindavík, var á meðal Grindvíkinga sem fengu að sækja eigur sínar til Grindavíkur í dag. Hann segir að vel hafi gengið þó að hann hefði verið til í fleiri hendur til að aðstoða sig, við að sækja dót upp á þriðju hæð. Innlent 29.1.2024 14:43 Sex eldingar á fimm mínútum í Bláfjöllum Að minnsta kosti sex eldingum laust niður á Bláfjallasvæðinu á fimm mínútna tímabili skömmu eftir klukkan 13 í dag. Þær fylgdu éljabakka sem nú er farinn hjá, svo ólíklegt þykir að þær verði fleiri á svæðinu. Eldingakerfi Veðurstofu Íslands hefur mælt um sextán eldingar frá því klukkan 9 í morgun. Innlent 29.1.2024 14:25 Nú má heita Pomóna Nift Meðlimir Mannanafnanefndar virðast hafa verið í góðu skapi á síðasta fundi nefndarinnar, þegar allar beiðnir voru samþykktar. Meðal nafna sem færð voru í mannanafnaskrá voru Pomóna, Nift og Magnína. Innlent 29.1.2024 13:54 Skoða þarf viðbrögð við eldgosi nærri höfuðborgarsvæðinu Eldfjallafræðingur segir jarðskjálftahrinuna um helgina nærri Bláfjöllum til marks um að allt kerfið sé komið af stað. Innlent 29.1.2024 13:21 Hærri líkur á slysum hjá ógeldum fressum Geldingar-og ófrjósemisaðgerðir katta hafa ýmsa heilsufarslega kosti, aðra en að sporna gegn offjölgun. Dýraspítalinn í Víðidal framlengdi tilboðsdaga á slíkum aðgerðum vegna gífurlegrar eftirspurnar. Innlent 29.1.2024 13:18 Tilkynnt um eld í húsi við Esjumela Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tilkynnt var um eld í iðnaðarhúsnæði við Esjumela skömmu fyrir klukkan 13 í dag. Búið er að slökkva eldinn. Innlent 29.1.2024 13:10 Framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 í höfn Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu Hraunavina, Landverndar, Landgræðslu- og umhverfisverndarsamtaka Íslands og Náttúruverndarsamtaka Suðvesturlands um að fella úr gildi ákvörðun bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga frá 30. júní 2023, um að veita Landsneti framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2. Innlent 29.1.2024 12:36 Mögulegt að boða til verkfalla á fimmtudag Friðarskylda á almennum vinnumarkaði rennur út á fimmtudag. Formaður VR segir augljóst að gripið verði til aðgerða nálgist Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld ekki breiðfylkingu verkalýðsfélaga við samningaborðið. Hugmynd formanns Starfsgreinasambandsins um engar launahækkanir á þessu ári dragi opinberir aðilar gjaldskrárhækkanir til baka hafi ekki verið rædd í innan breiðfylkingarinnar. Innlent 29.1.2024 12:13 Ekki sjálfgefið að Ísland dæli peningum til átakasvæða Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur fryst greiðslur til Flóttamannaaðstoðar Sameinuðuþjóðanna og leitast nú við að skýra hvað honum gengur til með það. Innlent 29.1.2024 12:10 Braut tennur konu sem sakaði frænda hennar um nauðgun Kona á fertugsaldri hefur verið dæmd til þriggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir líkamsárás, sem framin var á Götubarnum á Akureyri árið 2022. Sú sem fyrir árásinni varð hafði átt í útistöðum við mann í fylgd með konunni vegna meints kynferðisbrots hans gegn mágkonu brotaþola. Innlent 29.1.2024 12:07 Grensásvegi lokað að hluta frá Suðurlandsbraut Grensásvegi hefur verið lokað til suðurs frá Suðurlandsbraut að Ármúla. Er þetta gert vegna færslu lagna á vegum Veitna. Innlent 29.1.2024 12:03 Fundu erfðabreytileika sem eykur líkur á fósturláti Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar og samstarfsfólk þeirra á Íslandi og í Danmörku og Bandaríkjunum fundu erfðabreytileika sem hefur áhrif á endurröðun erfðaefnis og eykur líkur á fósturláti, líklega með því að auka líkur á litningagöllum. Innlent 29.1.2024 11:51 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um aðgerðir í Grindavík en erfiðlega hefur gengið að halda veginum inn í bæinn opnum nú fyrir hádegið en bæjarbúar reyna nú að nálgast eigur sínar í bænum. Innlent 29.1.2024 11:38 « ‹ 319 320 321 322 323 324 325 326 327 … 334 ›
Breiðfylkingin og SA boðuð til fundar í Karphúsinu Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar á milli breiðfylkingar stéttarfélaga og SA í Karphúsinu. Innlent 30.1.2024 06:47
Slysið á Suðurlandsvegi var banaslys Slys sem varð á Suðurlandsvegi, skammt vestan Péturseyjar, var banaslys. Innlent 30.1.2024 00:28
Nota Suðurstrandarveg á morgun en leita fleiri leiða Suðurstrandarvegur verður áfram leiðin inn í Grindavík fyrir þá bæjarbúa sem þangað fara á morgun. Innlent 29.1.2024 23:19
Suðurlandsvegur hefur verið opnaður Tveir voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi eftir alvarlegt umferðarslys við Sólheimasand á Suðurlandsvegi í kvöld. Innlent 29.1.2024 22:38
Betra ef Bjarni hefði rætt hugmyndir sínar við nefndina Þingflokksformaður Vinstri grænna telur að betur hefði farið á því ef utanríkisráðherra hefði rætt hugmyndir um að frysta fjárframlög Íslands til Palestínuflóttamannaðstoðar Sameinuðu þjóðanna við utanríkismálanefnd þingsins, áður en ákvörðunin var tekin. Innlent 29.1.2024 22:22
Lokað milli Ísafjarðar og Súðavíkur vegna snjóflóðs Veginum milli Ísafjarðar og Súðavíkur hefur verið lokað eftir að stórt snjófljóð féll úr Súðavíkurhlíð. Vegurinn verður ekki opnaður fyrr en í fyrsta lagi í fyrramálið. Innlent 29.1.2024 21:16
Verði kannski komin á byrjunarreit eftir tíu daga Víðir Reynisson segir aðgerðir við verðmætabjörgun í Grindavík heilt yfir hafa gengið vel í dag, þrátt fyrir hnökra í upphafi dags. Hann segist vel skilja reiði og pirring Grindvíkinga. Með áframhaldandi landrisi aukist óvissan um hvað gerist næst. Innlent 29.1.2024 21:05
Vill hanna varnir strax Íbúar á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesi eru að sigla inn í óvissutíma að sögn eldfjallafræðings. Eldgosin séu að færast nær byggð og við því þurfi að bregðast. Innlent 29.1.2024 19:47
Alvarlegt slys á Suðurlandi Alvarlegt umferðarslys varð við Sólheimasand á Suðurlandsvegi skömmu fyrir klukkan sjö í kvöld. Búið er að loka veginum og hefur þyrla Landhelgisgæslunnar verið send á vettvang, í mesta forgangi. Innlent 29.1.2024 19:41
Opinberir starfsmenn með svipaðar kröfur og breiðfylkingin á ríkið Formaður BSRB segir samflot opinberra starfsmanna gera svipaðar kröfur um aðkomu ríkisins að kjarasamningum og stéttarfélög á almenna markaðnum gerðu. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað breiðfylkinguna og SA til fundar í dag. Innlent 29.1.2024 19:20
Segir galið að aka Krýsuvíkurleiðina í aðstæðum eins og í morgun Miklar umferðartafir urðu við Grindavík í morgun þegar íbúar fengu að fara inn í bæinn að sækja eigur sínar. Veður og hálka gerði fólki erfitt fyrir og þurftu sumir að snúa við. Íbúi segir galið að almannavarnir hafi beint fólki um Krýsuvíkurveg sem sé þekktur fyrir að vera hættulegur í aðstæðum eins og í morgun. Innlent 29.1.2024 18:46
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Íbúar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi eru að sigla inn í óvissutíma að sögn eldfjallafræðings. Eldgosin séu að færast nær byggð en áður og mikilvægt sé að hefja vinnu við að efla varnir. Innlent 29.1.2024 18:00
„Ekki spurning um hvort það verði gos, heldur hvenær“ Þorvaldur Þórðarsson, eldfjallafræðingur, segist telja að skjálftahrina í Húsfellsbruna um helgina sé hluti af þeirri virkni sem er að eiga sér stað á Reykjanesskaga. Ekki sé spurning um hvort heldur hvenær muni gjósa í Brennisteinsfjöllum, þó hann telji ekki líkur á að það muni gerast á næstunni. Innlent 29.1.2024 17:21
Tómas með illkynja æxli Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir, segir að hann hafi frá áramótum verið í rannsóknum vegna æxlis í ristli. Æxlið hafi reynst illkynja. Innlent 29.1.2024 16:56
Féllust á Annamaríu í seinni tilraun og nú má heita Emír Mannanafnanefnd hefur samþykkt eiginnafnið Annamaría, eftir að hafa áður hafnað beiðni um að það yrði fært í mannanafnaskrá. Nefndin hefur líka samþykkt nöfn á borð við Jóní og Siddý en hafnað nafninu Helgarut. Innlent 29.1.2024 16:45
Fordæma ákvörðun utanríkisráðherra Stjórn félagsins Ísland - Palestína hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem ákvörðun Bjarna Benediktssonar, utanríkisráðherra, um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) er fordæmd. Innlent 29.1.2024 16:16
Síbrotapar dældi ítrekað á bílinn án þess að borga Karlmaður og kona, sem eiga bæði langan sakaferil að baki, hafa verið dæmd til skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að rækta kannabisplöntur og fjölda þjófnaða. Þau lögðu það í vana sinn að dæla eldsneyti á bíl og aka á brott án þess að greiða fyrir. Innlent 29.1.2024 15:27
Hefði verið til í fleiri til að bera hægindastólana Einar Dagbjartsson, íbúi í Grindavík, var á meðal Grindvíkinga sem fengu að sækja eigur sínar til Grindavíkur í dag. Hann segir að vel hafi gengið þó að hann hefði verið til í fleiri hendur til að aðstoða sig, við að sækja dót upp á þriðju hæð. Innlent 29.1.2024 14:43
Sex eldingar á fimm mínútum í Bláfjöllum Að minnsta kosti sex eldingum laust niður á Bláfjallasvæðinu á fimm mínútna tímabili skömmu eftir klukkan 13 í dag. Þær fylgdu éljabakka sem nú er farinn hjá, svo ólíklegt þykir að þær verði fleiri á svæðinu. Eldingakerfi Veðurstofu Íslands hefur mælt um sextán eldingar frá því klukkan 9 í morgun. Innlent 29.1.2024 14:25
Nú má heita Pomóna Nift Meðlimir Mannanafnanefndar virðast hafa verið í góðu skapi á síðasta fundi nefndarinnar, þegar allar beiðnir voru samþykktar. Meðal nafna sem færð voru í mannanafnaskrá voru Pomóna, Nift og Magnína. Innlent 29.1.2024 13:54
Skoða þarf viðbrögð við eldgosi nærri höfuðborgarsvæðinu Eldfjallafræðingur segir jarðskjálftahrinuna um helgina nærri Bláfjöllum til marks um að allt kerfið sé komið af stað. Innlent 29.1.2024 13:21
Hærri líkur á slysum hjá ógeldum fressum Geldingar-og ófrjósemisaðgerðir katta hafa ýmsa heilsufarslega kosti, aðra en að sporna gegn offjölgun. Dýraspítalinn í Víðidal framlengdi tilboðsdaga á slíkum aðgerðum vegna gífurlegrar eftirspurnar. Innlent 29.1.2024 13:18
Tilkynnt um eld í húsi við Esjumela Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tilkynnt var um eld í iðnaðarhúsnæði við Esjumela skömmu fyrir klukkan 13 í dag. Búið er að slökkva eldinn. Innlent 29.1.2024 13:10
Framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 í höfn Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu Hraunavina, Landverndar, Landgræðslu- og umhverfisverndarsamtaka Íslands og Náttúruverndarsamtaka Suðvesturlands um að fella úr gildi ákvörðun bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga frá 30. júní 2023, um að veita Landsneti framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2. Innlent 29.1.2024 12:36
Mögulegt að boða til verkfalla á fimmtudag Friðarskylda á almennum vinnumarkaði rennur út á fimmtudag. Formaður VR segir augljóst að gripið verði til aðgerða nálgist Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld ekki breiðfylkingu verkalýðsfélaga við samningaborðið. Hugmynd formanns Starfsgreinasambandsins um engar launahækkanir á þessu ári dragi opinberir aðilar gjaldskrárhækkanir til baka hafi ekki verið rædd í innan breiðfylkingarinnar. Innlent 29.1.2024 12:13
Ekki sjálfgefið að Ísland dæli peningum til átakasvæða Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur fryst greiðslur til Flóttamannaaðstoðar Sameinuðuþjóðanna og leitast nú við að skýra hvað honum gengur til með það. Innlent 29.1.2024 12:10
Braut tennur konu sem sakaði frænda hennar um nauðgun Kona á fertugsaldri hefur verið dæmd til þriggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir líkamsárás, sem framin var á Götubarnum á Akureyri árið 2022. Sú sem fyrir árásinni varð hafði átt í útistöðum við mann í fylgd með konunni vegna meints kynferðisbrots hans gegn mágkonu brotaþola. Innlent 29.1.2024 12:07
Grensásvegi lokað að hluta frá Suðurlandsbraut Grensásvegi hefur verið lokað til suðurs frá Suðurlandsbraut að Ármúla. Er þetta gert vegna færslu lagna á vegum Veitna. Innlent 29.1.2024 12:03
Fundu erfðabreytileika sem eykur líkur á fósturláti Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar og samstarfsfólk þeirra á Íslandi og í Danmörku og Bandaríkjunum fundu erfðabreytileika sem hefur áhrif á endurröðun erfðaefnis og eykur líkur á fósturláti, líklega með því að auka líkur á litningagöllum. Innlent 29.1.2024 11:51
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um aðgerðir í Grindavík en erfiðlega hefur gengið að halda veginum inn í bæinn opnum nú fyrir hádegið en bæjarbúar reyna nú að nálgast eigur sínar í bænum. Innlent 29.1.2024 11:38