Komið til hafnar 32 tímum eftir að þeir fengu trollið í skrúfuna Kjartan Kjartansson skrifar 14. febrúar 2025 12:38 Frá björgunaraðgerðum þegar Vörður II dró Jóhönnu Gísla til hafnar á Patreksfirði. Landsbjörg Björgunarskip Landsbjargar dró skuttogara til hafnar á Patreksfirði snemma í morgun. Þá voru liðnar 32 klukkustundir frá því að skipið fékk veiðarfæri í skrúfuna norðvestur af Látrabjargi. Jóhanna Gísla, skuttogari útgerðarfélagsins Vísis í Grindavík, varð óstjórnhæft eftir að það fékk pokann í skrúfuna um sjötíu sjómílur norðvestur af Látrabjargi á miðvikudag. Strax þá kvöldið 12. febrúar hófst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar handa við að skipuleggja björgun Jóhönnu og drátt á skipinu til lands. Varðskipinu Þór, sem þá var statt austan við land, var stefnt í átt að Jóhönnu, ásamt því að áhöfnum björgunarskipa Landsbjargar á Rifi og Patreksfirði var gert viðvart, að því er segir í tilkynningu frá Landsbjörg. Skipstjóri Guðmundar í Nesi, sem var á veiðum ekki langt frá Jóhönnu, ákvað að draga veiðarfæri sín og halda til aðstoðar. Þetta var skömmu fyrir miðnætti, aðfararnótt 13. febrúar. Klukkan fjögur um þá nótt var áhöfn Guðmundar í Nesi búin að koma taug á milli skipanna og skipin komin á hæga siglingu í litlum sjó en strekkings vindi, áleiðis til lands. Hraði skipanna í þessum drætti var frekar lítill eða um tvær og hálf til þrjár og hálf sjómíla á klukkustund. Það var svo rúmlega eitt í nótt, aðfaranótt 14. febrúar, sem áhöfn björgunarskipsins Varðar II var ræst út og haldið til móts við skipin, sem þá voru að nálgast mynni Patreksfjarðar. Vörður II tók við drætti Jóhönnu rétt upp úr tvö í nótt og hélt þá Guðmundur í Nesi aftur til veiða. Vörður kom með Jóhönnu til hafnar á Patreksfirði snemma í morgun, rétt um einum og hálfum sólarhring síðar. Björgunarsveitir Vesturbyggð Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Fleiri fréttir Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Sjá meira
Jóhanna Gísla, skuttogari útgerðarfélagsins Vísis í Grindavík, varð óstjórnhæft eftir að það fékk pokann í skrúfuna um sjötíu sjómílur norðvestur af Látrabjargi á miðvikudag. Strax þá kvöldið 12. febrúar hófst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar handa við að skipuleggja björgun Jóhönnu og drátt á skipinu til lands. Varðskipinu Þór, sem þá var statt austan við land, var stefnt í átt að Jóhönnu, ásamt því að áhöfnum björgunarskipa Landsbjargar á Rifi og Patreksfirði var gert viðvart, að því er segir í tilkynningu frá Landsbjörg. Skipstjóri Guðmundar í Nesi, sem var á veiðum ekki langt frá Jóhönnu, ákvað að draga veiðarfæri sín og halda til aðstoðar. Þetta var skömmu fyrir miðnætti, aðfararnótt 13. febrúar. Klukkan fjögur um þá nótt var áhöfn Guðmundar í Nesi búin að koma taug á milli skipanna og skipin komin á hæga siglingu í litlum sjó en strekkings vindi, áleiðis til lands. Hraði skipanna í þessum drætti var frekar lítill eða um tvær og hálf til þrjár og hálf sjómíla á klukkustund. Það var svo rúmlega eitt í nótt, aðfaranótt 14. febrúar, sem áhöfn björgunarskipsins Varðar II var ræst út og haldið til móts við skipin, sem þá voru að nálgast mynni Patreksfjarðar. Vörður II tók við drætti Jóhönnu rétt upp úr tvö í nótt og hélt þá Guðmundur í Nesi aftur til veiða. Vörður kom með Jóhönnu til hafnar á Patreksfirði snemma í morgun, rétt um einum og hálfum sólarhring síðar.
Björgunarsveitir Vesturbyggð Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Fleiri fréttir Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent