Mögulega hafi bakterían komist af óþvegnum höndum í þorramatinn Lovísa Arnardóttir skrifar 13. febrúar 2025 23:00 Sigrún segir góðan handþvott geta komið í veg fyrir veikindi. Ein tilgáta við rannsókn hópsýkingarinnar sé að bakterían hafi komist í matinn af skítugum höndum einhvers sem meðhöndlaði matinn eða tólin. Samsett Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, segir líklegast að veikindi 140 gesta tveggja þorrablóta á Suðurlandi líklega mega rekja til Bacillus Cereus bakteríu sem fannst í mat. Enn sé verið að greina sýni. Mögulega hafi bakterían komist af óþvegnum höndum í matinn. Bakterían fannst í bæði sviða- og svínasultu en Sigrún segir ekki alla hafa borðað hana. Margir hafi nefnt jafning og kartöflur í tengslum við veikindi sín. Ekki hafi verið hægt að rannsaka það því öllum afgöngum hafi verið hent. Sigrún fór yfir stöðu rannsóknarinnar í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. MAST og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hafa rannsakað veikindin. Alls veiktust um 140 manns á þorrablótunum sem haldin voru í Borg á Grímsnesi og Ölfusi um mánaðamótin. Veisluþjónusta Suðurlands sá um veitingarnar á báðum blótum. Niðurstaða rannsóknar MAST og heilbrigðiseftirlitsins leiddi í ljós að veisluþjónustan var ekki með starfsleyfi, aðstaða til handþvottar var ekki fullnægjandi, að kælikeðja matvælanna rofnaði á þorrablótunum og maturinn hafði staðið í töluverðan tíma án kælingar. Mæðgur sem sóttu þorrablótið í Borg lýstu í gær í viðtali við Vísi mikilli reiði og svekkelsi yfir viðbrögðum veitingamannsins við veikindum gesta. Þær sögðu hann gaslýsa gesti og sögðust hafa viljað sjá meiri auðmýkt í viðbrögðum hans. Silva, sem veiktist alvarlega, sagðist enn ekki geta borðað almennilega. Sigrún segir stóru myndina liggja fyrir en það eigi enn eftir að rannsaka einhver sýni til að fá úr því skorið hvaða bakteríur nákvæmlega ollu veikindunum. „Það er ekki alveg endanlega ljóst,“ segir Sigrún. Bæði komi E.coli og Baccilus cereus til greina en í tilkynningu MAST fyrr í vikunni kom fram að bakteríurnar hefðu fundist í sviða- og svínasultu sem borin var fram á þorrablótunum. „Það eru sterkari líkur á að þetta sé Bacillus cereus sem er mjög skæð matareitrunarsýkingarbaktería.“ Hún segir ekki liggja fyrir hvaðan hún kemur í matvælin. Hún hafi greinst í sultum sem voru bornar fram á þorrablótunum en ekki í sýnum sem voru tekin úr sultunum beint frá framleiðendum, úr órofnum umbúðum. Ein tilgáta sé að bakterían komi frá einhverjum sem hafi meðhöndlað matinn og til dæmis ekki þvegið sér nægilega vel um hendur. „En það er svolítið erfitt að sanna það. Almennt eru hlaðborð áhættu „business“ því það eru margar hendur sem handfjatla áhöld og annað,“ segir Sigrún. Hún segir þó alveg óljóst hvort svína- og sviðasultan sé orsakavaldur veikindanna því alls ekki allir sem veiktust hafi borðað af því. Það komi annar matur sem var í boði til greina og margir nefndu jafning og kartöflur. Þegar heilbrigðiseftirlitið kom að rannsaka aðstæður var búið að henda öllum afgöngum af kartöflum og jafningi og því ekki hægt að rannsaka það. Sigrún segir kokkinn vanan kokk en honum hafi láðst að sækja um starfsleyfi. Hann sé núna búinn að skila inn umsókn og umsóknin sé í vinnslu. Sigrún segir gott fyrir fólk sem sækir hlaðborð að hugsa með sér hvort á því séu viðkvæm matvæli en það sé á sama tíma alltaf erfitt að vita. Hún segir líka gott fyrir fólk að rifja upp allt sem við lærðum í heimsfaraldri Covid. „Svoleiðis sóttvarnir gilda áfram þó að við séum ekki lengur með Covid,“ segir hún og að það eigi alltaf að gæta að handþvotti og að áhöld séu hrein. Þorrablót Þorramatur Grímsnes- og Grafningshreppur Ölfus Matur Heilbrigðiseftirlit Matvælaframleiðsla Reykjavík síðdegis Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Bakterían fannst í bæði sviða- og svínasultu en Sigrún segir ekki alla hafa borðað hana. Margir hafi nefnt jafning og kartöflur í tengslum við veikindi sín. Ekki hafi verið hægt að rannsaka það því öllum afgöngum hafi verið hent. Sigrún fór yfir stöðu rannsóknarinnar í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. MAST og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hafa rannsakað veikindin. Alls veiktust um 140 manns á þorrablótunum sem haldin voru í Borg á Grímsnesi og Ölfusi um mánaðamótin. Veisluþjónusta Suðurlands sá um veitingarnar á báðum blótum. Niðurstaða rannsóknar MAST og heilbrigðiseftirlitsins leiddi í ljós að veisluþjónustan var ekki með starfsleyfi, aðstaða til handþvottar var ekki fullnægjandi, að kælikeðja matvælanna rofnaði á þorrablótunum og maturinn hafði staðið í töluverðan tíma án kælingar. Mæðgur sem sóttu þorrablótið í Borg lýstu í gær í viðtali við Vísi mikilli reiði og svekkelsi yfir viðbrögðum veitingamannsins við veikindum gesta. Þær sögðu hann gaslýsa gesti og sögðust hafa viljað sjá meiri auðmýkt í viðbrögðum hans. Silva, sem veiktist alvarlega, sagðist enn ekki geta borðað almennilega. Sigrún segir stóru myndina liggja fyrir en það eigi enn eftir að rannsaka einhver sýni til að fá úr því skorið hvaða bakteríur nákvæmlega ollu veikindunum. „Það er ekki alveg endanlega ljóst,“ segir Sigrún. Bæði komi E.coli og Baccilus cereus til greina en í tilkynningu MAST fyrr í vikunni kom fram að bakteríurnar hefðu fundist í sviða- og svínasultu sem borin var fram á þorrablótunum. „Það eru sterkari líkur á að þetta sé Bacillus cereus sem er mjög skæð matareitrunarsýkingarbaktería.“ Hún segir ekki liggja fyrir hvaðan hún kemur í matvælin. Hún hafi greinst í sultum sem voru bornar fram á þorrablótunum en ekki í sýnum sem voru tekin úr sultunum beint frá framleiðendum, úr órofnum umbúðum. Ein tilgáta sé að bakterían komi frá einhverjum sem hafi meðhöndlað matinn og til dæmis ekki þvegið sér nægilega vel um hendur. „En það er svolítið erfitt að sanna það. Almennt eru hlaðborð áhættu „business“ því það eru margar hendur sem handfjatla áhöld og annað,“ segir Sigrún. Hún segir þó alveg óljóst hvort svína- og sviðasultan sé orsakavaldur veikindanna því alls ekki allir sem veiktust hafi borðað af því. Það komi annar matur sem var í boði til greina og margir nefndu jafning og kartöflur. Þegar heilbrigðiseftirlitið kom að rannsaka aðstæður var búið að henda öllum afgöngum af kartöflum og jafningi og því ekki hægt að rannsaka það. Sigrún segir kokkinn vanan kokk en honum hafi láðst að sækja um starfsleyfi. Hann sé núna búinn að skila inn umsókn og umsóknin sé í vinnslu. Sigrún segir gott fyrir fólk sem sækir hlaðborð að hugsa með sér hvort á því séu viðkvæm matvæli en það sé á sama tíma alltaf erfitt að vita. Hún segir líka gott fyrir fólk að rifja upp allt sem við lærðum í heimsfaraldri Covid. „Svoleiðis sóttvarnir gilda áfram þó að við séum ekki lengur með Covid,“ segir hún og að það eigi alltaf að gæta að handþvotti og að áhöld séu hrein.
Þorrablót Þorramatur Grímsnes- og Grafningshreppur Ölfus Matur Heilbrigðiseftirlit Matvælaframleiðsla Reykjavík síðdegis Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent