Aðstoðarmaður borgarstjóra á hverfisfundi Sjálfstæðismanna Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. febrúar 2025 11:18 Björg Magnúsdóttir hefur verið aðstoðarmaður Einars Þorsteinssonar í rúmt ár. Vísir/Vilhelm Björg Magnúsdóttir, aðstoðarmaður borgarstjóra, mætti á hverfisfund Sjálfstæðismanna í Fossvoginum í fyrradag. Hún segist vera skráð í marga flokka, þar á meðal Sjálfstæðisflokk og Framsókn. Fundir sem þessi séu góð leið til að hafa áhrif. Aðalfundur Félags sjálfstæðismanna í Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfi fór fram í fyrradag þar sem sætum á landsfund flokksins var úthlutað. Um var að ræða mikinn hitafund þar sem listi stjórnar var felldur á kostnað nýs lista. Fylkingarnar á bak við formannsefnin tvö virðast byrjaðar að smala fólki á fundi vítt og breitt um landið til að ná sem flestum sætum. Annað sem vakti athygli var sú staðreynd að Björg Magnúsdóttir, aðstoðarmaður Einars Þorsteinssonar borgarstjóra, mætti á fundinn og tók þátt í dagskránni. Fréttastofa heyrði hljóðið í Björgu til að spyrjast út í fundinn. Hvað kemur nú til að þú ert þarna? „Það er nú ekkert launungarmál að þarna, á þessum stöðum og á þessu stigi í flokkunum, er hægt að hafa raunveruleg áhrif á lýðræðið. Ég hef tekið þátt hjá mörgum flokkum eins og mjög margir sem hafa áhuga á stjórnmálum og þjóðmálum. Það er ekkert flóknara en það,“ segir Björg. Skráð í „mjög marga flokka“ „Það sáu mig margir þarna þannig þetta er ekkert leyndarmál. Það er gott fólk í mjög mörgum flokkum, líklegast öllum, maður mætir auðvitað til að styðja það. Þannig ég er bara þar,“ segir Björg. Þannig að þú ert skráð í Sjálfstæðisflokkinn? „Ég held ég sé skráð í mjög marga flokka,“ segir hún. „Þetta er góð aðferð til að hafa áhrif.“ Styðurðu annað hvort formannsefnið frekar en hitt? „Mér finnst þetta bara tvær flottar konur og ég ætla ekkert að gefa frekar upp um það,“ segir hún. Björg hefur látið sjá sig á stuðningssamkomum Áslaugar í gegnum tíðina. En þú ert skráð í Framsókn? „Já, ég er það. Ég þekki mjög marga í kringum mig sem eru skráð á mjög mörgum stöðum. Þetta er ekkert dýpra á þessu hjá mér,“ segir Björg. Björg aðstoðar Einar Þorsteinsson sem er oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Mikið var gert úr því fyrir þremur árum að hann hafi verið formaður Týs, félags ungra Sjálfstæðismanna í Kópavogi, fyrir mörgum árum. Þá hefur verið ýjað að því undanfarið að hann hyggist yfirgefa Framsókn fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Skrítin staða hjá borgarstjóranum Einar og Björg eru hins vegar í skrítinni stöðu þessa dagana eftir að Einar sleit meirihlutanum í borginni og það kom í ljós að hann gæti ekki myndað annan meirihluta. Hvað hann verður lengi borgarstjóri ræðst af því hvort og hvenær tekst að mynda nýjan meirihluta. „Það er svolítil biðstaða, það eru ekkert margar undirritanir á svona dögum þegar það er búið að kippa hlutum svona úr sambandi,“ segir Björg. Hann sinnir áfram einhverjum verkefnum? „Þessum daglegu verkefnum sem er auðvitað fjölmörg. En það er kannski beðið með stór mál meðan staðan er svona af því það er auðvitað ekki starfandi meirihluti þó hann sé starfandi borgarstjóri og embættismaður sem slíkur,“ segir hún „Ég er auðvitað fylgitungl hans þannig að við erum bara í okkar daglegu verkefnum en þetta er auðvitað svolítið skrítið allt saman.“ Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Tengdar fréttir Björg ráðin aðstoðarmaður verðandi borgarstjóra Björg Magnúsdóttir, sjónvarpskona, hefur verið ráðin sem aðstoðarmaður Einars Þorsteinssonar, verðandi borgarstjóra. Björg hefur verið starfsmaður hjá Ríkisútvarpinu undanfarin tólf ár. 5. janúar 2024 22:07 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Aðalfundur Félags sjálfstæðismanna í Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfi fór fram í fyrradag þar sem sætum á landsfund flokksins var úthlutað. Um var að ræða mikinn hitafund þar sem listi stjórnar var felldur á kostnað nýs lista. Fylkingarnar á bak við formannsefnin tvö virðast byrjaðar að smala fólki á fundi vítt og breitt um landið til að ná sem flestum sætum. Annað sem vakti athygli var sú staðreynd að Björg Magnúsdóttir, aðstoðarmaður Einars Þorsteinssonar borgarstjóra, mætti á fundinn og tók þátt í dagskránni. Fréttastofa heyrði hljóðið í Björgu til að spyrjast út í fundinn. Hvað kemur nú til að þú ert þarna? „Það er nú ekkert launungarmál að þarna, á þessum stöðum og á þessu stigi í flokkunum, er hægt að hafa raunveruleg áhrif á lýðræðið. Ég hef tekið þátt hjá mörgum flokkum eins og mjög margir sem hafa áhuga á stjórnmálum og þjóðmálum. Það er ekkert flóknara en það,“ segir Björg. Skráð í „mjög marga flokka“ „Það sáu mig margir þarna þannig þetta er ekkert leyndarmál. Það er gott fólk í mjög mörgum flokkum, líklegast öllum, maður mætir auðvitað til að styðja það. Þannig ég er bara þar,“ segir Björg. Þannig að þú ert skráð í Sjálfstæðisflokkinn? „Ég held ég sé skráð í mjög marga flokka,“ segir hún. „Þetta er góð aðferð til að hafa áhrif.“ Styðurðu annað hvort formannsefnið frekar en hitt? „Mér finnst þetta bara tvær flottar konur og ég ætla ekkert að gefa frekar upp um það,“ segir hún. Björg hefur látið sjá sig á stuðningssamkomum Áslaugar í gegnum tíðina. En þú ert skráð í Framsókn? „Já, ég er það. Ég þekki mjög marga í kringum mig sem eru skráð á mjög mörgum stöðum. Þetta er ekkert dýpra á þessu hjá mér,“ segir Björg. Björg aðstoðar Einar Þorsteinsson sem er oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Mikið var gert úr því fyrir þremur árum að hann hafi verið formaður Týs, félags ungra Sjálfstæðismanna í Kópavogi, fyrir mörgum árum. Þá hefur verið ýjað að því undanfarið að hann hyggist yfirgefa Framsókn fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Skrítin staða hjá borgarstjóranum Einar og Björg eru hins vegar í skrítinni stöðu þessa dagana eftir að Einar sleit meirihlutanum í borginni og það kom í ljós að hann gæti ekki myndað annan meirihluta. Hvað hann verður lengi borgarstjóri ræðst af því hvort og hvenær tekst að mynda nýjan meirihluta. „Það er svolítil biðstaða, það eru ekkert margar undirritanir á svona dögum þegar það er búið að kippa hlutum svona úr sambandi,“ segir Björg. Hann sinnir áfram einhverjum verkefnum? „Þessum daglegu verkefnum sem er auðvitað fjölmörg. En það er kannski beðið með stór mál meðan staðan er svona af því það er auðvitað ekki starfandi meirihluti þó hann sé starfandi borgarstjóri og embættismaður sem slíkur,“ segir hún „Ég er auðvitað fylgitungl hans þannig að við erum bara í okkar daglegu verkefnum en þetta er auðvitað svolítið skrítið allt saman.“
Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Tengdar fréttir Björg ráðin aðstoðarmaður verðandi borgarstjóra Björg Magnúsdóttir, sjónvarpskona, hefur verið ráðin sem aðstoðarmaður Einars Þorsteinssonar, verðandi borgarstjóra. Björg hefur verið starfsmaður hjá Ríkisútvarpinu undanfarin tólf ár. 5. janúar 2024 22:07 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Björg ráðin aðstoðarmaður verðandi borgarstjóra Björg Magnúsdóttir, sjónvarpskona, hefur verið ráðin sem aðstoðarmaður Einars Þorsteinssonar, verðandi borgarstjóra. Björg hefur verið starfsmaður hjá Ríkisútvarpinu undanfarin tólf ár. 5. janúar 2024 22:07