Þetta kemur fram í stjórnartíðindum. Þar er að finna lista yfir þá sem hlutu þessa náð af hálfu forsetanum sem hefur átt erfitt með að koma þessu að í dagskrá sinni; svo margir þóttu verðugir.
Ef listinn er skoðaður kemur í ljós að þetta eru ráðuneytisstjórar, hirðstjórar, siðameistarar, hljómsveitastjórar, kammerdömur og kammerherrar fengu stórkrossa og stórriddarakrossa með stjörnu vinstri hægri.
Ekki er það svo að forsetinn ákveði einn og sjálfur hverjir fá orðu. Sérstök orðunefnd ber einnig ábyrgð á því hverjum hlotnast fálkaorðan og þá er samningur milli nokkurra ríkja vegna heimsókna þjóðhöfðingja og eru orðuveitingar þeim tengdar að einhverju leyti ábyrgir fyrir orðuveitingunum. Þannig að Halla var ekki að veita til að mynda Søren Rønløv Nielsen, hljómsveitarstjóra í lúðrasveit konunglegu lífvarðarsveitarinnar, riddarakross bara upp úr þurru.
Rétt til áréttingar þá eru stig fálkaorðunnar eftirfarandi, í hækkandi virðingarröð:
Riddarakross
Stórriddarakross
Stórriddarakross með stjörnu
Stórkross
Keðja ásamt stórkrossstjörnu (einungis fyrir þjóðhöfðingja)
Þeir sem fengur orðu í heimsókn forsetans til Danmerkur 8. október 2024
- Barbara Bober Bertelsen, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytis og ritari ríkisráðs, stórkross.
- Christian Schønau, hirðstjóri og orðuritari, stórkross.
- Erik Vilstrup Lorenzen sendiherra, stórkross.
- Søren Gade þingforseti, stórkross.
- Troels Lund Poulsen varnarmálaráðherra, stórkross.
- Anders Friis siðameistari, stórriddarakross með stjörnu.
- Anne Tønnes lögreglustjóri Kaupmannahafnar, stórriddarakross með stjörnu.
- Jens Ole Rossen-Jørgensen, yfirmaður aðstoðarforingjaráðs konungs, ofursti, stórriddarakross með stjörnu.
- Jeppe Tranholm-Mikkelsen, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytis og sendiherra, stórriddarakross með stjörnu.
- Anne Berg Mansfeld-Giese yfirlögfræðingur, forstöðumaður heiðursmerkjastofu, stórriddarakross.
- Dan Folke Pedersen fjármálastjóri hirðarinnar, stórriddarakross.
- Henriette Ellermann-Kingombe, einkaritari hennar hátignar drottningarinnar, stórriddarakross.
- Jørn Christensen yfirmaður lífvarðasveitarinnar, ofursti, stórriddarakross.
- Lene Balleby samskiptastjóri, stórriddarakross.
- Morten Roland Hansen, einkaritari hans hátignar konungsins, stórriddarakross.
- Nathalie Feinberg, prótokollstjóri utanríkisráðuneytisins og sendiherra, stórriddarakross.
- Pernille Flarup, starfsmanna- og rekstrarstjóri, stórriddarakross.
- Anita Hallbye kammerdama, riddarakross.
- Chris Møller Frandsen, yfirmaður heiðursfylgdar lífvarðasveitarinnar, riddarakross.
- Peter Arnold Busk kammerherra, riddarakross.
- Philip Bernhard Kornblit, liðsforingi og vaktstjóri í Amalienborg, riddarakross.
- Søren P. Østergaard aðstoðarforingi, liðsforingi, riddarakross.
- Søren Rønløv Nielsen, hljómsveitarstjóri í lúðrasveit konunglegu lífvarðarsveitarinnar, riddarakross.
- Søren Thomas de Seréne d'Acqueria Jensen, liðsforingi og yfirmaður varðsveitar konungs, riddarakross.