Innlent

Siggi stormur stendur við spána

Besta veðrið um helgina verður á sunnanverðu landinu að sögn Sigga storms, sem segist standa við spá sína um sólríkt sumar þó það eigi sennilega ekki við um júnímánuð. Hann bindur vonir við að júlí og ágúst verði landanum hliðhollari.

Innlent

Lyfjarisinn veitir offitufræðslu: „Hvaðan á þetta að koma?“

Sprenging hefur orðið í sölu á megrunarlyfinu Ozempic hér á landi síðustu ár. Lyfjarisinn Novo nordisk, sem framleiðir lyfið, auglýsir fræðslusíðu um ofþyngd á samfélagsmiðlum, án þess að minnst sé á lyfið. Sérfræðingur segir greiðsluþátttökuskilyrði sjúkratrygginga of ströng.

Innlent

Dómar vegna mann­drápsins í Hafnar­firði þyngdir

Landsréttur þyngdi refsingu karlmanns sem var dæmdur sekur fyrir að stinga pólskan karlmann til bana á bílastæði við Fjarðarkaup í Hafnarfirði og tveggja annarra sem áttu hlutdeild í því. Dómur yfir stúlku sem myndaði atlöguna var mildaður.

Innlent

Krísufundur VG, ó­nýt stúka og tón­leikar í beinni

Stjórn Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs ákvað í dag að flýta landsfundi til þess að velja nýja forystu og móta nýja stefnu. Fylgi flokksins hefur verið í frjálsu falli og VG-liðar boða róttækari vinstristefnu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verðum við í beinni frá stjórnarfundi Vinstri Grænna og ræðum við flokksfélaga sem hafa áhyggjur af stöðunni.

Innlent

Land er hætt að síga í Svarts­engi

Aflögunarmælingar undanfarna daga sýna að landsig hafi stöðvast í Svartsengi og því líklegt að flæði kviku frá dýpi inn í kvikusöfnunarsvæðið sé nú sambærilegt því sem er á yfirborði í Sundhnúksgígaröðinni.

Innlent

Vinstri græn flýta lands­fundi

Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur sent út bréf til félaga í Vg þar sem hann tilkynnir að búið sé að flýta landsfundi hreyfingarinnar. Hann segir Vg nú standa á tímamótum.

Innlent

Mót­mælendur höfða mál á hendur ríkinu

Daníel Þór Bjarnason er í hópi átta mótmælenda tók þátt í mótmælum á vegum samtakanna Ísland-Palestínu þann 31. maí síðastliðinn sem hafa ákveðið að leita réttar síns vegna þess sem þau kalla ólögmætrar og óhóflegrar valdbeitingar lögreglunnar. Undirbúningur er hafinn á höfðun dómsmáls á hendur embættis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent

Í­búar ó­á­nægðir með borgina sem kemur í veg fyrir Bónusverslun

Um níu þúsund íbúar í Úlfarsárdal og Grafarholti eru án matvörubúðar í hverfinu næstu vikurnar vegna framkvæmda í Krónunni í Grafarholti. Íbúi í hverfinu gagnrýnir Reykjavíkurborg fyrir að standa í vegi fyrir að Bónusverslun verði reist við Úlfarsárdal en aðalskipulag sem gildir til ársins 2040 kemur í veg fyrir þær framkvæmdir.

Innlent

Koma upp viðbragðshóp vegna á­hrifa kuldakastsins

Settur hefur verið á laggirnar sérstakur viðbragðshópur á vegum stjórnvalda vegna erfiðleika sem skapast hafa í landbúnaði vegna kuldatíðar undanfarið. Í honum sitja fulltrúar matvæla- og innviðaráðuneyta, Bændasamtakanna, Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, Almannavarna og lögregluembættana á Norðurlandi vestra og eystra.

Innlent

Vill upp­lýsingar um bótasvik ör­yrkja

Birgir Þórarinsson hefur lagt fram fyrirspurn til félags- og vinnumarkaðsráðherra þar sem hann kallar eftir upplýsingum um umfang bótasvika og áhrif á útgjöld ríkisins. Frumvarp um heildarendurskoðun á örorkulífeyriskerfinu liggur fyrir Alþingi og viðbúið að tekist verði á um málið í þingsal.

Innlent

Krefja Vinnslustöðina um 1,5 milljarða króna

Vestmannaeyjabær og HS Veitur hafa sent Vinnslustöð Vestmannaeyja hf. og tryggingafélagi fyrirtækisins kröfubréf þar sem farið er fram á að tjónið á vatnslögn til Eyja verði að fullu bætt. Eins og staðan er í dag er áætlað heildartjón á bilinu 1.380 til 1.485 milljónir króna.

Innlent

Aug­ljós­lega þurfi að að­stoða bændur

Matvælaráðherra segir augljóst að stjórnvöld þurfi að grípa inn í aðstæður bænda sem nú berjast margir í bökkum vegna kuldatíðar. Veita þurfi þeim stuðning með einhverjum hætti í gegnum bjargráðasjóð. 

Innlent

Læknar sagðir út­býta vott­orðum eins og sæl­gæti

Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda tók upp þann þráð sem Kristján Berg Fiskikóngur hóf um brottrekna starfsmenn í viðtali í Bítinu. Helst var á honum að skilja að læknar séu ævintýralega glaðir að skrifa út vottorð.

Innlent