Erlent Kellogg hyggst ráða 1.400 starfsmenn í stað þeirra sem eru í verkfalli Stórfyrirtækið Kellogg hyggst ráða nýja starfsmenn í stað 1.400 starfsmanna sem hafa verið í verkfalli frá því í október síðastliðnum. Starfsmennirnir höfnuðu á dögunum samningi til fimm ára sem hljóðaði upp á 3 prósenta launahækkun. Erlent 8.12.2021 08:29 Merkel hverfur úr stóli kanslara eftir sextán ár Olaf Scholz verður kjörinn kanslari Þýskalands af þýska þinginu síðar í dag. Þar með hefst nýr kafli í þýskri og evrópskri stjórnmálasögu þegar Angela Merkel hverfur af stóra sviðinu, en hún hefur verið kanslari í hartnær sextán ár. Erlent 8.12.2021 08:05 WHO segir að bóluefnin ættu að veita góða vörn gegn alvarlegum veikindum Tiltæk bóluefni í heiminum ættu að vernda fólk vel gegn alvarlegum veikindum af völdum Omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Þetta segir Mike Ryan, sem fer fyrir neyðarviðbrögðum hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. Erlent 8.12.2021 08:00 Einn grunaðra í máli Khashoggis handtekinn í París Lögregla í Frakklandi hefur handtekið sádiarabískan mann sem grunaður er um aðild að morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi árið 2018. Erlent 8.12.2021 07:41 Bandaríkjamenn hóta hörðum viðbrögðum en Pútín segir Rússa ekki ætla að ráðast inn í Úkraínu Bandaríkjamenn segjast vera að undirbúa sig undir að svara mögulegri árás Rússa á Úkraínu með afgerandi hætti. Þetta kom fram í máli Joe Bidens Bandaríkjaforseta á tvíhliða fundi sem hann átti með rússneskum kollega sínum Vladimir Pútín í gærkvöldi. Erlent 8.12.2021 06:56 Myndband sýnir ráðgjafa grínast með hina meintu jólaveislu skömmu eftir að hún á að hafa verið haldin Myndband sem breska sjónvarpsstöðin ITV birti í kvöld sýnir háttsetta ráðgjafa Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, grínast með meinta jólaveislu fjórum dögum eftir að hún á að hafa verið haldin. Erlent 7.12.2021 23:30 Talinn hafa myrt fjölskyldu sína eftir að hann falsaði bólusetningarvottorð Lík þriggja barna og tveggja fullorðinna fundust á heimili í þýska sambandslandinu Brandenborg á laugardag. Grunar lögreglu að fjölskyldufaðirinn hafi orðið eiginkonu sinni og þremur börnum að bana áður en hann tók eigið líf. Erlent 7.12.2021 19:02 Hættir á þingi til að stýra fyrirtæki Trumps Devin Nunes, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Kaliforníu, ætlar að hætta á þingi í lok mánaðarins til að taka að sér stjórn nýs fjölmiðlafyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi forseta. Fyrirtækið heitir Trump Media & Technology Group og mun Nunes taka við stjórn þess í byrjun næsta árs. Erlent 7.12.2021 15:03 Danski heilbrigðisráðherrann með Covid-19 Danski heilbrigðisráðherrann Magnus Heunicke greindist með Covid-19 í dag. Hann dvelur nú í belgísku höfuðborginni Brussel þar sem hann er í einangrun á hóteli. Erlent 7.12.2021 13:27 Hyggjast gera foreldrum kleift að fylgjast með Instagram-notkun barna Stjórnendur Instagram hafa greint frá því að í mars á næsta ári verði kynntir til sögunnar valmöguleikar fyrir foreldra til að stjórna notkun barna sinna á samfélagsmiðlinum. Munu þeir meðal annars geta séð hversu löngum tíma barnið hefur varið í smáforritinu og sett notkuninni mörk. Erlent 7.12.2021 12:23 Minnst 34 látnir og forsetinn heitir auknum aðgerðum Joko Widodo, forseti Indónesíu, hét því í dag að gefið yrði í þegar kæmi að björgunaraðgerðum og viðgerðum á skemmdum heimilum eftir eldgosið í Semeru-fjalli á Java. Minnst 34 eru látnir, sautján er saknað og þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín. Erlent 7.12.2021 11:00 Atvinnurekendur í New York skikkaðir til að krefjast bólusetningar starfsmanna Borgaryfirvöld í New York hafa ákveðið að allir atvinnurekendur í borginni verði að krefjast þess að starfsmenn þeirra þiggi bólusetningu og séu bólusettir frá og með 27. desember næstkomandi. Erlent 7.12.2021 07:56 Uppljóstrari lýsir ringulreið og skipulagsleysi af hálfu breskra stjórnvalda Tugþúsundir Afgana sem höfðu aðstoðað Breta og óttuðust um líf sitt þegar Talíbanar tóku aftur völd í Afganistan, náðu ekki í gegn og fengu enga aðstoð vegna skipulags- og sinnuleysis af hálfu breska utanríkisráðuneytisins. Erlent 7.12.2021 06:44 Neyðast til þess að nýta neyðarbirgðir af hlynsýrópi Samtök hlynsýrópsframleiðenda í Quebec-ríki Kanada hafa neyðst til þess að nýta neyðarbirgðir til þess að anna eftirspurn eftir hlynsýrópi í aðdraganda jólanna. Erlent 6.12.2021 22:00 Bandarísk yfirvöld sniðganga Ólympíuleikana í Peking Bandarísk yfirvöld munu ekki senda neina embættismenn á Vetrarólympíuleikana í Peking sem haldnir verða í febrúar á næsta ári. Erlent 6.12.2021 19:09 Fyrrverandi forsætisráðherra Noregs fallinn frá Kåre Willoch, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs og leiðtogi Hægriflokksins, er látinn 93 ára gamall. Flokkurinn greinir frá í tilkynningu þar sem fram kemur að hann hafi lognast út af á heimili sínu í hverfinu Ullern í Osló. Erlent 6.12.2021 16:27 Yfirmaður hjá Sony rekinn eftir birtingu tálbeitumyndbands Sony hefur rekið George Cacioppo, varaforstjóra verkfræðideildar fyrirtækisins, eftir að hann birtist í myndbandi hóps sem segist koma upp um barnaníðinga. Cacioppo er sagður hafa mælt sér móts við fimmtán ára dreng en í rauninni mætti til hans maður með myndavél. Erlent 6.12.2021 15:13 Stytta refsingu Suu Kyi um helming Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur stytt fangelsisdóm yfir Aung San Suu Kyi, fyrrverandi leiðtoga Mjanmar, úr fjögurra ára fangelsi í tveggja ára. Erlent 6.12.2021 14:46 Munu svara fyrir sig verði leikarnir sniðgengnir Ráðamenn í Kína segjast ætla að svara fyrir sig ef ríkisstjórn Bandaríkjanna ákveður að sniðganga vetrarólympíuleikana í Peking í febrúar. Fjölmiðlar vestanhafs segja líklegt að sniðganga verði tilkynnt í Washington DC í þessari viku. Erlent 6.12.2021 14:34 Gerir ráð fyrir að Omíkron verði ráðandi afbrigðið á Bretlandseyjum á næstu vikum Breskur smitsjúkdómasérfræðingur segist gera ráð fyrir því að Omíkron-afbrigði kórónuveirunnar verði orðið ráðandi á Bretlandseyjum á næstu vikum eða mánuði. Erlent 6.12.2021 12:19 Hundrað handteknir eftir að æstur múgur barði mann til bana og brenndi Búið er að handtaka rúmlega hundrað manns í Pakistan eftir að maður frá Sri Lanka sem hafði verið sakaður um guðlast var myrtur af æstum múg. Forsætisráðherra Pakistans heitir því að fólkinu verði refsað. Erlent 6.12.2021 12:06 Dauðsföll af völdum Covid-19 mun tíðari meðal stuðningsmanna Trump Frá því í maí á þessu ári hafa íbúar í sýslum þar sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, naut mikils stuðnings í síðustu forsetakosningum verið þrisvar sinnum líklegri til að deyja sökum Covid-19 en íbúar sýsla þar sem stuðningur við Joe Biden var verulegur. Erlent 6.12.2021 11:37 Grænlendingar herða aðgerðir Yfirvöld á Grænlandi hafa hert samkomutakmarkanir í landinu öllu til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar og tóku nýju reglurnar gildi í dag. Erlent 6.12.2021 11:21 Fjögurra manna fjölskylda talin af eftir eldsvoða í Noregi Fjórir eru taldir af eftir að mikill eldur kom upp í húsi í Svelvik, suðvestur af norsku höfuðborginni Osló í nótt. Par með tvö börn voru skráð til heimilis í húsinu og er talið að þau hafi farist í brunanum. Erlent 6.12.2021 10:52 Eini almyrkvi ársins séður úr geimnum og frá Suðurskautinu Eini almyrkvi ársins var eingöngu sýnilegur frá Suðurskautslandinu um helgina, eða úr geimnum þar sem hann var fangaður á mynd. Erlent 6.12.2021 10:50 Japanskur auðjöfur í skemmtiferð til geimstöðvarinnar Japanski auðjöfurinn Yusaku Meazawa leggur af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar (ISS) í vikunni. Honum verður skotið út í geim á Soyuz-eldflaug frá Baikonur í Kasakstan og verður hann um borð í geimstöðinni í tólf daga. Erlent 6.12.2021 09:25 Omíkron hefur greinst í 16 ríkjum Bandaríkjanna Omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hefur nú fundist í 16 ríkjum Bandaríkjanna en um er að ræða nokkra tugi tilfella. Margir smituðu eru fullbólusettir og með væg einkenni. Delta-afbrigðið er enn það sem greinist í 99,9 prósent tilvika. Erlent 6.12.2021 08:46 Þingmaður gagnrýndur fyrir ónærgætna jólakveðju Thomas Massie, sem situr á bandaríska þinginu fyrir Kentucky, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að birta jólamynd á samfélagsmiðlum sem virðist sýna hann og fjölskyldu hans með margskonar skotvopn. Erlent 6.12.2021 07:34 Aung San Suu Kiy dæmd í fjögurra ára fangelsi Fyrrverandi leiðtogi Mjanmar, Aung San Suu Kyi, var í morgun dæmd til fjögurra ára fangelsisvistar. Búist er við að dómurinn verði þyngdur verulega, því hún á fleiri ákærur yfir höfði sér. Erlent 6.12.2021 06:35 Segir of seint að bregðast við omíkron með takmörkunum Nýjustu breytingar breskrar stjórnvalda á ferðatakmörkunum til landsins, sem gripið hefur verið til í því skyni að stemma stigu við útbreiðslu omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar þar í landi, koma of seint að mati vísindamanns sem ráðleggur ríkisstjórninni við sóttvarnaaðgerðir. Erlent 5.12.2021 23:00 « ‹ 328 329 330 331 332 333 334 … 334 ›
Kellogg hyggst ráða 1.400 starfsmenn í stað þeirra sem eru í verkfalli Stórfyrirtækið Kellogg hyggst ráða nýja starfsmenn í stað 1.400 starfsmanna sem hafa verið í verkfalli frá því í október síðastliðnum. Starfsmennirnir höfnuðu á dögunum samningi til fimm ára sem hljóðaði upp á 3 prósenta launahækkun. Erlent 8.12.2021 08:29
Merkel hverfur úr stóli kanslara eftir sextán ár Olaf Scholz verður kjörinn kanslari Þýskalands af þýska þinginu síðar í dag. Þar með hefst nýr kafli í þýskri og evrópskri stjórnmálasögu þegar Angela Merkel hverfur af stóra sviðinu, en hún hefur verið kanslari í hartnær sextán ár. Erlent 8.12.2021 08:05
WHO segir að bóluefnin ættu að veita góða vörn gegn alvarlegum veikindum Tiltæk bóluefni í heiminum ættu að vernda fólk vel gegn alvarlegum veikindum af völdum Omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Þetta segir Mike Ryan, sem fer fyrir neyðarviðbrögðum hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. Erlent 8.12.2021 08:00
Einn grunaðra í máli Khashoggis handtekinn í París Lögregla í Frakklandi hefur handtekið sádiarabískan mann sem grunaður er um aðild að morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi árið 2018. Erlent 8.12.2021 07:41
Bandaríkjamenn hóta hörðum viðbrögðum en Pútín segir Rússa ekki ætla að ráðast inn í Úkraínu Bandaríkjamenn segjast vera að undirbúa sig undir að svara mögulegri árás Rússa á Úkraínu með afgerandi hætti. Þetta kom fram í máli Joe Bidens Bandaríkjaforseta á tvíhliða fundi sem hann átti með rússneskum kollega sínum Vladimir Pútín í gærkvöldi. Erlent 8.12.2021 06:56
Myndband sýnir ráðgjafa grínast með hina meintu jólaveislu skömmu eftir að hún á að hafa verið haldin Myndband sem breska sjónvarpsstöðin ITV birti í kvöld sýnir háttsetta ráðgjafa Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, grínast með meinta jólaveislu fjórum dögum eftir að hún á að hafa verið haldin. Erlent 7.12.2021 23:30
Talinn hafa myrt fjölskyldu sína eftir að hann falsaði bólusetningarvottorð Lík þriggja barna og tveggja fullorðinna fundust á heimili í þýska sambandslandinu Brandenborg á laugardag. Grunar lögreglu að fjölskyldufaðirinn hafi orðið eiginkonu sinni og þremur börnum að bana áður en hann tók eigið líf. Erlent 7.12.2021 19:02
Hættir á þingi til að stýra fyrirtæki Trumps Devin Nunes, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Kaliforníu, ætlar að hætta á þingi í lok mánaðarins til að taka að sér stjórn nýs fjölmiðlafyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi forseta. Fyrirtækið heitir Trump Media & Technology Group og mun Nunes taka við stjórn þess í byrjun næsta árs. Erlent 7.12.2021 15:03
Danski heilbrigðisráðherrann með Covid-19 Danski heilbrigðisráðherrann Magnus Heunicke greindist með Covid-19 í dag. Hann dvelur nú í belgísku höfuðborginni Brussel þar sem hann er í einangrun á hóteli. Erlent 7.12.2021 13:27
Hyggjast gera foreldrum kleift að fylgjast með Instagram-notkun barna Stjórnendur Instagram hafa greint frá því að í mars á næsta ári verði kynntir til sögunnar valmöguleikar fyrir foreldra til að stjórna notkun barna sinna á samfélagsmiðlinum. Munu þeir meðal annars geta séð hversu löngum tíma barnið hefur varið í smáforritinu og sett notkuninni mörk. Erlent 7.12.2021 12:23
Minnst 34 látnir og forsetinn heitir auknum aðgerðum Joko Widodo, forseti Indónesíu, hét því í dag að gefið yrði í þegar kæmi að björgunaraðgerðum og viðgerðum á skemmdum heimilum eftir eldgosið í Semeru-fjalli á Java. Minnst 34 eru látnir, sautján er saknað og þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín. Erlent 7.12.2021 11:00
Atvinnurekendur í New York skikkaðir til að krefjast bólusetningar starfsmanna Borgaryfirvöld í New York hafa ákveðið að allir atvinnurekendur í borginni verði að krefjast þess að starfsmenn þeirra þiggi bólusetningu og séu bólusettir frá og með 27. desember næstkomandi. Erlent 7.12.2021 07:56
Uppljóstrari lýsir ringulreið og skipulagsleysi af hálfu breskra stjórnvalda Tugþúsundir Afgana sem höfðu aðstoðað Breta og óttuðust um líf sitt þegar Talíbanar tóku aftur völd í Afganistan, náðu ekki í gegn og fengu enga aðstoð vegna skipulags- og sinnuleysis af hálfu breska utanríkisráðuneytisins. Erlent 7.12.2021 06:44
Neyðast til þess að nýta neyðarbirgðir af hlynsýrópi Samtök hlynsýrópsframleiðenda í Quebec-ríki Kanada hafa neyðst til þess að nýta neyðarbirgðir til þess að anna eftirspurn eftir hlynsýrópi í aðdraganda jólanna. Erlent 6.12.2021 22:00
Bandarísk yfirvöld sniðganga Ólympíuleikana í Peking Bandarísk yfirvöld munu ekki senda neina embættismenn á Vetrarólympíuleikana í Peking sem haldnir verða í febrúar á næsta ári. Erlent 6.12.2021 19:09
Fyrrverandi forsætisráðherra Noregs fallinn frá Kåre Willoch, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs og leiðtogi Hægriflokksins, er látinn 93 ára gamall. Flokkurinn greinir frá í tilkynningu þar sem fram kemur að hann hafi lognast út af á heimili sínu í hverfinu Ullern í Osló. Erlent 6.12.2021 16:27
Yfirmaður hjá Sony rekinn eftir birtingu tálbeitumyndbands Sony hefur rekið George Cacioppo, varaforstjóra verkfræðideildar fyrirtækisins, eftir að hann birtist í myndbandi hóps sem segist koma upp um barnaníðinga. Cacioppo er sagður hafa mælt sér móts við fimmtán ára dreng en í rauninni mætti til hans maður með myndavél. Erlent 6.12.2021 15:13
Stytta refsingu Suu Kyi um helming Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur stytt fangelsisdóm yfir Aung San Suu Kyi, fyrrverandi leiðtoga Mjanmar, úr fjögurra ára fangelsi í tveggja ára. Erlent 6.12.2021 14:46
Munu svara fyrir sig verði leikarnir sniðgengnir Ráðamenn í Kína segjast ætla að svara fyrir sig ef ríkisstjórn Bandaríkjanna ákveður að sniðganga vetrarólympíuleikana í Peking í febrúar. Fjölmiðlar vestanhafs segja líklegt að sniðganga verði tilkynnt í Washington DC í þessari viku. Erlent 6.12.2021 14:34
Gerir ráð fyrir að Omíkron verði ráðandi afbrigðið á Bretlandseyjum á næstu vikum Breskur smitsjúkdómasérfræðingur segist gera ráð fyrir því að Omíkron-afbrigði kórónuveirunnar verði orðið ráðandi á Bretlandseyjum á næstu vikum eða mánuði. Erlent 6.12.2021 12:19
Hundrað handteknir eftir að æstur múgur barði mann til bana og brenndi Búið er að handtaka rúmlega hundrað manns í Pakistan eftir að maður frá Sri Lanka sem hafði verið sakaður um guðlast var myrtur af æstum múg. Forsætisráðherra Pakistans heitir því að fólkinu verði refsað. Erlent 6.12.2021 12:06
Dauðsföll af völdum Covid-19 mun tíðari meðal stuðningsmanna Trump Frá því í maí á þessu ári hafa íbúar í sýslum þar sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, naut mikils stuðnings í síðustu forsetakosningum verið þrisvar sinnum líklegri til að deyja sökum Covid-19 en íbúar sýsla þar sem stuðningur við Joe Biden var verulegur. Erlent 6.12.2021 11:37
Grænlendingar herða aðgerðir Yfirvöld á Grænlandi hafa hert samkomutakmarkanir í landinu öllu til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar og tóku nýju reglurnar gildi í dag. Erlent 6.12.2021 11:21
Fjögurra manna fjölskylda talin af eftir eldsvoða í Noregi Fjórir eru taldir af eftir að mikill eldur kom upp í húsi í Svelvik, suðvestur af norsku höfuðborginni Osló í nótt. Par með tvö börn voru skráð til heimilis í húsinu og er talið að þau hafi farist í brunanum. Erlent 6.12.2021 10:52
Eini almyrkvi ársins séður úr geimnum og frá Suðurskautinu Eini almyrkvi ársins var eingöngu sýnilegur frá Suðurskautslandinu um helgina, eða úr geimnum þar sem hann var fangaður á mynd. Erlent 6.12.2021 10:50
Japanskur auðjöfur í skemmtiferð til geimstöðvarinnar Japanski auðjöfurinn Yusaku Meazawa leggur af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar (ISS) í vikunni. Honum verður skotið út í geim á Soyuz-eldflaug frá Baikonur í Kasakstan og verður hann um borð í geimstöðinni í tólf daga. Erlent 6.12.2021 09:25
Omíkron hefur greinst í 16 ríkjum Bandaríkjanna Omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hefur nú fundist í 16 ríkjum Bandaríkjanna en um er að ræða nokkra tugi tilfella. Margir smituðu eru fullbólusettir og með væg einkenni. Delta-afbrigðið er enn það sem greinist í 99,9 prósent tilvika. Erlent 6.12.2021 08:46
Þingmaður gagnrýndur fyrir ónærgætna jólakveðju Thomas Massie, sem situr á bandaríska þinginu fyrir Kentucky, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að birta jólamynd á samfélagsmiðlum sem virðist sýna hann og fjölskyldu hans með margskonar skotvopn. Erlent 6.12.2021 07:34
Aung San Suu Kiy dæmd í fjögurra ára fangelsi Fyrrverandi leiðtogi Mjanmar, Aung San Suu Kyi, var í morgun dæmd til fjögurra ára fangelsisvistar. Búist er við að dómurinn verði þyngdur verulega, því hún á fleiri ákærur yfir höfði sér. Erlent 6.12.2021 06:35
Segir of seint að bregðast við omíkron með takmörkunum Nýjustu breytingar breskrar stjórnvalda á ferðatakmörkunum til landsins, sem gripið hefur verið til í því skyni að stemma stigu við útbreiðslu omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar þar í landi, koma of seint að mati vísindamanns sem ráðleggur ríkisstjórninni við sóttvarnaaðgerðir. Erlent 5.12.2021 23:00