Erlent

Þjóðverjar ráðast í bólusetningar barna

Þýska bólusetningarráðið, sem hefur fram að þessu mótað stefnu Þjóðverja í málaflokknum, hefur mælt með að ráðist verði í bólusetningar 12-17 ára. Ávinningurinn vegur þyngra en mögulegir ókostir, segir ráðið.

Erlent

Trudeau boðar til kosninga á undan áætlun

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, boðaði til þingkosninga þegar tvö ár eru enn eftir af kjörtímabilinu í gær. Réttlætti hann ákvörðun sína með því að þjóðin þyrfti að fá að segja hug sinn um hvernig ætti að ljúka baráttunni gegn kórónuveirufaraldurinn.

Erlent

Fimm sagðir látnir á flug­vellinum í Kabúl

Mikil ringulreið ríkir nú á flugvellinum í afgönsku höfuðborginni Kabúl eftir að þúsundir manna flykktust þangað í þeirri von að geta flúið land. Sjónarvottar segja í samtali við Reuters að fimm hið minnsta séu látnir.

Erlent

Hellisbúi nýjasti talsmaður bólusetninga

Rúmlega sjötugur Serbi sem búið hefur í helli undanfarin ár ratar nú í heimsfréttirnar fyrir eindregna hvatningu sína til samlanda sinna að láta bólusetja sig. Hann átti erindi til byggða fyrir skemmstu, heyrði þar af Covid-19 og lét slag standa og fékk bóluefni.

Erlent

Ekki sé hægt að segja Afgönum að sjá um sig sjálfir

Árni Arnþórsson, aðstoðarrektor American University of Afghanistan, segir gífurlega erfitt að geta ekkert gert fyrir samstarfsfólk sitt sem grátbiður hann um að bjarga sér því það veit að líf þess gæti endað á næstu dögum vegna uppgangs Talíbana í Afganistan. Umheimurinn geti ekki lokað augunum fyrir því sem er að henda í landinu.

Erlent

Nálgast Kabúl óðfluga

Alþjóðasamfélagið er uggandi vegna stórsóknar Talíbana í Afganistan. Þeir hafa umkringt höfuðborgina en þjóðir heimsins reyna hvað þær geta að koma fólki í burtu.

Erlent

Yfirráð Talíbana verði aldrei viðurkennd

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir framsókn Talíbana í Afganistan grafalvarlegt mál sem alþjóðasamfélagið verði að bregðast við. Neyðarstjórn Nató fundaði um stöðuna í dag en yfirráð Talíbana verða aldrei viðurkennd af bandalaginu.

Erlent

Skaut fyrst móður sína

Árásarmaðurinn í Plymouth skaut móður sína til bana í gær, áður en hann fór út og skaut á fólk af handahófi. Hinn 22 ára gamli Jake Davison skaut í heild fimm manns og þar á meðal þriggja ára gamla stúlku til bana, áður en hann beindi byssu sinni að sjálfum sér í gær.

Erlent

Hermenn gefast upp í hrönnum

Hundruð afganskra hermanna og yfirmenn þeirra gáfust upp fyrir vígamönnum Talibana í morgun. Það gerðu þeir í vestur- og suðurhluta landsins eftir að Talibanar tóku margar mikilvægar borgir.

Erlent

Varaformaður Þjóðarflokksins dæmdur fyrir misferli

Morten Messerschmidt, varaformaður danska Þjóðarflokksins, hlaut sex mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir skjalafals og misferli með fjármuni Evrópusambandsins í dag. Hann segist ætla að sitja sem fastast á þingi þrátt fyrir dóminn.

Erlent

Heimild veitt fyrir örvunarskömmtum fyrir fólk með skert ónæmiskerfi

Lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) hefur lagt blessun sína yfir af örvunarskammtar af bóluefni Pfizer og Moderna verði gefnir fólki með skerta ónæmiskerfisstarfsemi. Yfirvöld í nokkrum ríkjum, þar á meðal Íslandi, hafa gripið til þess ráðs að endurbólusetja fólk til að verjast delta-afbrigði kórónuveirunnar.

Erlent

Hvítum ungmennum fækkar í fyrsta sinn

Enginn einn kynþáttur yfirgnæfir annan hjá Bandaríkjamönnum undir átján ára aldri og hvítum fækkar í fyrsta skipti frá því talning hófst, samkvæmt nýjasta manntalinu sem gert hefur verið í Bandaríkjunum.

Erlent