Dæmdur fyrir að nauðga og myrða fimmtán ára stúlku fyrir tæpum fimmtíu árum Samúel Karl Ólason skrifar 20. desember 2022 10:17 Dennis McGory (74) var 28 ára gamall þegar hann nauðgaði og myrti hina fimmtán ára gömlu Jacqueline Montgomery árið 1975. Lögreglan í Lundúnum Breskur maður hefur verið dæmdur fyrir að nauðga og myrða fimmtán ára stúlku, nærri því fimmtíu árum eftir að mál gegn honum var fellt niður. Ný greining á lífsýnum sem tekin voru þegar Jacqueline Montgomery var myrt sýndi fram á sekt Dennis McGory. Talið er að McGory, þá 28 ára gamall, hafi verið að leita að konu sinni þegar hann fór til heimilis Jacqueline Montgomery, frænku konu sinnar, í norðurhluta Lundúna en hún var fimmtán ára gömul. McGory er sagður hafa ráðist á stúlkuna til að fá hana til að segja sér hvar kona hans væri, samkvæmt frétt Sky News. Faðir stúlkunnar kom að líki hennar en McGory hafði nauðgað henni, stungið hana og kyrkt. Hann neitaði sök og dómari felldi málið gegn honum niður árið 1976 vegna skorts á sönnunargögnum. Lífsýni sem tekin voru úr leggöngum Montgomery voru geymd í öll þessi ár og voru þau nýlega greind með nútímatækni. Sú greining staðfesti að McGory hefði nauðgað Montgomery og var hann handtekinn og ákærður aftur. Hann er nú 74 ára gamall og við slæma heilsu en samkvæmt frétt BBC var honum lýst í dómsal sem drykkfelldum og ofbeldishneigðum fauta. Saksóknarar sögðu hann hafa áður hótað því að nauðga Montgomery. Sár fundust á McGrory á sínum tíma en hann sagðist hafa orðið fyrir árás fjögurra manna. Þar að auki fannst blaðsíða úr dagbók Montgommery á honum en hann sagðist hafa fengið hana frá sömu mönnum. Hér að neðan má sjá myndband frá breskum saksóknurum þar sem saksóknari fer yfir málið. Lög um að ekki væri hægt að rétta tvisvar sinnum yfir fólki fyrir sama meinta brotið voru felld úr gildi í Bretlandi árið 2003. Lögunum var breytt á þann veg að líti mikilvæg ný sönnunargögn dagsins ljós sé hægt að ákæra fólk aftur og rétt yfir þeim. Þetta tiltekna mál er það elsta sem tekið hefur verið fyrir aftur eftir að lögunum var breytt. Bretland Erlend sakamál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Talið er að McGory, þá 28 ára gamall, hafi verið að leita að konu sinni þegar hann fór til heimilis Jacqueline Montgomery, frænku konu sinnar, í norðurhluta Lundúna en hún var fimmtán ára gömul. McGory er sagður hafa ráðist á stúlkuna til að fá hana til að segja sér hvar kona hans væri, samkvæmt frétt Sky News. Faðir stúlkunnar kom að líki hennar en McGory hafði nauðgað henni, stungið hana og kyrkt. Hann neitaði sök og dómari felldi málið gegn honum niður árið 1976 vegna skorts á sönnunargögnum. Lífsýni sem tekin voru úr leggöngum Montgomery voru geymd í öll þessi ár og voru þau nýlega greind með nútímatækni. Sú greining staðfesti að McGory hefði nauðgað Montgomery og var hann handtekinn og ákærður aftur. Hann er nú 74 ára gamall og við slæma heilsu en samkvæmt frétt BBC var honum lýst í dómsal sem drykkfelldum og ofbeldishneigðum fauta. Saksóknarar sögðu hann hafa áður hótað því að nauðga Montgomery. Sár fundust á McGrory á sínum tíma en hann sagðist hafa orðið fyrir árás fjögurra manna. Þar að auki fannst blaðsíða úr dagbók Montgommery á honum en hann sagðist hafa fengið hana frá sömu mönnum. Hér að neðan má sjá myndband frá breskum saksóknurum þar sem saksóknari fer yfir málið. Lög um að ekki væri hægt að rétta tvisvar sinnum yfir fólki fyrir sama meinta brotið voru felld úr gildi í Bretlandi árið 2003. Lögunum var breytt á þann veg að líti mikilvæg ný sönnunargögn dagsins ljós sé hægt að ákæra fólk aftur og rétt yfir þeim. Þetta tiltekna mál er það elsta sem tekið hefur verið fyrir aftur eftir að lögunum var breytt.
Bretland Erlend sakamál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira