Segir bönnuðu blaðamennina hafa deilt ígildi „launmorðshnita“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. desember 2022 09:00 Elon Musk er umdeildur. Jakub Porzycki/NurPhoto via Getty Images Bandaríski samfélagsmiðillinn Twitter hefur eytt reikningum nokkra þekktra blaðamanna sem að undanförnu hafa fjallað um auðkýfinginn Elon Musk, eiganda Twitter. Sjálfur segir Musk að blaðamennirnir hafi deilt staðsetningu hans, sem ígildi „launmorðshnitum“. Á meðal þeirra sem bannaðir hafa verið eru Drew Harrel, blaðamaður Washington Post sem sérhæfir sig í í tæknimálum. Donie O'Sullivan, blaðamaður CNN og Ryan Mac, blaðamaður New York Times. Í frétt Washington Post um málið segir að um tugur blaðamanna hafi verið sparkað fyrirvaralaust af samfélagsmiðlinum, án viðvörunar. Þar kemur fram að Twitter hafi gefið litlar skýringar á þessari ákvörðun. Í frétt Post kemur einnig fram að meirihluti þeirra blaðamanna sem sparkað var af Twitter hafi að undanförnu fjallað um Musk og hinn svokallaða ElonJet reikning sem fylgst hafði með einkaflugvél Musk. ElonJet var sparkað af Twitter fyrir að deila upplýsingum um ferðir einkaflugvélarinnar. Reglum Twitter var þá einnig breytt til að koma í veg fyrir að upplýsingum um rauntíma staðsetningu einstaklinga yrði deilt á samfélagsmiðlinum. Í frétt Post segir að Twitter hafi ekki svarað spurningum um ákvörðunina að banna blaðamennina. Sjálfur hefur Musk hins vegar virkur á Twitter nú í morgunsárið. Sjá má að hann hefur fest tíst efst á Twitter-reikningi sínum þar sem hann segir að það sé ekkert mál að gagnrýna hann, en það fari yfir strikið að deila upplýsingum um rauntíma staðsetningu hans sem ógni fjölskyldu hans. Criticizing me all day long is totally fine, but doxxing my real-time location and endangering my family is not— Elon Musk (@elonmusk) December 16, 2022 Í öðru svari á Twitter segir hann að blaðamennirnir hafi deilt rauntíma staðsetningu hans, sem sé ígildi þess að deila „launmorðshnitum“, líkt og hann orðar það. They posted my exact real-time location, basically assassination coordinates, in (obvious) direct violation of Twitter terms of service— Elon Musk (@elonmusk) December 16, 2022 Í frétt Post segir að blaðið hafi ekki séð neinar upplýsingar um að tíst blaðamannanna hafi ógnað fjölskyldu Musk. Samfélagsmiðlar Twitter Fjölmiðlar Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Á meðal þeirra sem bannaðir hafa verið eru Drew Harrel, blaðamaður Washington Post sem sérhæfir sig í í tæknimálum. Donie O'Sullivan, blaðamaður CNN og Ryan Mac, blaðamaður New York Times. Í frétt Washington Post um málið segir að um tugur blaðamanna hafi verið sparkað fyrirvaralaust af samfélagsmiðlinum, án viðvörunar. Þar kemur fram að Twitter hafi gefið litlar skýringar á þessari ákvörðun. Í frétt Post kemur einnig fram að meirihluti þeirra blaðamanna sem sparkað var af Twitter hafi að undanförnu fjallað um Musk og hinn svokallaða ElonJet reikning sem fylgst hafði með einkaflugvél Musk. ElonJet var sparkað af Twitter fyrir að deila upplýsingum um ferðir einkaflugvélarinnar. Reglum Twitter var þá einnig breytt til að koma í veg fyrir að upplýsingum um rauntíma staðsetningu einstaklinga yrði deilt á samfélagsmiðlinum. Í frétt Post segir að Twitter hafi ekki svarað spurningum um ákvörðunina að banna blaðamennina. Sjálfur hefur Musk hins vegar virkur á Twitter nú í morgunsárið. Sjá má að hann hefur fest tíst efst á Twitter-reikningi sínum þar sem hann segir að það sé ekkert mál að gagnrýna hann, en það fari yfir strikið að deila upplýsingum um rauntíma staðsetningu hans sem ógni fjölskyldu hans. Criticizing me all day long is totally fine, but doxxing my real-time location and endangering my family is not— Elon Musk (@elonmusk) December 16, 2022 Í öðru svari á Twitter segir hann að blaðamennirnir hafi deilt rauntíma staðsetningu hans, sem sé ígildi þess að deila „launmorðshnitum“, líkt og hann orðar það. They posted my exact real-time location, basically assassination coordinates, in (obvious) direct violation of Twitter terms of service— Elon Musk (@elonmusk) December 16, 2022 Í frétt Post segir að blaðið hafi ekki séð neinar upplýsingar um að tíst blaðamannanna hafi ógnað fjölskyldu Musk.
Samfélagsmiðlar Twitter Fjölmiðlar Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira