Erlent

Kona lést í troðningi á tónleikum í London

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Frá vettvangi í Brixton hverfinu í London.
Frá vettvangi í Brixton hverfinu í London.

Kona á fertugsaldri lést í troðningi á tónleikum í O2 höllinni í London í gær. Alls voru átta fluttir á spítala alvarlega slasaðir.

Um var að ræða tónleika nígeríska tónlistarmannsins Asake. Lögregluyfirvöld greina frá því að örtröð hafi myndast við inngang O2-hallarinnar eftir að hópur fólks ruddist inn án miða. Sú látna lést skömmu eftir flutning á spítala. 

Tónleikum Asake lauk eftir flutning þriggja laga. Í yfirlýsingu frá tónlistarmanninum segir hann að hugur og hjarta sitt sé hjá hinum slösuðu. Hann kveðst búinn að hafa samband við fjölskyldu þeirra slösuðu. 

Rannsókn lögreglunnar stendur nú yfir og notast lögreglan við myndbönd af atvikinu sem eru í dreifingu á samfélagsmiðlum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×