Búa sig undir að kveðja jarðskjálftamælinn á Mars Kjartan Kjartansson skrifar 20. desember 2022 12:19 Útlit er fyrir að Insight sé þegar orðinn marsneska rykinu að bráð. NASA Bandaríska geimvísindastofnunin NASA hefur misst samband við lendingarfarið Insight á reikistjörnunni Mars. Orka geimfarsins hefur farið dvínandi undanfarna mánuði og er nú gert ráð fyrir að dagar þess séu taldir. Insight svaraði ekki kalli leiðangursstjórnenda á jörðinni á sunnudag en síðast náðist samband við farið fimmtudaginn 15. desember. Í tilkynningu á vefsíðu NASA segir að kraftur Insight hafi farið þverrandi undanfarna mánuði eins og búist var við. Ekki liggi fyrir hvað olli því að það missti aflið nú. Tilraunir verði áfram gerðar til þess að ná sambandi. „Orkan mín er að þrotum komin þannig að þetta gæti verið síðasta myndin sem ég sent. Ekki hafa áhyggjur af mér samt, tími minn hér hefur verið bæði afkastamikill og friðsæll. Ef ég get haldið áfram að tala við leiðangursteymið mitt þá geri ég það en ég fer að skrá mig út héðan bráðum. Takk fyrir að fylgja mér eftir,“ sagði í tilfinningasömu tísti á Twitter-reikningi Insight-leiðangursins í gær. Á mynd sem NASA birti á samfélagsmiðlum má sjá hluta geimfarsins þakinn rauðleitu ryki. Líkt og mörg önnur lendingarfar á Mars er Insight knúið sólarorku og því er líklegt að það hafi verið rykið á sólarsellunum sem lamaði það á endanum. Opportunity, könnunarjeppi NASA, hlaut sömu örlög eftir fimmtán ára ferðalag um rauðu reikistjörnuna árið 2019. Update on @NASAInSight: On Dec. 18, the Mars lander did not respond to communications from Earth. Power has been declining for months, as expected, and this may mean the end of operations for the spacecraft. The team will try again to contact InSight. https://t.co/PsDaWokb9Z pic.twitter.com/ZVACs9EgmB— NASA JPL (@NASAJPL) December 20, 2022 Insight lenti á Mars 26. nóvember árið 2018 en geimfarinu var ætlað að kanna jarðvirkni og innviði reikistjörnunnar. Farið náði aðalvísindamarkmiðum sínum á fyrstu tveimur jarðárunum þar. Alls hefur Insight numið fleiri en 1.300 Marsskjálfta og varpað ljósi á loftsteinaárekstra og innri samsetningu Mars. Gögn frá Insight voru meðal annars notuð til þess að bera kennsl á mögulega virkan möttulstrók undir yfirborði reikistjörnunnar. Sú uppgötvun þykir marka tímamót þar sem Mars hefur verið talinn jarðfræðilega óvirk reikistjarna til þessa. Mars Vísindi Tækni Bandaríkin Geimurinn Tengdar fréttir Fundu merki um að Mars sé enn jarðfræðilega virkur Athuganir á reikistjörnunni Mars benda til þess að þar sé að finna virkan möttulstrók undir yfirborðinu. Reikistjarnan hefur fram að þessu verið talin jarðfræðilega óvirk en strókurinn sem menn telja sig hafa fundið gæti knúið jarðskjálfta, misgengishreyfingar og jafnvel eldgos. 6. desember 2022 10:52 Marsskjálftamælir nam stóran loftsteinaárekstur Tvíeyki bandarískra geimkönnunarfara náðu í sameiningu að verða vitni að því þegar stór loftsteinagígur myndaðist á yfirborði Mars í fyrra. Það sem árekturinn leiddi í ljós gætti haft þýðingu fyrir mannaða leiðangra til reikistjörnunnar í framtíðinni. 28. október 2022 11:32 Jarðskjálftamælir á Mars verður rykinu að bráð Útlit er fyrir að bandaríska geimfarið Insight á Mars syngi sitt síðasta í sumar þegar rafhlöður þess tæmast. Farið missir nú orku vegna ryks sem safnast hefur fyrir á sólarsellum þess. 18. maí 2022 23:36 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Fleiri fréttir Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Sjá meira
Insight svaraði ekki kalli leiðangursstjórnenda á jörðinni á sunnudag en síðast náðist samband við farið fimmtudaginn 15. desember. Í tilkynningu á vefsíðu NASA segir að kraftur Insight hafi farið þverrandi undanfarna mánuði eins og búist var við. Ekki liggi fyrir hvað olli því að það missti aflið nú. Tilraunir verði áfram gerðar til þess að ná sambandi. „Orkan mín er að þrotum komin þannig að þetta gæti verið síðasta myndin sem ég sent. Ekki hafa áhyggjur af mér samt, tími minn hér hefur verið bæði afkastamikill og friðsæll. Ef ég get haldið áfram að tala við leiðangursteymið mitt þá geri ég það en ég fer að skrá mig út héðan bráðum. Takk fyrir að fylgja mér eftir,“ sagði í tilfinningasömu tísti á Twitter-reikningi Insight-leiðangursins í gær. Á mynd sem NASA birti á samfélagsmiðlum má sjá hluta geimfarsins þakinn rauðleitu ryki. Líkt og mörg önnur lendingarfar á Mars er Insight knúið sólarorku og því er líklegt að það hafi verið rykið á sólarsellunum sem lamaði það á endanum. Opportunity, könnunarjeppi NASA, hlaut sömu örlög eftir fimmtán ára ferðalag um rauðu reikistjörnuna árið 2019. Update on @NASAInSight: On Dec. 18, the Mars lander did not respond to communications from Earth. Power has been declining for months, as expected, and this may mean the end of operations for the spacecraft. The team will try again to contact InSight. https://t.co/PsDaWokb9Z pic.twitter.com/ZVACs9EgmB— NASA JPL (@NASAJPL) December 20, 2022 Insight lenti á Mars 26. nóvember árið 2018 en geimfarinu var ætlað að kanna jarðvirkni og innviði reikistjörnunnar. Farið náði aðalvísindamarkmiðum sínum á fyrstu tveimur jarðárunum þar. Alls hefur Insight numið fleiri en 1.300 Marsskjálfta og varpað ljósi á loftsteinaárekstra og innri samsetningu Mars. Gögn frá Insight voru meðal annars notuð til þess að bera kennsl á mögulega virkan möttulstrók undir yfirborði reikistjörnunnar. Sú uppgötvun þykir marka tímamót þar sem Mars hefur verið talinn jarðfræðilega óvirk reikistjarna til þessa.
Mars Vísindi Tækni Bandaríkin Geimurinn Tengdar fréttir Fundu merki um að Mars sé enn jarðfræðilega virkur Athuganir á reikistjörnunni Mars benda til þess að þar sé að finna virkan möttulstrók undir yfirborðinu. Reikistjarnan hefur fram að þessu verið talin jarðfræðilega óvirk en strókurinn sem menn telja sig hafa fundið gæti knúið jarðskjálfta, misgengishreyfingar og jafnvel eldgos. 6. desember 2022 10:52 Marsskjálftamælir nam stóran loftsteinaárekstur Tvíeyki bandarískra geimkönnunarfara náðu í sameiningu að verða vitni að því þegar stór loftsteinagígur myndaðist á yfirborði Mars í fyrra. Það sem árekturinn leiddi í ljós gætti haft þýðingu fyrir mannaða leiðangra til reikistjörnunnar í framtíðinni. 28. október 2022 11:32 Jarðskjálftamælir á Mars verður rykinu að bráð Útlit er fyrir að bandaríska geimfarið Insight á Mars syngi sitt síðasta í sumar þegar rafhlöður þess tæmast. Farið missir nú orku vegna ryks sem safnast hefur fyrir á sólarsellum þess. 18. maí 2022 23:36 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Fleiri fréttir Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Sjá meira
Fundu merki um að Mars sé enn jarðfræðilega virkur Athuganir á reikistjörnunni Mars benda til þess að þar sé að finna virkan möttulstrók undir yfirborðinu. Reikistjarnan hefur fram að þessu verið talin jarðfræðilega óvirk en strókurinn sem menn telja sig hafa fundið gæti knúið jarðskjálfta, misgengishreyfingar og jafnvel eldgos. 6. desember 2022 10:52
Marsskjálftamælir nam stóran loftsteinaárekstur Tvíeyki bandarískra geimkönnunarfara náðu í sameiningu að verða vitni að því þegar stór loftsteinagígur myndaðist á yfirborði Mars í fyrra. Það sem árekturinn leiddi í ljós gætti haft þýðingu fyrir mannaða leiðangra til reikistjörnunnar í framtíðinni. 28. október 2022 11:32
Jarðskjálftamælir á Mars verður rykinu að bráð Útlit er fyrir að bandaríska geimfarið Insight á Mars syngi sitt síðasta í sumar þegar rafhlöður þess tæmast. Farið missir nú orku vegna ryks sem safnast hefur fyrir á sólarsellum þess. 18. maí 2022 23:36