Erfið vika í vændum hjá Trump Samúel Karl Ólason skrifar 19. desember 2022 15:48 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. EPA/JIM LO SCALZO Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, stendur frammi fyrir erfiðri viku. Þingnefnd mun mögulega leggja til að hann verði ákærður vegna árásarinnar á þinghúsið þann 6. janúar í fyrra og skattaskýrslur hans verða mögulega opinberaðar. Í kvöld heldur þingnefnd sem rannsakað hefur árásina á þinghúsið þann 6. janúar í fyrra og aðdraganda hennar sinn síðasta opna fund. Á þessum fundi munu þingmenn fara yfir rannsókn þeirra og það hvort nefndin muni leggja til að Trump verði ákærður vegna árásarinnar, þar sem stuðningsmenn hans brutu sér leið inn í þinghúsið með því markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020, þegar Joe Biden vann Trump. Í frétt Washington Post segir að meðlimir nefndarinnar muni greiða atkvæði um það hvort stungið verði upp á ákæru eða ekki. Nefndin hefur varið átján mánuðum í að rannsaka árásina, fara yfir gögn og ræða við fjölmörg vitni. Leggi nefndin til að ákæra Trump verður það forsvarsmanna Dómsmálaráðuneytisins að ákveða hvort tilefni sé til eða ekki. Sjá einnig: Búist við ákæru á hendur Trump vegna árasar á þinghúsið Búist er við því að nefndin muni greiða atkvæði um þrjár mögulegar ákærur. Ein snýr að því að koma í veg fyrir störf þingsins og önnur að samsæri gegn Bandaríkjunum. Sú þriðja snýr að uppreisn. Tveir Repúblikanar eru í nefndinni, þau Liz Cheney og Adam Kinzinger. Bæði eru andstæðingar Trumps innan flokksins. Kinzinger er að hætta á þingi og Cheney tapaði í forvali flokksins í Wyoming fyrir nýyfirstaðnar þingkosningar. Sjá einnig: Gagnrýnir landsnefndina fyrir að beita sér gegn andstæðingum Trumps Áhugsamir munu geta fylgst með nefndarfundinum í spilaranum hér að neðan. Útsendingin hefst klukkan sex að íslenskum tíma. Skýrsla og skattskýrslur Nefndin mun svo á miðvikudaginn birta skýrslu um rannsókn hennar og vitnaleiðslur. Washington Post segir að meðlimir nefndarinnar hafi deilt við skrif skýrslunnar. Þau Liz Cheney og Stephanie Murphy hafi til að mynda rifist um það hve mikla áherslu ætti að leggja á Trump. Cheney er sögð hafa vilja leggja alla áherslu á forsetann fyrrverandi. Á þriðjudaginn mun önnur þingnefnd fulltrúadeildarinnar funda um Trump. Þar verður rætt hvað gera eigi við sex ára skattaskýrslur Trumps sem nefndin fékk nýverið í hendurnar eftir fjögurra ára baráttu í dómstólum. Í frétt New York Times segir að mögulegt sé að nefndin ákveði að opinbera gögnin en það yrði þá líklegast gert í skömmu fyrir nýtt þingtímabil, því Repúblikanar munu þá taka völdin í fulltrúadeildinni. Repúblikanar stóðu sig mun verr en búist var við í kosningunum og hafa margir meðlimir flokksins kennt Trump um það. Mörgum spjótum beint að Trump Trump lýsti því nýverið yfir að hann ætlaði að bjóða sig fram til forseta á nýjan leik og vonast til þess að ná kjöri árið 2024. Hann stendur frammi fyrir fjölmörgum dómsmálum um þessar mundir. Má þar nefna rannsókn á vörslu Trumps á háleynilegum gögnum í eigu ríkisins á heimili hans og sveitarklúbbi í Flórída. Sjá einnig: Dómarar veita Trump enn eitt höggið Merric Garland, dómsmálaráðherra, skipaði nýverið sérstakan rannsakanda til að halda utan um rannsóknir ráðuneytisins á Trump vegna árásarinnar á þinghúsið og tilrauna hans til að snúa niðurstöðum forsetakosninganna 2020. Saksóknarar í Georgíu hafa hann einnig til rannsóknar vegna afskipta hans af framkvæmd kosninganna þar. Þessar rannsóknir sem nefndar eru hér að ofan eru glæparannsóknir en Trump stendur einnig fram fyrir margvíslegum öðrum rannsóknum og dómsmálum. Hann hefur meðal annars verið sakaður um fjársvik í New York og kærður fyrir nauðgun. Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir De Santis með forskot á Trump Ný skoðanakönnun í Bandaríkjunum bendir til þess að Ron DeSantis, ríkisstjóri í Florída hafi nú verulegt forskot á Donald Trump, fyrrverandi forseta, í kapphlaupinu um útnefningu Repúblikana fyrir næstu forsetakosningar sem fram fara að ári. 14. desember 2022 07:19 Greindi ekki frá 19,8 milljón dala láni frá Daewoo Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, greindi ekki frá 19,8 milljón dala láni eins og hann átti að gera þegar hann bauð sig fram til forseta árið 2016 og eftir að hann bar sigur úr býtum í kosningunum. 6. desember 2022 07:03 Setja ofan í við Trump sem vill víkja stjórnarskránni til hliðar Hvíta húsið gefur lítið fyrir yfirlýsingar Donalds Trump, fyrrverandi forseta og forsetaframbjóðenda, um að fella ætti stjórnarskrá Bandaríkjanna úr gildi og setja hann sjálfan aftur í embætti. 4. desember 2022 10:25 Mætir mótspyrnu innan eigin flokks Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, stendur frammi fyrir óvæntri mótspyrnu innan flokksins í tilraunum hans til að tryggja sér embætti forseta fulltrúadeildarinnar. Þingmenn flokksins hafa sagt að til greina komi að gera samkomulag við Demókrata um að kjósa þingforseta sem falli í kramið hjá þeim. 1. desember 2022 16:02 Murdoch snýr baki við Trump Rupert Murdoch er sagður hafa tilkynnt Donald Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna að hann ætli ekki að styðja framboð hans til endurkjörs sem Trump tilkynnti um í gærkvöldi. Murdoch rekur stóra fjölmiðlasamsteypuna News Corp sem er mjög áhrifamikil á hægri væng stjórnmála víða um heim meðal annars í Bandaríkjunum. 16. nóvember 2022 11:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Í kvöld heldur þingnefnd sem rannsakað hefur árásina á þinghúsið þann 6. janúar í fyrra og aðdraganda hennar sinn síðasta opna fund. Á þessum fundi munu þingmenn fara yfir rannsókn þeirra og það hvort nefndin muni leggja til að Trump verði ákærður vegna árásarinnar, þar sem stuðningsmenn hans brutu sér leið inn í þinghúsið með því markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020, þegar Joe Biden vann Trump. Í frétt Washington Post segir að meðlimir nefndarinnar muni greiða atkvæði um það hvort stungið verði upp á ákæru eða ekki. Nefndin hefur varið átján mánuðum í að rannsaka árásina, fara yfir gögn og ræða við fjölmörg vitni. Leggi nefndin til að ákæra Trump verður það forsvarsmanna Dómsmálaráðuneytisins að ákveða hvort tilefni sé til eða ekki. Sjá einnig: Búist við ákæru á hendur Trump vegna árasar á þinghúsið Búist er við því að nefndin muni greiða atkvæði um þrjár mögulegar ákærur. Ein snýr að því að koma í veg fyrir störf þingsins og önnur að samsæri gegn Bandaríkjunum. Sú þriðja snýr að uppreisn. Tveir Repúblikanar eru í nefndinni, þau Liz Cheney og Adam Kinzinger. Bæði eru andstæðingar Trumps innan flokksins. Kinzinger er að hætta á þingi og Cheney tapaði í forvali flokksins í Wyoming fyrir nýyfirstaðnar þingkosningar. Sjá einnig: Gagnrýnir landsnefndina fyrir að beita sér gegn andstæðingum Trumps Áhugsamir munu geta fylgst með nefndarfundinum í spilaranum hér að neðan. Útsendingin hefst klukkan sex að íslenskum tíma. Skýrsla og skattskýrslur Nefndin mun svo á miðvikudaginn birta skýrslu um rannsókn hennar og vitnaleiðslur. Washington Post segir að meðlimir nefndarinnar hafi deilt við skrif skýrslunnar. Þau Liz Cheney og Stephanie Murphy hafi til að mynda rifist um það hve mikla áherslu ætti að leggja á Trump. Cheney er sögð hafa vilja leggja alla áherslu á forsetann fyrrverandi. Á þriðjudaginn mun önnur þingnefnd fulltrúadeildarinnar funda um Trump. Þar verður rætt hvað gera eigi við sex ára skattaskýrslur Trumps sem nefndin fékk nýverið í hendurnar eftir fjögurra ára baráttu í dómstólum. Í frétt New York Times segir að mögulegt sé að nefndin ákveði að opinbera gögnin en það yrði þá líklegast gert í skömmu fyrir nýtt þingtímabil, því Repúblikanar munu þá taka völdin í fulltrúadeildinni. Repúblikanar stóðu sig mun verr en búist var við í kosningunum og hafa margir meðlimir flokksins kennt Trump um það. Mörgum spjótum beint að Trump Trump lýsti því nýverið yfir að hann ætlaði að bjóða sig fram til forseta á nýjan leik og vonast til þess að ná kjöri árið 2024. Hann stendur frammi fyrir fjölmörgum dómsmálum um þessar mundir. Má þar nefna rannsókn á vörslu Trumps á háleynilegum gögnum í eigu ríkisins á heimili hans og sveitarklúbbi í Flórída. Sjá einnig: Dómarar veita Trump enn eitt höggið Merric Garland, dómsmálaráðherra, skipaði nýverið sérstakan rannsakanda til að halda utan um rannsóknir ráðuneytisins á Trump vegna árásarinnar á þinghúsið og tilrauna hans til að snúa niðurstöðum forsetakosninganna 2020. Saksóknarar í Georgíu hafa hann einnig til rannsóknar vegna afskipta hans af framkvæmd kosninganna þar. Þessar rannsóknir sem nefndar eru hér að ofan eru glæparannsóknir en Trump stendur einnig fram fyrir margvíslegum öðrum rannsóknum og dómsmálum. Hann hefur meðal annars verið sakaður um fjársvik í New York og kærður fyrir nauðgun.
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir De Santis með forskot á Trump Ný skoðanakönnun í Bandaríkjunum bendir til þess að Ron DeSantis, ríkisstjóri í Florída hafi nú verulegt forskot á Donald Trump, fyrrverandi forseta, í kapphlaupinu um útnefningu Repúblikana fyrir næstu forsetakosningar sem fram fara að ári. 14. desember 2022 07:19 Greindi ekki frá 19,8 milljón dala láni frá Daewoo Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, greindi ekki frá 19,8 milljón dala láni eins og hann átti að gera þegar hann bauð sig fram til forseta árið 2016 og eftir að hann bar sigur úr býtum í kosningunum. 6. desember 2022 07:03 Setja ofan í við Trump sem vill víkja stjórnarskránni til hliðar Hvíta húsið gefur lítið fyrir yfirlýsingar Donalds Trump, fyrrverandi forseta og forsetaframbjóðenda, um að fella ætti stjórnarskrá Bandaríkjanna úr gildi og setja hann sjálfan aftur í embætti. 4. desember 2022 10:25 Mætir mótspyrnu innan eigin flokks Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, stendur frammi fyrir óvæntri mótspyrnu innan flokksins í tilraunum hans til að tryggja sér embætti forseta fulltrúadeildarinnar. Þingmenn flokksins hafa sagt að til greina komi að gera samkomulag við Demókrata um að kjósa þingforseta sem falli í kramið hjá þeim. 1. desember 2022 16:02 Murdoch snýr baki við Trump Rupert Murdoch er sagður hafa tilkynnt Donald Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna að hann ætli ekki að styðja framboð hans til endurkjörs sem Trump tilkynnti um í gærkvöldi. Murdoch rekur stóra fjölmiðlasamsteypuna News Corp sem er mjög áhrifamikil á hægri væng stjórnmála víða um heim meðal annars í Bandaríkjunum. 16. nóvember 2022 11:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
De Santis með forskot á Trump Ný skoðanakönnun í Bandaríkjunum bendir til þess að Ron DeSantis, ríkisstjóri í Florída hafi nú verulegt forskot á Donald Trump, fyrrverandi forseta, í kapphlaupinu um útnefningu Repúblikana fyrir næstu forsetakosningar sem fram fara að ári. 14. desember 2022 07:19
Greindi ekki frá 19,8 milljón dala láni frá Daewoo Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, greindi ekki frá 19,8 milljón dala láni eins og hann átti að gera þegar hann bauð sig fram til forseta árið 2016 og eftir að hann bar sigur úr býtum í kosningunum. 6. desember 2022 07:03
Setja ofan í við Trump sem vill víkja stjórnarskránni til hliðar Hvíta húsið gefur lítið fyrir yfirlýsingar Donalds Trump, fyrrverandi forseta og forsetaframbjóðenda, um að fella ætti stjórnarskrá Bandaríkjanna úr gildi og setja hann sjálfan aftur í embætti. 4. desember 2022 10:25
Mætir mótspyrnu innan eigin flokks Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, stendur frammi fyrir óvæntri mótspyrnu innan flokksins í tilraunum hans til að tryggja sér embætti forseta fulltrúadeildarinnar. Þingmenn flokksins hafa sagt að til greina komi að gera samkomulag við Demókrata um að kjósa þingforseta sem falli í kramið hjá þeim. 1. desember 2022 16:02
Murdoch snýr baki við Trump Rupert Murdoch er sagður hafa tilkynnt Donald Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna að hann ætli ekki að styðja framboð hans til endurkjörs sem Trump tilkynnti um í gærkvöldi. Murdoch rekur stóra fjölmiðlasamsteypuna News Corp sem er mjög áhrifamikil á hægri væng stjórnmála víða um heim meðal annars í Bandaríkjunum. 16. nóvember 2022 11:30