Erlent Reyna að stöðva leiðangur að flaki Títaniks Bandarísk stjórnvöld reyna nú að koma í veg fyrir fyrirhugaðan leiðangur sem er ætlað að safna munum úr flaki Títaniks á botni Norður-Atlantshafsins. Þau telja að skilgreina skuli flakið sem helgan grafreit. Erlent 30.8.2023 14:04 Hermenn handtóku forseta Gabon Hópur hermanna í Gabon segist hafa handsamað Ali Bongo, forseta landsins. Þrátt fyrir að Bongo hafi kallað eftir mótmælum vegna handtöku hans virðist sem íbúar landsins hafi tekið handtökunni fagnandi. Erlent 30.8.2023 12:14 Óljóst hversu margir fórust í eldunum á Maui Leit að fórnarlömbum gróðureldanna á Maui á Havaí er við það að ljúka. Enn er þó óljóst hversu margir fórust. Leitarflokkar eru taldir hafa fundið allar þær líkamsleifar sem hægt er að finna. Erlent 30.8.2023 12:07 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Harðir bardagar í suðri Úkraínskir hermenn hafa náð tiltölulega miklum árangri í Sapórisjíahéraði í suðurhluta Úkraínu á undanförnum dögum og vikum. Svo virðist sem aukinn hraði hafi færst í framsókn Úkraínumanna nærri bænum Robotyne en Rússar hafa sent sínar bestu hersveitir á svæðið til að stöðva sóknina. Erlent 30.8.2023 10:56 Ætla ekki að rannsaka flugvélarhrap Prigozhin eftir alþjóðareglum Rússnesk yfirvöld synjuðu ósk brasilískra flugmálayfirvalda um sameiginlega rannsókn eftir alþjóðlegum reglum á því hvað grandaði flugvél Jevgeníj Prigozhin, rússneska málaliðaforingjans, að svo stöddu. Rússar eru ekki skyldugir til þess þó að alþjóðleg flugmálayfirvöld mæli með því. Erlent 30.8.2023 08:57 Kanada gefur út viðvörun vegna ferða hinsegin fólks til Bandaríkjanna Stjórnvöld í Kanada hafa gefið út ferðaviðvörun til hinsegin fólks sem hyggst ferðast til Bandaríkjanna. Ástæðan eru ný lög og reglur í sumum ríkjum Bandaríkjanna, sem gætu mögulega haft áhrif á hinsegin ferðalanga. Erlent 30.8.2023 08:09 Fellibylurinn Idalia ógnar íbúum Flórída Íbúar Flórída í Bandaríkjunum búa sig nú undir að fellibylurinn Idalia nái að strönd ríkisins. Erlent 30.8.2023 07:30 Umfangsmiklar árásir í nótt á báða bóga Úkraínumenn gerðu í nótt víðtækar drónaárásir á svæði í Rússlandi. Í einni árásinni voru tvær flutningavélar sprengdar í loft upp á Pskov flugvellinum er í mörg hundruð kílómetra fjarlægð frá víglínunni í Úkraínu. Erlent 30.8.2023 07:24 Stjórnmálaflokkur kjörins forseta bannaður Sigur Bernarndo Arévalo í forsetakosningunum í Gvatemala var staðfestur í gær. Stjórnmálaflokkur hans var hins vegar bannaður tímabundið. Arévalo segir úrskurðinn lögleysu og að flokkurinn ætli að kæra hann. Erlent 29.8.2023 15:36 Rannsókn hætt á meintum brotum Rammstein söngvarans Rannsókn á meintum kynferðisbrotum Till Lindemann, söngvara þýsku hljómsveitarinnar Rammstein, hefur verið hætt af saksóknara í Þýskalandi. Ástæðan er að ekki fundust nægilega mikil sönnunargögn fyrir hinum meintu brotum og þá vildi enginn stíga fram sem vitni. Erlent 29.8.2023 15:07 Reiði beinist að DeSantis Eftir að ungur rasisti myrti þrjár svartar manneskjur í Jacksonville í Flórída um helgina hafa margir reiðst Ron DeSantis, ríkisstjóra. Fyrir árásina hafði hann verið sakaður um að skapa andrúmsloft haturs gegn svörtum Bandaríkjamönnum og öðru þeldökku fólki og reiðin hefur aukist eftir árasina. Erlent 29.8.2023 13:29 DiCaprio hvetur Ísland til að banna hvalveiðar alfarið Bandaríski stórleikarinn Leonardo DiCaprio hvetur íslensk stjórnvöld til þess að banna hvalveiðar til frambúðar í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem fleiri en sextíu milljónir manna fylgja honum. Tímabundið bann við hvalveiðum rennur út á föstudag. Erlent 29.8.2023 09:02 Þrír hengdir vegna hryðjuverkarárásar í Baghdad árið 2016 Þrír voru hengdir í Írak í gær vegna hryðjuverkaárásar í Baghdad árið 2016. Um 300 létu lífið í árásinni, sem var sú mannskæðasta frá innrás Bandaríkjanna og bandamanna árið 2003. Erlent 29.8.2023 08:44 Fyrrverandi ritari Verkamannaflokksins lést á Íslandi í gær Lávarðurinn Alan Haworth, fyrrverandi ritari breska Verkamannaflokksins, lést á ferðalagi til Íslands í gær. Hann var 75 ára. Erlent 29.8.2023 08:08 Átta sentímetra ormur úr pýtonslöngu fjarlægður úr heila konu Taugaskurðlækninum Hari Priya Bandi brá heldur betur í brún þegar hún fann átta sentímetra langan hringorm í framheila konu á sjúkrahúsi í Canberra í Ástralíu. Erlent 29.8.2023 07:15 Áfram einhverjar tafir vegna bilunar á Heathrow Flugmálayfirvöld í Bretlandi vara við því að enn kunni að verða einhverjar tafir á flugi til og frá Heathrow flugvelli í Lundúnum í dag en flugáætlanir fóru verulega úr skorðum í gær vegna bilunar í tölvukerfi. Erlent 29.8.2023 06:47 Kettir Ásu fjarlægðir og komið fyrir í „dauðaathvarfi“ Lögreglan í New York-ríki Bandaríkjanna tók tvo ketti Ásu Ellerup, eiginkonu Rex Heuermann, og kom þeim fyrir á dýraathverfi þar sem dýrin eru drepin finni þau ekki nýjan eiganda. Heuermann er grunaður raðmorðingi, en það var í húsleit lögreglu á heimili hans og Ásu þar sem kettirnir voru fjarlægðir. Erlent 28.8.2023 17:31 „Almenningur á rétt á að þetta mál sé tekið fyrir hratt og örugglega“ Réttarhöldin í máli sérstaks saksóknara dómsmálaráðuneytisins gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, munu hefjast þann 4. mars á næsta ári. Þetta er eitt af fjórum dómsmálum gegn Trump og tveimur sem Jack Smith, áðurnefndur saksóknari, hefur höfðað gegn honum. Erlent 28.8.2023 16:06 Sendir herforingjastjórn Níger tóninn Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að sendiherra landsins í Níger verði ekki kallaður heim, þó herforingjar sem tóku nýverið völd í landinu hafi krafist þess. Macron segir herforingjana ekki hafa umboð til að setja slíkar kröfur fram. Erlent 28.8.2023 13:53 Síðustu dagar Prígósjíns: Kepptist við að halda veldi sínu saman Rússneski auðjöfurinn Jevgení Prígósjín, sem stofnaði og fjármagnaði meðal annars málaliðahópinn Wagner Group, varði sínum síðustu dögum á flakki um heiminn og reyndi að halda lífi í viðskiptaveldi sínu í Afríku og Mið-Austurlöndum. Varnarmálaráðuneyti Rússlands beitti hann miklum þrýstingi og var að bola Wagner út. Erlent 28.8.2023 11:19 Banna skósíða kyrtla í skólum landsins Gabriel Attal, menntamálaráðherra Frakklands, segist hafa ákveðið að banna stúlkum og konum að klæðast „abaya“, víðum skósíðum kyrtlum í ríkisreknum skólum landsins. Erlent 28.8.2023 08:21 Íbúar Hallstatt mótmæla massatúrisma Íbúar í austurríska smábænum Hallstatt hafa mótmælt þeim gríðarlega straumi ferðamanna sem liggur til bæjarins allan ársins hring. Íbúarnir stöðvuðu í gær umferð um jarðgöng sem er aðalumferðaræðin inn í bæinn. Erlent 28.8.2023 07:47 Stærsti kókaínfundur í sögu Spánar Lögreglan á Spáni lagði hald á tæp 10 tonn af kókaíni í vikunni. Þetta er stærsti eiturlyfjafundur í sögu Spánar. Talið er að 30 glæpasamtök í Evrópu komi að smyglinu. Erlent 27.8.2023 15:16 Árásarmaðurinn í Kristjaníu átján ára Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur handtekið átján ára gamlan mann í tengslum við skotárás í Kristjaníu í gærkvöldi. Hann er grunaður um morð og tilraunir til morðs í félagi við óþekktan vitorðsmann. Erlent 27.8.2023 14:00 Græddi tæpan milljarð á fangamyndinni Myndin sem tekin var af Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, þegar hann gaf sig fram í Fulton sýslu á fimmtudag, hefur með varningssölu skilað 7,1 milljón Bandaríkjadala í kosningasjóð Trump. Erlent 27.8.2023 13:39 Prigozhin úrskurðaður látinn eftir erfðarannsókn Eigandi Wagner málaliðahópsins, Yevgeny Prigozhin, hefur verið úrskurðaður látinn samkvæmt niðurstöðum úr erfðarannsókn sem gerð var á líkamsleifunum sem fundust í braki einkaþotu Prigozhin sem hrapaði á miðvikudag. Erlent 27.8.2023 11:31 Myrti þrjá svarta með riffli skreyttum hakakrossum Ungur bandarískur karlmaður myrti þrjár svartar manneskjur í verslun í Jacksonville í Flórída í gær áður en hann svipti sig lífi. Lögreglan í borginni segir skotárásina hafa verið hatursglæp framinn vegna haturs mannsins á svörtu fólki. Erlent 27.8.2023 09:34 Schofield sagður stefna á endurkomu á skjáinn og útgáfu ævisögu Phillip Schofield, sem hætti hjá ITV í maí eftir skandal sem tengdist sambandi hans við yngri samstarfsmann, virðist ætla að endurreisa feril sinn með útgáfu ævisögu og endurkomu á sjónvarpsskjáinn á TalkTV. Erlent 26.8.2023 23:47 Fjórir látnir eftir skotárás í Flórída Að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir skotárás í verslun í Jacksonville í Flórída í dag. Ekki er búið að nafngreina skotmanninn en hann ku vera látinn og hafði ritað stefnuyfirlýsingu um áætlanir sínar áður en hann framkvæmdi árásina. Erlent 26.8.2023 23:02 Einn látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Þrítugur karlmaður lést í skotárás tveggja grímuklæddra manna í Kristjaníu í Kaupmannahöfn fyrr í kvöld. Alls voru fimm skotnir, þar af einn lífshættulega en líðan hans er nú stöðug. Skotmennirnir flúðu á rafskútum og eru enn ófundnir. Erlent 26.8.2023 21:24 « ‹ 131 132 133 134 135 136 137 138 139 … 334 ›
Reyna að stöðva leiðangur að flaki Títaniks Bandarísk stjórnvöld reyna nú að koma í veg fyrir fyrirhugaðan leiðangur sem er ætlað að safna munum úr flaki Títaniks á botni Norður-Atlantshafsins. Þau telja að skilgreina skuli flakið sem helgan grafreit. Erlent 30.8.2023 14:04
Hermenn handtóku forseta Gabon Hópur hermanna í Gabon segist hafa handsamað Ali Bongo, forseta landsins. Þrátt fyrir að Bongo hafi kallað eftir mótmælum vegna handtöku hans virðist sem íbúar landsins hafi tekið handtökunni fagnandi. Erlent 30.8.2023 12:14
Óljóst hversu margir fórust í eldunum á Maui Leit að fórnarlömbum gróðureldanna á Maui á Havaí er við það að ljúka. Enn er þó óljóst hversu margir fórust. Leitarflokkar eru taldir hafa fundið allar þær líkamsleifar sem hægt er að finna. Erlent 30.8.2023 12:07
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Harðir bardagar í suðri Úkraínskir hermenn hafa náð tiltölulega miklum árangri í Sapórisjíahéraði í suðurhluta Úkraínu á undanförnum dögum og vikum. Svo virðist sem aukinn hraði hafi færst í framsókn Úkraínumanna nærri bænum Robotyne en Rússar hafa sent sínar bestu hersveitir á svæðið til að stöðva sóknina. Erlent 30.8.2023 10:56
Ætla ekki að rannsaka flugvélarhrap Prigozhin eftir alþjóðareglum Rússnesk yfirvöld synjuðu ósk brasilískra flugmálayfirvalda um sameiginlega rannsókn eftir alþjóðlegum reglum á því hvað grandaði flugvél Jevgeníj Prigozhin, rússneska málaliðaforingjans, að svo stöddu. Rússar eru ekki skyldugir til þess þó að alþjóðleg flugmálayfirvöld mæli með því. Erlent 30.8.2023 08:57
Kanada gefur út viðvörun vegna ferða hinsegin fólks til Bandaríkjanna Stjórnvöld í Kanada hafa gefið út ferðaviðvörun til hinsegin fólks sem hyggst ferðast til Bandaríkjanna. Ástæðan eru ný lög og reglur í sumum ríkjum Bandaríkjanna, sem gætu mögulega haft áhrif á hinsegin ferðalanga. Erlent 30.8.2023 08:09
Fellibylurinn Idalia ógnar íbúum Flórída Íbúar Flórída í Bandaríkjunum búa sig nú undir að fellibylurinn Idalia nái að strönd ríkisins. Erlent 30.8.2023 07:30
Umfangsmiklar árásir í nótt á báða bóga Úkraínumenn gerðu í nótt víðtækar drónaárásir á svæði í Rússlandi. Í einni árásinni voru tvær flutningavélar sprengdar í loft upp á Pskov flugvellinum er í mörg hundruð kílómetra fjarlægð frá víglínunni í Úkraínu. Erlent 30.8.2023 07:24
Stjórnmálaflokkur kjörins forseta bannaður Sigur Bernarndo Arévalo í forsetakosningunum í Gvatemala var staðfestur í gær. Stjórnmálaflokkur hans var hins vegar bannaður tímabundið. Arévalo segir úrskurðinn lögleysu og að flokkurinn ætli að kæra hann. Erlent 29.8.2023 15:36
Rannsókn hætt á meintum brotum Rammstein söngvarans Rannsókn á meintum kynferðisbrotum Till Lindemann, söngvara þýsku hljómsveitarinnar Rammstein, hefur verið hætt af saksóknara í Þýskalandi. Ástæðan er að ekki fundust nægilega mikil sönnunargögn fyrir hinum meintu brotum og þá vildi enginn stíga fram sem vitni. Erlent 29.8.2023 15:07
Reiði beinist að DeSantis Eftir að ungur rasisti myrti þrjár svartar manneskjur í Jacksonville í Flórída um helgina hafa margir reiðst Ron DeSantis, ríkisstjóra. Fyrir árásina hafði hann verið sakaður um að skapa andrúmsloft haturs gegn svörtum Bandaríkjamönnum og öðru þeldökku fólki og reiðin hefur aukist eftir árasina. Erlent 29.8.2023 13:29
DiCaprio hvetur Ísland til að banna hvalveiðar alfarið Bandaríski stórleikarinn Leonardo DiCaprio hvetur íslensk stjórnvöld til þess að banna hvalveiðar til frambúðar í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem fleiri en sextíu milljónir manna fylgja honum. Tímabundið bann við hvalveiðum rennur út á föstudag. Erlent 29.8.2023 09:02
Þrír hengdir vegna hryðjuverkarárásar í Baghdad árið 2016 Þrír voru hengdir í Írak í gær vegna hryðjuverkaárásar í Baghdad árið 2016. Um 300 létu lífið í árásinni, sem var sú mannskæðasta frá innrás Bandaríkjanna og bandamanna árið 2003. Erlent 29.8.2023 08:44
Fyrrverandi ritari Verkamannaflokksins lést á Íslandi í gær Lávarðurinn Alan Haworth, fyrrverandi ritari breska Verkamannaflokksins, lést á ferðalagi til Íslands í gær. Hann var 75 ára. Erlent 29.8.2023 08:08
Átta sentímetra ormur úr pýtonslöngu fjarlægður úr heila konu Taugaskurðlækninum Hari Priya Bandi brá heldur betur í brún þegar hún fann átta sentímetra langan hringorm í framheila konu á sjúkrahúsi í Canberra í Ástralíu. Erlent 29.8.2023 07:15
Áfram einhverjar tafir vegna bilunar á Heathrow Flugmálayfirvöld í Bretlandi vara við því að enn kunni að verða einhverjar tafir á flugi til og frá Heathrow flugvelli í Lundúnum í dag en flugáætlanir fóru verulega úr skorðum í gær vegna bilunar í tölvukerfi. Erlent 29.8.2023 06:47
Kettir Ásu fjarlægðir og komið fyrir í „dauðaathvarfi“ Lögreglan í New York-ríki Bandaríkjanna tók tvo ketti Ásu Ellerup, eiginkonu Rex Heuermann, og kom þeim fyrir á dýraathverfi þar sem dýrin eru drepin finni þau ekki nýjan eiganda. Heuermann er grunaður raðmorðingi, en það var í húsleit lögreglu á heimili hans og Ásu þar sem kettirnir voru fjarlægðir. Erlent 28.8.2023 17:31
„Almenningur á rétt á að þetta mál sé tekið fyrir hratt og örugglega“ Réttarhöldin í máli sérstaks saksóknara dómsmálaráðuneytisins gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, munu hefjast þann 4. mars á næsta ári. Þetta er eitt af fjórum dómsmálum gegn Trump og tveimur sem Jack Smith, áðurnefndur saksóknari, hefur höfðað gegn honum. Erlent 28.8.2023 16:06
Sendir herforingjastjórn Níger tóninn Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að sendiherra landsins í Níger verði ekki kallaður heim, þó herforingjar sem tóku nýverið völd í landinu hafi krafist þess. Macron segir herforingjana ekki hafa umboð til að setja slíkar kröfur fram. Erlent 28.8.2023 13:53
Síðustu dagar Prígósjíns: Kepptist við að halda veldi sínu saman Rússneski auðjöfurinn Jevgení Prígósjín, sem stofnaði og fjármagnaði meðal annars málaliðahópinn Wagner Group, varði sínum síðustu dögum á flakki um heiminn og reyndi að halda lífi í viðskiptaveldi sínu í Afríku og Mið-Austurlöndum. Varnarmálaráðuneyti Rússlands beitti hann miklum þrýstingi og var að bola Wagner út. Erlent 28.8.2023 11:19
Banna skósíða kyrtla í skólum landsins Gabriel Attal, menntamálaráðherra Frakklands, segist hafa ákveðið að banna stúlkum og konum að klæðast „abaya“, víðum skósíðum kyrtlum í ríkisreknum skólum landsins. Erlent 28.8.2023 08:21
Íbúar Hallstatt mótmæla massatúrisma Íbúar í austurríska smábænum Hallstatt hafa mótmælt þeim gríðarlega straumi ferðamanna sem liggur til bæjarins allan ársins hring. Íbúarnir stöðvuðu í gær umferð um jarðgöng sem er aðalumferðaræðin inn í bæinn. Erlent 28.8.2023 07:47
Stærsti kókaínfundur í sögu Spánar Lögreglan á Spáni lagði hald á tæp 10 tonn af kókaíni í vikunni. Þetta er stærsti eiturlyfjafundur í sögu Spánar. Talið er að 30 glæpasamtök í Evrópu komi að smyglinu. Erlent 27.8.2023 15:16
Árásarmaðurinn í Kristjaníu átján ára Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur handtekið átján ára gamlan mann í tengslum við skotárás í Kristjaníu í gærkvöldi. Hann er grunaður um morð og tilraunir til morðs í félagi við óþekktan vitorðsmann. Erlent 27.8.2023 14:00
Græddi tæpan milljarð á fangamyndinni Myndin sem tekin var af Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, þegar hann gaf sig fram í Fulton sýslu á fimmtudag, hefur með varningssölu skilað 7,1 milljón Bandaríkjadala í kosningasjóð Trump. Erlent 27.8.2023 13:39
Prigozhin úrskurðaður látinn eftir erfðarannsókn Eigandi Wagner málaliðahópsins, Yevgeny Prigozhin, hefur verið úrskurðaður látinn samkvæmt niðurstöðum úr erfðarannsókn sem gerð var á líkamsleifunum sem fundust í braki einkaþotu Prigozhin sem hrapaði á miðvikudag. Erlent 27.8.2023 11:31
Myrti þrjá svarta með riffli skreyttum hakakrossum Ungur bandarískur karlmaður myrti þrjár svartar manneskjur í verslun í Jacksonville í Flórída í gær áður en hann svipti sig lífi. Lögreglan í borginni segir skotárásina hafa verið hatursglæp framinn vegna haturs mannsins á svörtu fólki. Erlent 27.8.2023 09:34
Schofield sagður stefna á endurkomu á skjáinn og útgáfu ævisögu Phillip Schofield, sem hætti hjá ITV í maí eftir skandal sem tengdist sambandi hans við yngri samstarfsmann, virðist ætla að endurreisa feril sinn með útgáfu ævisögu og endurkomu á sjónvarpsskjáinn á TalkTV. Erlent 26.8.2023 23:47
Fjórir látnir eftir skotárás í Flórída Að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir skotárás í verslun í Jacksonville í Flórída í dag. Ekki er búið að nafngreina skotmanninn en hann ku vera látinn og hafði ritað stefnuyfirlýsingu um áætlanir sínar áður en hann framkvæmdi árásina. Erlent 26.8.2023 23:02
Einn látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Þrítugur karlmaður lést í skotárás tveggja grímuklæddra manna í Kristjaníu í Kaupmannahöfn fyrr í kvöld. Alls voru fimm skotnir, þar af einn lífshættulega en líðan hans er nú stöðug. Skotmennirnir flúðu á rafskútum og eru enn ófundnir. Erlent 26.8.2023 21:24