SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2024 15:38 Tölvuteiknuð mynd sem sýnir hvernig Dragonfly gæti litið út. NASA/Johns Hopkins APL/Steve Gribben Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa samið við SpaceX um að senda kjarnorkuknúið könnunarfar af stað til tunglsins Títan, sem er á braut um Satúrnus, árið 2028. Skjóta á Dragonfly-þyrludrónanum á loft með Falcon Heavy eldflaug SpaceX en ferðin sjálf mun taka sex ár. Dragonfly er kjarnorkuknúinn þyrludróni sem verður á stærð við lítinn bíl og á hann að leita lífrænna sameinda og mögulegra ummerkja lífs á Títan. Upprunalega stóð til að skjóta Dragonfly af stað árið 2026 en nú á að skjóta geimfarinu á loft þann 25. júlí 2028 og er vonast til þess að Dragonfly lendi á Títan árið 2034. Sjá einnig: Kjarnorkuknúin drónaþyrla mun leita að lífrænum sameindum á Títan Títan er stærsta tungl Satúrnusar og næst stærsta tungl sólkerfisins. Það er einnig eina tungl sólkerfisins sem hefur þykkt andrúmsloft. Vegna þessa og vegna þess að þyngdarkrafturinn þar er tiltölulega lítill þykir notkun þyrludróna sérstaklega hentug. Ekki er þó hægt að reiða á sólarorku á Títan, vegna þykktar andrúmsloftsins og þarf dróninn því að vera kjarnorkuknúinn. Títan er einnig eini hnötturinn í sólkerfinu, fyrir utan jörðina, þar sem vitað er til þess að finna megi vökva á yfirborðinu og er talið að finna megið mikið af vatni í fljótandi formi undir yfirborði tunglsins. Kostnaður langt umfram áætlanir Þróun og smíði Drekaflugunnar er á höndum verkfræðinga Johns Hopkins Applied Physics Laboratory (APL) í Bandaríkjunum, sem vinna náið með vísindamönnum NASA. Fleiri fyrirtæki og stofnanir koma einnig að verkefninu og má þar meðal annars nefna Lockheed Martin, Ames Research Center, Jet Propulsion Laboratory, CNES í Frakklandi, DLR í Þýskalandi, JAXA í Japan og fleiri. Í frétt SpaceNews segir að Dragonfly verkefnið hafi staðist endurskoðun í apríl en þá hafi þó komið í ljós að kostnaður við það hafi farið langt fram úr áætlunum. Áætlaður kostnaður fyrir verkefnið var þó kominn í 3,35 milljarða dala. Forsvarsmenn NASA sögðu að rekja mætti hækkunina til að nokkurra ástæðna. Þeirra á meðal eru tafir sem hafa orðið á verkefninu og hækkaði kostnaður við bæði vinnu og aðföng vegna faraldurs Covid. Geimurinn Satúrnus Vísindi Bandaríkin SpaceX Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Dragonfly er kjarnorkuknúinn þyrludróni sem verður á stærð við lítinn bíl og á hann að leita lífrænna sameinda og mögulegra ummerkja lífs á Títan. Upprunalega stóð til að skjóta Dragonfly af stað árið 2026 en nú á að skjóta geimfarinu á loft þann 25. júlí 2028 og er vonast til þess að Dragonfly lendi á Títan árið 2034. Sjá einnig: Kjarnorkuknúin drónaþyrla mun leita að lífrænum sameindum á Títan Títan er stærsta tungl Satúrnusar og næst stærsta tungl sólkerfisins. Það er einnig eina tungl sólkerfisins sem hefur þykkt andrúmsloft. Vegna þessa og vegna þess að þyngdarkrafturinn þar er tiltölulega lítill þykir notkun þyrludróna sérstaklega hentug. Ekki er þó hægt að reiða á sólarorku á Títan, vegna þykktar andrúmsloftsins og þarf dróninn því að vera kjarnorkuknúinn. Títan er einnig eini hnötturinn í sólkerfinu, fyrir utan jörðina, þar sem vitað er til þess að finna megi vökva á yfirborðinu og er talið að finna megið mikið af vatni í fljótandi formi undir yfirborði tunglsins. Kostnaður langt umfram áætlanir Þróun og smíði Drekaflugunnar er á höndum verkfræðinga Johns Hopkins Applied Physics Laboratory (APL) í Bandaríkjunum, sem vinna náið með vísindamönnum NASA. Fleiri fyrirtæki og stofnanir koma einnig að verkefninu og má þar meðal annars nefna Lockheed Martin, Ames Research Center, Jet Propulsion Laboratory, CNES í Frakklandi, DLR í Þýskalandi, JAXA í Japan og fleiri. Í frétt SpaceNews segir að Dragonfly verkefnið hafi staðist endurskoðun í apríl en þá hafi þó komið í ljós að kostnaður við það hafi farið langt fram úr áætlunum. Áætlaður kostnaður fyrir verkefnið var þó kominn í 3,35 milljarða dala. Forsvarsmenn NASA sögðu að rekja mætti hækkunina til að nokkurra ástæðna. Þeirra á meðal eru tafir sem hafa orðið á verkefninu og hækkaði kostnaður við bæði vinnu og aðföng vegna faraldurs Covid.
Geimurinn Satúrnus Vísindi Bandaríkin SpaceX Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira