Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Lovísa Arnardóttir skrifar 25. nóvember 2024 09:22 Calin Georgescu háði sína baráttu að mestu á TikToko. Vísir/AP Þjóðernissinninn Calin Georgescu leiðir óvænt eftir fyrri umferð forsetakosninga í Rúmeníu. Georgescu er hægrisinnaður og styður Rússland. Eftir að 96 prósent atkvæða hafa verið talin leiðir Georgescu með 22 prósent allra atkvæða. Helsti andstæður hans, Evrópusinninn Marcel Ciolacu er með 20 prósent atkvæða. Ciolacu er forsætisráðherra landsins. Kjörsókn var um 51 prósent sem er svipað og í síðustu kosningum fyrir fimm árum. Í frétt BBC um kosningarnar segir að sigur Georgescu sé nokkuð óvæntur. Hann hafi engan flokk að baki sér og hafi háð sína kosningabaráttu að mestu á samfélagsmiðlinum TikTok. Í annarri umferð forsetakosninganna munu þeir tveir því takast á. Í fréttinni segir að það setji milljónir Rúmena sem kusu annan frambjóðanda í mikinn vanda. Fólk geti annað hvort stutt Ciolacu og þannig við áframhaldandi vegferð hans að Evrópu og vestrænum gildum eða Georgescu sem talar fyrir fullveldi og sjálfstæði Rúmeníu. Georgescu hefur talað fyrir því að binda enda á það sem hann kallar undirlægjuhátt við Evrópusambandið og Nató, og þá sérstaklega í sambandi við stuðning þeirra við Úkraínu. Niðurstöður liggja fyrir síðar í dag Niðurstöður úr fyrri atkvæðagreiðslunni munu liggja fyrir síðar í dag en enn á eftir að telja einhver atkvæði frá Búkarest og frá þeim sem kusu erlendis frá. Í frétt BBC segir að frambjóðendur hafi í kosningabaráttunni lagt mikla áherslu á hærri framfærslukostnað og að í Rúmeníu sé hæsta hlutfall þeirra sem eru í hættu á að búa við fátækt í Evrópu. Skoðanakannanir bentu til þess í gær að Ciolacu myndi taka forystu í fyrri hluta kosninganna og að Elena Lasconi myndi vera í öðru sæti. Í frétt BBC segir að hún sé á miðju og til hægri. Hún sé eins og er, miðað við talningu, í þriðja sæti með 18 prósent atkvæða og George Simion í því fjórða. Hlutverk forseta Rúmeníu að mestu táknrænt en í frétt BBC segir að hann hafi þó töluverð áhrif á til dæmis utanríkisstefnu landsins. Rúmenía Úkraína Evrópusambandið NATO Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Helsti andstæður hans, Evrópusinninn Marcel Ciolacu er með 20 prósent atkvæða. Ciolacu er forsætisráðherra landsins. Kjörsókn var um 51 prósent sem er svipað og í síðustu kosningum fyrir fimm árum. Í frétt BBC um kosningarnar segir að sigur Georgescu sé nokkuð óvæntur. Hann hafi engan flokk að baki sér og hafi háð sína kosningabaráttu að mestu á samfélagsmiðlinum TikTok. Í annarri umferð forsetakosninganna munu þeir tveir því takast á. Í fréttinni segir að það setji milljónir Rúmena sem kusu annan frambjóðanda í mikinn vanda. Fólk geti annað hvort stutt Ciolacu og þannig við áframhaldandi vegferð hans að Evrópu og vestrænum gildum eða Georgescu sem talar fyrir fullveldi og sjálfstæði Rúmeníu. Georgescu hefur talað fyrir því að binda enda á það sem hann kallar undirlægjuhátt við Evrópusambandið og Nató, og þá sérstaklega í sambandi við stuðning þeirra við Úkraínu. Niðurstöður liggja fyrir síðar í dag Niðurstöður úr fyrri atkvæðagreiðslunni munu liggja fyrir síðar í dag en enn á eftir að telja einhver atkvæði frá Búkarest og frá þeim sem kusu erlendis frá. Í frétt BBC segir að frambjóðendur hafi í kosningabaráttunni lagt mikla áherslu á hærri framfærslukostnað og að í Rúmeníu sé hæsta hlutfall þeirra sem eru í hættu á að búa við fátækt í Evrópu. Skoðanakannanir bentu til þess í gær að Ciolacu myndi taka forystu í fyrri hluta kosninganna og að Elena Lasconi myndi vera í öðru sæti. Í frétt BBC segir að hún sé á miðju og til hægri. Hún sé eins og er, miðað við talningu, í þriðja sæti með 18 prósent atkvæða og George Simion í því fjórða. Hlutverk forseta Rúmeníu að mestu táknrænt en í frétt BBC segir að hann hafi þó töluverð áhrif á til dæmis utanríkisstefnu landsins.
Rúmenía Úkraína Evrópusambandið NATO Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira