Erlent

Ræddi ríkisleyndarmál við ástralskan auðjöfur

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er talinn hafa sagt áströlskum auðjöfri ríkisleyndarmál um bandaríska kjarnorkukafbáta og kjarnorkuvopn. Þetta er Trump sagður hafa gert á viðburði í Mar-a-Lago, heimili og sveitaklúbbi hans, eftir að hann flutti úr Hvíta húsinu.

Erlent

Sótt að Biden vegna nýrra fram­kvæmda við landa­mæram­úrinn

Þingmenn bæði úr röðum Repúblikana og Demókrata hafa gagnrýnt Joe Biden Bandaríkjaforseta eftir að stjórn hans tilkynnti að grænt ljós hefði verið gefið á framkvæmdir við byggingu nýs kafla af múrnum á landamærunum að Mexíkó. Umræddur kafli er rúmlega þrjátíu kílómetrar að lengd og að finna á strjálbýlu svæði í Texas.

Erlent

Segja 49 hafa fallið í árás á matvöruverslun

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir 49 manns hafa fallið í árás Rússa á matvöruverslun og kaffihús í þorpinu Hroza í Karkívhéraði. Sex ára drengur er meðal hinna látnu en minnst sex aðrir særðust í árásinni.

Erlent

Fannst látinn í sjónum við Kristiansand

Fjörutíu og sex ára karlmaður sem lögregla í Noregi lýsti eftir í síðustu viku vegna dráps á mæðgum í Kristiansand hefur fundist látinn. Maðurinn fannst látinn í sjónum, milli eyjanna Dybingen og Svensholmen fyrir utan bæinn.

Erlent

Mannskæð skyndiflóð á Indlandi

Minnst fjórtán eru látnir og rúmlega hundrað er saknað vegna skyndiflóða á norðanverður Indlandi. Mikil rigning hefur verið á svæðinu og hafa björgunarsveitir staðið í ströngu frá því í gærmorgun. Rúmlega tvö þúsund manns hefur verið bjargað undan flóðunum.

Erlent

Enn rýmt á Tenerife vegna gróður­elda

Um það bil 3.000 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín á Tenerife vegna gróðurelda. Um er að ræða íbúa á sama svæði og rýma þurfti í ágúst síðastliðnum, sömuleiðis vegna gróðurelda.

Erlent

Nota lífsýni til að bera kennsl á lík

Enn er ekki búið að bera kennsl á alla þá sem dóu þegar rúta fór fram af brú nærri Feneyjum á Ítalíu í gær. Minnst 21 lést en 39 ferðamenn voru um borð í rútunni. Líklega þarf að nota lífsýni til að bera kennsl á einhver líkanna, þar sem engin skilríki fundust á þeim.

Erlent

Sundr­að­ir Rep­úbl­ik­an­ar gefa sér viku

Átta Repúblikanar, af 220 í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, veltu Kevin McCarthy, fyrrverandi forseta fulltrúadeildarinnar, úr sessi í gærkvöldi. Þetta eru margir af sömu þingmönnunum og komu lengi í veg fyrir að hann yrði forseti í upphafi kjörtímabilsins.

Erlent

Vísa 1,7 milljónum Afgana úr landi

Yfirvöld í Pakistan tilkynntu í gær að öllum ólöglegum flóttamönnum verði vísað úr landi strax í næsta mánuði. Þó Sarfraz Bugti, starfandi innanríkisráðherra Pakistans, segi að þessar aðgerðir beinist ekki gegn Afgönum er áætlað að þær muni leiða til þess að um 1,7 milljónir Afgana verði reknir úr landi.

Erlent

Frakkar fárast yfir veggjalúsafar­aldri

Veggjalúsaplága gengur nú yfir í París og fleiri borgum í Frakklandi en þrátt fyrir að lýsnar séu sannarlega „út um allt“ og frekar ógeðfelldar segja sérfræðingar ógnina þó ýkta á samfélagsmiðlum.

Erlent