Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. mars 2025 06:36 Það sauð upp úr í Hvíta húsinu fyrir helgi og samskipti Bandaríkjanna og Úkraínu virðast komin í hnút. AP/Mystyslav Chemov Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað að öll hernaðaraðstoð við Úkraínu verði sett á bið. Tilskipunin nær meðal annars til vopnasendinga sem samþykktar voru í forsetatíð Joe Biden og eru einhvers staðar á leið til Úkraínu. New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að sendingarnar, og vopnapantanir, verði á bið þar til stjórnvöld í Úkraínu hafi sýnt fram á að þau séu raunverulega reiðubúin til að ganga til friðarviðræðna. Þá hefur Washington Post eftir embættismanni að Trump hafi verið afar skýr varðandi það að hann vilji frið í Úkraínu og að bandamenn þurfi að vera á sömu síðu. Stjórnvöld vilji vera viss um að aðstoð til handa Úkraínu sé að stuðla að friði, ekki frekari átökum. Stjórnvöld í Rússlandi munu án efa fagna ákvörðuninni en Vladimir Pútín Rússlandsforseti er sagður geta nýtt sér stöðuna annars vegar með því að gefa í árásir á Úkraínu og freista þess að sölsa undir sig meira landsvæði og hins vegar með því að halda sig til hlés og sjá hvernig spilast úr deilu Bandaríkjamanna og Úkraínumanna. Ákvörðun Trump er algjörlega á skjön við yfirlýsingar ráðamanna í Evrópu undanfarna daga en þeir hafa heitið áframhaldandi stuðningi við Úkraínu. Evrópuríkin munu hins vegar ekki geta bætt Úkraínumönnum upp missinn sem ákvörðun Trump hefur í för með sér. Samkvæmt embættismönnum Atlantshafsbandalagsins duga vopnabirgðir Úkraínumanna til ríflega sex mánaða. Úkraína framleiðir um þriðjung af eigin vopnum en er háð íhlutum frá Bandaríkjunum. Þá er vert að geta þess að ársframleiðsla Nató-ríkjanna utan Bandaríkjanna jafnast á við þriggja mánaða framleiðslu Rússa. Stjórnvöld vestanhafs virðast staðráðin í því að bæta samskipti sín við Rússa en greint var frá því í gær að verið væri að leggja drög að því að aflétta refsiaðgerðum. Bandaríkin Donald Trump Úkraína Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Sjá meira
New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að sendingarnar, og vopnapantanir, verði á bið þar til stjórnvöld í Úkraínu hafi sýnt fram á að þau séu raunverulega reiðubúin til að ganga til friðarviðræðna. Þá hefur Washington Post eftir embættismanni að Trump hafi verið afar skýr varðandi það að hann vilji frið í Úkraínu og að bandamenn þurfi að vera á sömu síðu. Stjórnvöld vilji vera viss um að aðstoð til handa Úkraínu sé að stuðla að friði, ekki frekari átökum. Stjórnvöld í Rússlandi munu án efa fagna ákvörðuninni en Vladimir Pútín Rússlandsforseti er sagður geta nýtt sér stöðuna annars vegar með því að gefa í árásir á Úkraínu og freista þess að sölsa undir sig meira landsvæði og hins vegar með því að halda sig til hlés og sjá hvernig spilast úr deilu Bandaríkjamanna og Úkraínumanna. Ákvörðun Trump er algjörlega á skjön við yfirlýsingar ráðamanna í Evrópu undanfarna daga en þeir hafa heitið áframhaldandi stuðningi við Úkraínu. Evrópuríkin munu hins vegar ekki geta bætt Úkraínumönnum upp missinn sem ákvörðun Trump hefur í för með sér. Samkvæmt embættismönnum Atlantshafsbandalagsins duga vopnabirgðir Úkraínumanna til ríflega sex mánaða. Úkraína framleiðir um þriðjung af eigin vopnum en er háð íhlutum frá Bandaríkjunum. Þá er vert að geta þess að ársframleiðsla Nató-ríkjanna utan Bandaríkjanna jafnast á við þriggja mánaða framleiðslu Rússa. Stjórnvöld vestanhafs virðast staðráðin í því að bæta samskipti sín við Rússa en greint var frá því í gær að verið væri að leggja drög að því að aflétta refsiaðgerðum.
Bandaríkin Donald Trump Úkraína Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Sjá meira