Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. mars 2025 10:52 Stjórnvöld í Úkraínu og víðar hljóta nú að bíða eftir næsta útspili Trump en hann mun ávarpa Bandaríkjaþing í kvöld og boðar tíðindi. AP/Ben Curtis Ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta um að stöðva vopnasendingar til Úkraínu hefur vakið hörð viðbrögð í Evrópu. Ákvörðun var tekin án nokkurs samráðs. Stjórnvöld vestanhafs hafa meðal annars rökstutt ákvörðunina með því að vísa til þess að ætlunin sé að leggja mat á það hvort áframhaldandi hernaðarstuðningur sé líklegri til að stuðla að friði eða áframhaldandi átökum. Benjamin Haddad, ráðherra Evrópumála í Frakklandi, segir svarið hins vegar liggja ljóst fyrir; stöðvun vopnasendinga muni aðeins gera frið að fjarlægari draum, þar sem hún styrki stöðu Rússlands. Stjórnvöld í Bretlandi brugðust við fregnunum í morgun með því að senda frá sér yfirlýsingu þar sem stuðningur Breta við Úkraínu er ítrekaður. Bretar séu staðráðnir í því að koma á varanlegum friði í landinu og eigi í samstarfi við bandamenn hvað það varðar. Oleksandr Merezhko, formaður utanríkismálanefndar Úkraínuþings, líkti ákvörðun Trump við ákvörðun bandamanna árið 1938 að sjá í gegnum fingur sér þegar Hitler hernam Súdetaland. „Að stöðva aðstoðina núna er aðstoð við Pútín. Á yfirborðinu þá lítur þetta verulega illa út. Það lítur út fyrir að [Donald Trump] sé að neyða okkur til að ganga að kröfum Rússa. Aðalatriðið er að þetta er sálrænt áfall, stjórnmálalegt áfall, fyrir Úkraínu. Þetta hjálpar ekki baráttuandanum,“ sagði Merezhko. Petr Fiala, forsætisráðherra Tékklands, segir ákvörðun Trump kalla á stefnubreytingu hjá Evrópuríkjunum. Þau þurfi að auka efnahagslegt- og hernaðarlegt sjálfstæði sitt og getu og taka öryggismálin í eigin hendur. Ursula von der Leyen segir áætlanir um að auka útgjöld til varnarmála munu kosta 800 milljarða evra. Evrópusambandið muni leggja fram tillögur um að veita aðildarríkjunum aukið fjárhagslegt rými og lána 150 milljarða evra til fjárfestinga í varnarmálum, auk þess að fá einkafjárfesta að borðinu. Stjórnvöld í Rússlandi og Ungverjalandi eru þau einu sem hafa fagnað ákvörðun Trump. Talsmaður Victor Orbán sagði stjórnvöld sammála ráðamönnum vestanhafs um að vopnasendingar þyrftu að víkja fyrir friðarviðræðum. Þá sagði Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, að um væri að ræða besta framlagið til friðar; ákvörðun sem gæti raunverulega komið Úkraínumönnum að samningaborðinu. Bandaríkin Evrópusambandið Rússland Ungverjaland Bretland Frakkland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira
Stjórnvöld vestanhafs hafa meðal annars rökstutt ákvörðunina með því að vísa til þess að ætlunin sé að leggja mat á það hvort áframhaldandi hernaðarstuðningur sé líklegri til að stuðla að friði eða áframhaldandi átökum. Benjamin Haddad, ráðherra Evrópumála í Frakklandi, segir svarið hins vegar liggja ljóst fyrir; stöðvun vopnasendinga muni aðeins gera frið að fjarlægari draum, þar sem hún styrki stöðu Rússlands. Stjórnvöld í Bretlandi brugðust við fregnunum í morgun með því að senda frá sér yfirlýsingu þar sem stuðningur Breta við Úkraínu er ítrekaður. Bretar séu staðráðnir í því að koma á varanlegum friði í landinu og eigi í samstarfi við bandamenn hvað það varðar. Oleksandr Merezhko, formaður utanríkismálanefndar Úkraínuþings, líkti ákvörðun Trump við ákvörðun bandamanna árið 1938 að sjá í gegnum fingur sér þegar Hitler hernam Súdetaland. „Að stöðva aðstoðina núna er aðstoð við Pútín. Á yfirborðinu þá lítur þetta verulega illa út. Það lítur út fyrir að [Donald Trump] sé að neyða okkur til að ganga að kröfum Rússa. Aðalatriðið er að þetta er sálrænt áfall, stjórnmálalegt áfall, fyrir Úkraínu. Þetta hjálpar ekki baráttuandanum,“ sagði Merezhko. Petr Fiala, forsætisráðherra Tékklands, segir ákvörðun Trump kalla á stefnubreytingu hjá Evrópuríkjunum. Þau þurfi að auka efnahagslegt- og hernaðarlegt sjálfstæði sitt og getu og taka öryggismálin í eigin hendur. Ursula von der Leyen segir áætlanir um að auka útgjöld til varnarmála munu kosta 800 milljarða evra. Evrópusambandið muni leggja fram tillögur um að veita aðildarríkjunum aukið fjárhagslegt rými og lána 150 milljarða evra til fjárfestinga í varnarmálum, auk þess að fá einkafjárfesta að borðinu. Stjórnvöld í Rússlandi og Ungverjalandi eru þau einu sem hafa fagnað ákvörðun Trump. Talsmaður Victor Orbán sagði stjórnvöld sammála ráðamönnum vestanhafs um að vopnasendingar þyrftu að víkja fyrir friðarviðræðum. Þá sagði Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, að um væri að ræða besta framlagið til friðar; ákvörðun sem gæti raunverulega komið Úkraínumönnum að samningaborðinu.
Bandaríkin Evrópusambandið Rússland Ungverjaland Bretland Frakkland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira