Erlent

Gaseitrun talin ó­lík­leg þrátt fyrir gasleka

Jón Þór Stefánsson skrifar
Hjónin Gene Hackman og Betsy Arakawa árið 1986.
Hjónin Gene Hackman og Betsy Arakawa árið 1986. Getty

Rannsókn gasfyrirtækis á heimili bandaríska stórleikarans Gene Hackman í Santa Fe hefur leitt í ljós að minniháttar gasleki var til staðar frá eldahellu. Þrátt fyrir það er ekki talið að gasleikinn hafi átt þátt í andlátum Hackman og eiginkonu hans, Betsy Arakawa píanóleikara.

Eftir að hjónin fundust látin í síðustu viku hafa margar tilgátur og kenningar verið á lofti um hvernig fráfall þeirra bar að. Margir veltu fyrir sér hvort gaseitrun hefði leitt þau til dauð, þar á meðal var dóttir Hackman.

The Independent fjallar um málið. Lögreglan í Santa Fe segir fyrirtæki sem sérhæfir sig í gasi hafa staðfest eftir umfangsmikla rannsókn á mögulegum gasleikum og kolsýringi hafi ekki leitt neitt í ljós sem breyti málinu með afgerandi hætti.

Þó hafi komið í ljós að mælst hafi í loftinu lítið gas, en þó í svo litlu magni að það hafi ekki verið lífshættulegt. Umrætt gas hafi komið frá eldahellu. Ekki er talið að það hafi orðið þeim að bana, en ekki var hægt að sjá að þau hefðu orðið fyrir kolsýringseitrun.

Greint hefur verið frá því að talið sé að hjónin hafi andast viku áður en þau fundust í lok síðustu viku. Ásamt hjónunum fannst einn hundur þeirra látinn. Tveir aðrir hundar voru þó á lífi á lóð þeirra.

Nú er talið líklegt að Hackman hafi dáið 17. febrúar síðastliðinn, þó það sé ekki staðfest.

Enn er til rannsóknar hvað dró hjónin til dauða, en ekki er talið að andlátin hafi borið að með saknæmum hætti. Engir sérstakir áverkar hafa fundist á líkum þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×