Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. mars 2025 07:11 Heimildarmenn New York Times segja ákveðna áhættu felast í ákvörðuninni, sem geri ráð fyrir að Rússar gjaldi líku líkt. Getty/Omar Marques Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað netöryggissveit landsins (U.S. Cyber Command) að hætta í bili öllum aðgerðum gegn Rússum. Engar skýringar hafa verið gefnar á ákvörðuninni en samkvæmt New York Times er um að ræða þátt í umfangsmeiri aðgerðum til að fá Vladimir Pútín Rússlandsforseta að samningaborðinu varðandi Úkraínu. Þá vilja stjórnvöld vestanhafs einnig stuðla að auknum samskiptum milli Bandaríkjanna og Rússlands. NY Times segir ákvörðunina hafa verið tekna áður en fundur Donald Trump Bandaríkjaforseta og Vólódímír Selenskís Úkraínuforseta í Hvíta húsinu fór út um þúfur. Miðillinn segir einnig að erfitt sé að átta sig á því í hverju tilskipun varnarmálaráðherrann felst, þar sem oft sé erfitt að greina á milli varnaraðgerða í netöryggismálum og aðgerða sem beint er gegn óvinveittum aðilum. Hins vegar sé afar mikilvægt að Bandaríkjamenn hafi áfram aðgengi að kerfum í Rússlandi, til að geta fylgst með þróun mála þar í landi og fyrirætlunum Rússa ef og þegar þeir setjast að samningaborðinu. Þar má meðal annars nefna hvaða kröfur stjórnvöld í Moskvu munu gera og hvað þau væru mögulega tilbúin til að gefa eftir. Heimildarmenn NY Times segja ekki óalgengt að skipanir séu gefnar um hlé á aðgerðum af þessu tagi á meðan viðkvæmar viðræður standa yfir en um sé að ræða ákveðna áhættu, þar sem gert sé ráð fyrir að Pútín geri einnig hlé á „skuggastríði“ sínu gegn Vesturlöndum á sama tíma. Rússar hafi haldið netárásum sínum gegn Bandaríkjunum áfram eftir að Trump tók embætti og þeim hafi í raun fjölgað á síðasta ári. Bandaríkjamenn hafi auk þess veitt Evrópumönnum aðstoð í baráttunni gegn netógnum frá Rússlandi en óvíst sé um framhaldið hvað það varðar. Hér má finna ítarlega umfjöllun New York Times um málið. Bandaríkin Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Engar skýringar hafa verið gefnar á ákvörðuninni en samkvæmt New York Times er um að ræða þátt í umfangsmeiri aðgerðum til að fá Vladimir Pútín Rússlandsforseta að samningaborðinu varðandi Úkraínu. Þá vilja stjórnvöld vestanhafs einnig stuðla að auknum samskiptum milli Bandaríkjanna og Rússlands. NY Times segir ákvörðunina hafa verið tekna áður en fundur Donald Trump Bandaríkjaforseta og Vólódímír Selenskís Úkraínuforseta í Hvíta húsinu fór út um þúfur. Miðillinn segir einnig að erfitt sé að átta sig á því í hverju tilskipun varnarmálaráðherrann felst, þar sem oft sé erfitt að greina á milli varnaraðgerða í netöryggismálum og aðgerða sem beint er gegn óvinveittum aðilum. Hins vegar sé afar mikilvægt að Bandaríkjamenn hafi áfram aðgengi að kerfum í Rússlandi, til að geta fylgst með þróun mála þar í landi og fyrirætlunum Rússa ef og þegar þeir setjast að samningaborðinu. Þar má meðal annars nefna hvaða kröfur stjórnvöld í Moskvu munu gera og hvað þau væru mögulega tilbúin til að gefa eftir. Heimildarmenn NY Times segja ekki óalgengt að skipanir séu gefnar um hlé á aðgerðum af þessu tagi á meðan viðkvæmar viðræður standa yfir en um sé að ræða ákveðna áhættu, þar sem gert sé ráð fyrir að Pútín geri einnig hlé á „skuggastríði“ sínu gegn Vesturlöndum á sama tíma. Rússar hafi haldið netárásum sínum gegn Bandaríkjunum áfram eftir að Trump tók embætti og þeim hafi í raun fjölgað á síðasta ári. Bandaríkjamenn hafi auk þess veitt Evrópumönnum aðstoð í baráttunni gegn netógnum frá Rússlandi en óvíst sé um framhaldið hvað það varðar. Hér má finna ítarlega umfjöllun New York Times um málið.
Bandaríkin Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira