Fótbolti

Evrópu­veisla á Stöð 2 Sport í kvöld

Ó­hætt er að segja að fram­undan sé spennandi Evrópu­kvöld hér landi. Fjögur Bestu deildar lið verða í eld­línunni í undan­keppni Sam­bands­deildar Evrópu, leikir sem verða allir sýndir í beinni út­sendingu á sportrásum Stöðvar 2.

Fótbolti

„Erum búnir að skoða þá vel og það er fullt af fínum spilurum þarna“

„Gríðarlega mikil spenna. Klárlega, mér finnst við búnir að spila bara ágætlega undanfarið þó úrslitin hafi ekki verið að ganga með okkur. Þurfum bara að fá tuðruna í netið og þá held ég að við séum í góðum málum,“ sagði Aron Elís Þrándarsson, leikmaður Víkings, fyrir leik kvöldsins gegn Egnatia í undankeppni Sambandsdeildarinnar.

Fótbolti

„Erum andandi ofan í háls­málið á þeim“

„Það er alltaf gaman að fara út á land og spila. Það leggst vel í okkur. Vonandi komum við heim með þrjú stig,“ segir Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Vals. Valskonur eru á leið á Sauðárkrók þar sem þær mæta Tindastóli í Bestu deild kvenna í kvöld.

Íslenski boltinn

Aldrei eins margar á­bendingar um mis­munun á einu tíma­bili

Kick It Out, bresk samtök gegn mismunun í knattspyrnu, greina frá því að aldrei hafi eins margar ábendingar borist á einu tímabili. Samtökin birtu skýrslu um tímabilið 2023–24 í gær. Þar kemur fram að alls hafi borist 1332 ábendingar um mismunun, sem er 32 prósent hækkun frá tímabilinu áður og tvöföldun ef miðað er við tímabilið 2021–22.

Enski boltinn

„Þegar mamma er glöð, þá eru allir glaðir“

Það eru margir sem ráku upp stór augu þegar að Aftur­elding greindi frá því að mark­vörðurinn Jökull Andrés­son kæmi á láni til fé­lagsins frá enska liðinu Rea­ding. Þar með tekur hann slaginn með liðinu í Lengju­deildinni út tíma­bilið. Það eru margir á því að Jökull gæti spilað á hærra getu­stigi. Hann elskar hins vegar pressuna sem fylgir því að vera kominn aftur í upp­eldis­fé­lagið í Mos­fells­bæ.

Íslenski boltinn

„Margt fólk að tjá sig sem veit ekkert“

Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði og leikmaður Bayern Munchen í Þýskalandi, naut þess sérstaklega vel að vinna þýska landsliðið á dögunum. Hún fagnar skoðanaskiptum um landsliðið, þó þau eigi til að vera misgáfuleg.

Fótbolti