Framlengdu í leyni eftir bannið Valur Páll Eiríksson skrifar 22. október 2025 12:47 Tonali er samningsbundinn Newcastle ári lengur en talið var og þá getur félagið einhliða lengt samninginn um eitt ár til. Richard Sellers/Sportsphoto/Allstar via Getty Images Forráðamenn Newcastle framlengdu samning við Ítalann Sandro Tonali í leyni eftir að miðjumaðurinn lauk keppnisbanni vegna brota á reglum um veðmál. Tonali er á meðal betri miðjumanna ensku úrvalsdeildarinnar og hefur hlotið mikið lof fyrir framgang sinn innan vallar. Tonali hefur verið orðaður við stærri lið í Evrópu vegna frammistöðu sinnar í svarthvítu en The Athletic greinir frá því að Newcastle sé í umtalsvert betri samningsstöðu gagnvart mögulegum kaupendum en talið var. Newcastle keypti Tonali frá AC Milan á 55 milljónir punda sumarið 2023 skrifaði undir samning til sumarsins 2028. Hann hafði aðeins leikið tólf leiki fyrir félagið þegar hann var dæmdur í tíu mánaða bann frá fótbolta vegna brota á veðmálareglum. Umboðsmaður Tonali hefur sagt hann glíma við veðmálafíkn og lækkuðu hlutabréfin í Ítalanum umtalsvert vegna brotanna. Tonali tók á sig launalækkun á meðan banninu stóð en Newcastle framlengdi í leið samning hans til sumarsins 2029 með möguleika á einhliða framlengingu af hendi félagsins, til sumarsins 2030. Ítalinn hefur verið orðaður við stærri lið í Evrópu sem gætu eflaust boðið honum hærri laun en hann fær í norðurhluta Englands. Paul Scholes, fyrrum leikmaður Manchester United, lýsti Tonali á dögunum sem besta miðjumanni ensku úrvalsdeildarinnar. Þrátt fyrir að félög á við Juventus hafi verið orðuð ítrekað við Tonali í undanförnum félagsskiptagluggum er Newcastle undir lítilli pressu að selja og er í sterkri samningsstöðu þökk sé framlengingu samningsins. Sala félagsins á Alexander Isak til Liverpool fyrir 125 milljónir punda í lok sumars kom Newcastle einnig í góða stöðu gagnvart eyðslureglum ensku úrvalsdeildarinnar og UEFA. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ Sjá meira
Tonali hefur verið orðaður við stærri lið í Evrópu vegna frammistöðu sinnar í svarthvítu en The Athletic greinir frá því að Newcastle sé í umtalsvert betri samningsstöðu gagnvart mögulegum kaupendum en talið var. Newcastle keypti Tonali frá AC Milan á 55 milljónir punda sumarið 2023 skrifaði undir samning til sumarsins 2028. Hann hafði aðeins leikið tólf leiki fyrir félagið þegar hann var dæmdur í tíu mánaða bann frá fótbolta vegna brota á veðmálareglum. Umboðsmaður Tonali hefur sagt hann glíma við veðmálafíkn og lækkuðu hlutabréfin í Ítalanum umtalsvert vegna brotanna. Tonali tók á sig launalækkun á meðan banninu stóð en Newcastle framlengdi í leið samning hans til sumarsins 2029 með möguleika á einhliða framlengingu af hendi félagsins, til sumarsins 2030. Ítalinn hefur verið orðaður við stærri lið í Evrópu sem gætu eflaust boðið honum hærri laun en hann fær í norðurhluta Englands. Paul Scholes, fyrrum leikmaður Manchester United, lýsti Tonali á dögunum sem besta miðjumanni ensku úrvalsdeildarinnar. Þrátt fyrir að félög á við Juventus hafi verið orðuð ítrekað við Tonali í undanförnum félagsskiptagluggum er Newcastle undir lítilli pressu að selja og er í sterkri samningsstöðu þökk sé framlengingu samningsins. Sala félagsins á Alexander Isak til Liverpool fyrir 125 milljónir punda í lok sumars kom Newcastle einnig í góða stöðu gagnvart eyðslureglum ensku úrvalsdeildarinnar og UEFA.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ Sjá meira