Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2025 18:00 Svava Rós Guðmundsdóttir á ferðinni á Evrópumótinu með íslenska landsliðinu. VÍSIR/VILHELM Íslenska knattspyrnukonan Svava Rós Guðmundsdóttir hefur ákveðið að setja fótboltaskóna sína upp á hillu. Svava tilkynnti á samfélagsmiðli sínum í dag að hún væri hætt í fótbolta og þakkaði fótboltanum fyrir þann tíma sem þau áttu saman. Skilaboðin voru einföld: Takk fyrir mig Fótbolti. Með setti hún myndband frá nokkrum stórum stundum frá ferlinum. Margar knattspyrnukonur og fyrrum liðsfélagar hafa óskað Svövu til hamingju með feril sinn sem hófst í Val en fór síðan með hana út um allan heim. Fáar íslenskar knattspyrnukonur hafa spilað á hæsta stigi í fleiri löndum en einmitt Svava. Svava heldur upp á þrítugsafmælið sitt fyrr en í næsta mánuði en þarf að taka þessa stóru ákvörðun svo snemma. Svava Rós lék á sínum tíma 41 landsleik fyrir Ísland og spilaði sem atvinnumaður í Noregi, Svíþjóð, Frakklandi, Bandaríkjunum og Portúgal. Hún var á láni hjá portúgalska félaginu Benfica þegar hún varð fyrir slæmum meiðslum á mjöðm. Þetta voru alvarleg meiðsli sem kölluðu enn fremur á aðgerð fyrir einu og hálfu ári og hefur haldið henni frá fótboltavellinum síðan hún meiddist í október 2023. Svava Rós eignaðist sitt fyrsta barn í apríl síðastliðnum og hefur nú ákveðið að fótboltaferillinn heyri nú sögunni til. View this post on Instagram A post shared by Svava Rós Gudmundsdóttir (@svavaros21) Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Svava tilkynnti á samfélagsmiðli sínum í dag að hún væri hætt í fótbolta og þakkaði fótboltanum fyrir þann tíma sem þau áttu saman. Skilaboðin voru einföld: Takk fyrir mig Fótbolti. Með setti hún myndband frá nokkrum stórum stundum frá ferlinum. Margar knattspyrnukonur og fyrrum liðsfélagar hafa óskað Svövu til hamingju með feril sinn sem hófst í Val en fór síðan með hana út um allan heim. Fáar íslenskar knattspyrnukonur hafa spilað á hæsta stigi í fleiri löndum en einmitt Svava. Svava heldur upp á þrítugsafmælið sitt fyrr en í næsta mánuði en þarf að taka þessa stóru ákvörðun svo snemma. Svava Rós lék á sínum tíma 41 landsleik fyrir Ísland og spilaði sem atvinnumaður í Noregi, Svíþjóð, Frakklandi, Bandaríkjunum og Portúgal. Hún var á láni hjá portúgalska félaginu Benfica þegar hún varð fyrir slæmum meiðslum á mjöðm. Þetta voru alvarleg meiðsli sem kölluðu enn fremur á aðgerð fyrir einu og hálfu ári og hefur haldið henni frá fótboltavellinum síðan hún meiddist í október 2023. Svava Rós eignaðist sitt fyrsta barn í apríl síðastliðnum og hefur nú ákveðið að fótboltaferillinn heyri nú sögunni til. View this post on Instagram A post shared by Svava Rós Gudmundsdóttir (@svavaros21)
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira