Bakþankar

Dýrafóður fyrir börnin

Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar

Ekki alls fyrir löngu var hversdagsleg eldamennska innan heimilis einkum talin á verksviði húsmæðra í fullu starfi. Sá sem fékk greitt fyrir matargerð með öðru en lífsfyllingu hét matreiðslumaður ef það var karl. Kona gat til dæmis kallast matráðskona eða jafnvel eldabuska.

Bakþankar

Peningakvótinn

Þráinn Bertelsson skrifar

Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings og Sigurður Einarsson stjórnarformaður hafa samkvæmt kaupréttarsamningum keypt hluti í félaginu fyrir samtals 492 milljónir króna á meira en helmingi lægra gengi en skráð er í Kauphöllinni.

Bakþankar

Hótanir og hugsjónir

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir. skrifar

Margar þeirra stétta sem berjast fyrir því að fá laun í samræmi við menntun og mikilvægi starfans, eru stéttir sem sinna hagsmunum barna. Nýjasta dæmið eru auðvitað ljósmæður.

Bakþankar

Kína

Guðmundur Steingrímsson skrifar

Í gær horfði ég með öðru auganu á setningu Ólympíuleikanna í Kína. Kínverskar hvítklæddar klappstýrur veifuðu höndum og dönsuðu hliðar saman hliðar á hliðarlínunni á meðan fulltrúar þjóðanna gengu inn á leikvanginn með fánabera sína í fararbroddi.

Bakþankar

Með rakstri skal borg bæta

Bergsteinn Sigurðsson skrifar

Fyrir nokkrum mánuðum tók við völdum borgarstjóri sem gustaði af. Áður en langt um leið sótti hann enn frekar í sig veðrið og hvítur stormsveipur reið yfir stræti og torg. En illu heilli hélt stormurinn áfram að bæta í sig.

Bakþankar

Fjalla-Jónar segja pors

Karen Dröfn Kjartansdóttir skrifar

Líklega hefur ómeðvitað samviskubit yfir ofgnótt góðærisáranna á Íslandi, jafnvel kann vottur af skynsemi að hafa komið við sögu, orðið til þess að við landsbyggðar- og úthverfafjölskyldan í Vesturbæ Reykjavíkur létum okkur duga að aka um á gömlum sparneytnum Skóda árum saman.

Bakþankar

Lyftistöng fyrir mannlífið

Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar

Hin einkennilega borgarstjórn hefur nú getið af sér deilur þar sem ýmsir spekingar viðra miklar skoðanir á straumum og stefnum í arkitektúr í fortíð og framtíð.

Bakþankar

Demanturinn og duftið

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar

Ég reyndi eftir fremsta megni að fylgjast með fjölmiðlum á Spáni meðan ég dvaldist þar í sumarfríinu, svona til að þefa örlítið af þjóðarsálinni. Fljótlega tók ég eftir konu nokkurri, Belen Esteban að nafni, sem fjölmiðlamenn fylgdu eftir hvert fótmál. Vitanlega varð ég forvitinn að vita hvað hún hefði unnið sér til frægðar.

Bakþankar

Ég veit þú kemur

Gerður Kristný skrifar

Á hverju sumri bjóða Vestmannaeyingar þjóðinni til veislu. Boðskortið er frumlegra en gengur og gerist. Yfirleitt birtist það í formi furðulegs kitls í maga sem ágerist eftir því sem nær dregur verslunarmannahelgi.

Bakþankar

Megas

Ólafur Sindri Ólafsson skrifar

Fyrir nokkrum árum var ég álitinn skrítinn. Ég gerði mér nefnilega oft far um að sjá Megas á tónleikum. Á hverri menningarnótt var fastur liður að kíkja í portið Við Tjörnina, þar sem lítill hópur hörðustu aðdáenda Megasar safnaðist saman og hlustaði á meistarann.

Bakþankar

Sleitulaus hátíðahöld

Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar

Við vorum nokkrar vinkonur fyrir löngu farnar að plana villta verslunarmannahelgi. Ráðagerðirnar fólust þó ekki í tilhlökkun vegna dvalar við hjalandi lítinn læk og kvakandi fugl í mó, þótt umhyggjusamir foreldrar hafi líklega verið fóðraðir á einhverjum þægilegum skáldskap.

Bakþankar

Reimleikar á upplýsingaöld

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar

Mikið geta útistöður forfeðra vorra verið hjákátlegar þegar lesið er um þær á upplýsingaöld. Reyndar eru þær í besta falli alveg drepfyndnar. Upplýstur maðurinn hlýtur þá ávallt að spyrja sig af hverju þetta fróma fólk var að búa til þessa drauga með aðstoð frá tiktúrum náttúrunnar?

Bakþankar

Kulnun í starfi

Þráinn Bertelsson skrifar

Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú bráðlega staðið stýrisvaktina í heilan mannsaldur svo að engan þarf að undra þótt fæturnir gerist fúnir. Eftir því sem valdatímabil Flokksins lengist fara fleiri og fleiri að efast um að samfélaginu sé hollt að því síðara sé stýrt öllu lengur af hinu fyrra.

Bakþankar

Aðgerð Hrefna

Guðmundur Steingrímsson skrifar

Nú í vikunni urðu nokkrir ferðamenn á hvalaskoðunarbát við Húsavík vitni að þeim fáheyrða viðburði, en þó ekki alveg einstökum, að nokkrir drápshvalir, sem við köllum upp á íslenskuna háhyrninga, veittust að hrefnu einni með skætingi, drápu hana á korteri og átu eins og þeir kynnu enga mannasiði.

Bakþankar

Bessastaða­ráðdeildin

Bergsteinn Sigurðsson skrifar

Rætnar tungur finna því nú allt til foráttu að forseti Íslands hafi boðið sjónvarpskonunni Mörtu Stewart í mat á Bessastaði, ásamt nokkrum vel völdum gestum. Er Ólafi núið um nasir að Marta hafi þurft að dúsa í fangelsi eftir að hún missteig sig í þokukenndu reglugerðarfargani verðbréfaviðskipta, auk þess sem annar matargestur hafi einnig komist í kast við lögin. Það þykir sem sagt ekki lengur viðeigandi að dæmdir einstaklingar heimsæki gamla tukthúsið á Álftanesi.

Bakþankar

Auðnarþörfin

Dr. Gunni skrifar

Á Íslandi gefast mörg tækifæri til að komast í burtu frá öðru fólki og eigra einn um í náttúrunni. Við viljum græða á tálsýninni um ósnerta flotta náttúru sem kemur vel út á mynd með því að selja sárþjáðum útlendingum hana – vesalings fólkinu sem lifir lífinu utan í næsta manni í skítugum stórborgum. Eftir því sem fleiri túristar velta inn á auðnirnar erum við þó eðlilega komin í vandræði og mótsögn.

Bakþankar

Sænskasumarið

Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar

Ef íslenskur almannarómur gæti njörvað skoðun á þjóðum heims niður í eitt orð yrði niðurstaðan kannski sú að til dæmis væri sú þýska skipulögð, danska afslöppuð, norska trúrækin en írska, rússneska og grænlenska staupsöm. Finnska þjóðarsálin væri lokuð, bandaríska yfirborðsleg og þannig áfram. Einn fjölmargra víðkunnra sleggjudóma er svo vitaskuld að Svíar séu almennt og yfirhöfuð hroðalega leiðinlegir.

Bakþankar

Síli og laxar

Karen D. Kjartansdóttir skrifar

Við árbakka úti á landi er hægt að veiða síli. Fyrir þá sem ekki vita þá eru það afskaplega litlir og ómerkilegir fiskar sem skipta þó sköpum í lífríkinu. Fækki þeim fækkar stærri fiskum og fuglum sem á þeim nærast. Systur mínar stunduðu eitt sinn hornsílaveiðar af kappi við ána. Það var þó úr vöndu að ráða þegar kom að því að nýta aflann og eitthvað fór það í taugarnar á móður minni að finna krukkur og fötur um húsið fullar af úldnu vatni og rotnuðum smáfiskum.

Bakþankar

Íslensk siðfágun

Þráinn Bertelsson skrifar

Í upphafi sólarlandaferða fór miklum sögum af heimóttarhætti Íslendinga. Þá hófust öll ferðalög í keflvískum bárujárnsskúr þar sem ferðafólk tók til við að sturta í sig brenndum drykkjum klukkan sex á morgnana þótt penar dömur og bindindismenn létu sér nægja að kneifa sterkan bjór.

Bakþankar

Minni frumleika, meiri hæfileika

Davíð Þór Jónsson skrifar

Á síðustu öld gerðu listamenn í stórum stíl uppreisn gegn formi og reglum sem þeim fannst sníða sköpun sinni of þröngan stakk. Skáldin sprengdu utan af sér formið og sögðu hefðbundinni bragfræði stríð á hendur.

Bakþankar

Sumar á Hofsósi

Gerður Kristný skrifar

Ísland og Ameríka mætast á flotbryggjunni við Hofsána. Þar stika bandarískar smástelpur fram og aftur og segja kátar: „I’m on a catwalk.” Þær dilla sér í mjöðmunum eins og fyrirsætur sem aldrei hafa migið í saltan sjó en finnist manni slíka reynslu vanta í ferilskrána býðst tækifærið hér.

Bakþankar

Útilegumenn

Þórgunnur Oddsdóttir skrifar

Það var úr vöndu að ráða þegar ungt par á þrítugsaldri ætlaði að skella sér í útilegu á dögunum. Ekki vantaði útbúnaðinn. Nýtt tjald var komið í skottið og kæliboxið hafði verið fyllt af nesti. Það var aðeins einn hængur á. Aldurinn.

Bakþankar

Hvur í!?

Ólafur Sindri Ólafsson skrifar

Ein af frumþörfum þenkjandi fólks er að láta koma sér á óvart. Annars verða menn grá og guggin holmenni. Nútímamaðurinn glímir við krónískan skort á skynaukandi áreiti. Meðan tærnar á Schopenhauer brettust upp af æsingi yfir snörpum tilþrifum tilgerðarlegra Þjóðverja á leiksviði, myndi sama reynsla í dag hafa lítil eða engin áhrif á fólk. Við þurfum eitthvað sterkara en fáum það ekki.

Bakþankar

Rostungabanar og evra

Karen Dröfn Kjartansdóttir skrifar

Á vinnustað mínum starfar maður sem gefur sig út fyrir að vera mikið karlmenni. Máli sínu til stuðnings gortar hann oft af því að hafa farið í Smuguna, sálgað þar norskum þorski í tonnavís og vaknað í fangaklefum í tveimur löndum. Þá raupar hann oft um að fátt sé skemmtilegra að skjóta en sel, því ekki sé hægt að komast nær því að drepa mann.

Bakþankar

Bjartur í borgarhúsum

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar

Bjartur í Sumarhúsum var mikill gallagripur enda saman settur úr mörgum þeim löstum sem hrjáð hafa landamenn frá aldaöðli. Hann hugsaði um það eitt að vera sjálfstæður og óháður; skuldlaus við guð og menn. Hvað eitt sem minnti hann á að við verðum að taka tillit til annarra í kringum okkur var eitur í hans beinum.

Bakþankar

Forvirkar rannsóknir

Þráinn Bertelsson skrifar

Sumar ríkisstjórnir fylgjast vel með þegnum sínum. Í bók sinni um "Sögu Bretlands frá stríðslokum", segir Andrew Marr (bls. 580), að eftir því sem næst verði komist sé nú um fjórum komma tveimur milljónum eftirlitsmyndavéla beint að íbúum landsins.

Bakþankar

Á sjálfu alnetinu

Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar

Það er dálítið atriði að fylgja tískunni. Núna er málið að eiga facebooksíðu. Þetta vissi ég fyrir lifandis löngu og benti eiginmanninum reglulega á að í framtíðinni verði þeir ekki til sem ekki eru til á facebook. Ég þóttist skynja að aldursmunur væri farinn að há okkur, enda rúmt ár á milli okkar hjóna.

Bakþankar