Auðnarþörfin Dr. Gunni skrifar 24. júlí 2008 03:00 Á Íslandi gefast mörg tækifæri til að komast í burtu frá öðru fólki og eigra einn um í náttúrunni. Við viljum græða á tálsýninni um ósnerta flotta náttúru sem kemur vel út á mynd með því að selja sárþjáðum útlendingum hana - vesalings fólkinu sem lifir lífinu utan í næsta manni í skítugum stórborgum. Eftir því sem fleiri túristar velta inn á auðnirnar erum við þó eðlilega komin í vandræði og mótsögn. Um síðustu helgi kvartaði hollenskur hjólreiðamaður yfir þessu hér í blaðinu. Það er búið að merkja alltof mikið á hálendinu, kveinaði hann, og svo eru rútufarmar af pakki alltaf að flækjast fyrir mér. Hann þarf líklega að fara eitthvað annað næst til að fá auðnarþörfinni fullnægt. Sjálfur hef ég þó nokkra auðnarþörf. Fátt er uppbyggilegra en að fara og skilja farsímann og daglega hjakkið eftir. Ég er þó það mikill amatör að ég nenni þessu ekki vikum saman og gleðst þegar ég kem aftur í þurrt hús eða sé rafmagnsmastur eftir að hafa arkað í óskipulögðum óbyggðunum. Stór hluti af auðnarþörfinni er að finna frummanninn í sér með því að kúka á víðavangi. Fátt gerir mann að meiri manneskju en að kúka undir beru lofti og skilja svo fullkomlega við sönnunargögnin að þau eru að eilífu horfin í ómælisdjúp alheimsins. Ég fullnægði auðnarþörfinni ágætlega á Laugaveginum í síðustu viku. Gekk veginn öfugan og var stundum einn klukkutímum saman þangað til næsti hópur kom í flasið á mér. Kúkaði afvikið tvisvar með hjartslátt að hópur kæmi yfir hæðina. Braut í kyrrðinni heilann um girnilega matseðla sem ég ætlaði að fá mér þegar þetta væri búið. Ætli þetta heiti ekki ying og yang. Það var svo gott veður að ég óttaðist aldrei um líf mitt. Ég óð jökulár, hífði mig upp á kaðli og gekk upp heillangar og grýttar brekkur. Ekkert af þessu fer beinlínis í flokk mannrauna, sem er allt í lagi, enda er ég ekki nógu harðkjarna til að finnast lífshætta skilyrði fyrir fullkominni upplifun. Það er helst að kamrarnir í Hrafntinnuskeri hafi komist nálægt því að vera óyfirstíganlegur háski. Fátt herðir grautlint nútímafólk í vönduðum útivistarfatnaði meira en ferlega lyktandi kamrar. Kannski mætti því virkja þetta til útflutnings og selja útlendingunum rándýran aðgang að þeim verstu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dr. Gunni Mest lesið Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Á Íslandi gefast mörg tækifæri til að komast í burtu frá öðru fólki og eigra einn um í náttúrunni. Við viljum græða á tálsýninni um ósnerta flotta náttúru sem kemur vel út á mynd með því að selja sárþjáðum útlendingum hana - vesalings fólkinu sem lifir lífinu utan í næsta manni í skítugum stórborgum. Eftir því sem fleiri túristar velta inn á auðnirnar erum við þó eðlilega komin í vandræði og mótsögn. Um síðustu helgi kvartaði hollenskur hjólreiðamaður yfir þessu hér í blaðinu. Það er búið að merkja alltof mikið á hálendinu, kveinaði hann, og svo eru rútufarmar af pakki alltaf að flækjast fyrir mér. Hann þarf líklega að fara eitthvað annað næst til að fá auðnarþörfinni fullnægt. Sjálfur hef ég þó nokkra auðnarþörf. Fátt er uppbyggilegra en að fara og skilja farsímann og daglega hjakkið eftir. Ég er þó það mikill amatör að ég nenni þessu ekki vikum saman og gleðst þegar ég kem aftur í þurrt hús eða sé rafmagnsmastur eftir að hafa arkað í óskipulögðum óbyggðunum. Stór hluti af auðnarþörfinni er að finna frummanninn í sér með því að kúka á víðavangi. Fátt gerir mann að meiri manneskju en að kúka undir beru lofti og skilja svo fullkomlega við sönnunargögnin að þau eru að eilífu horfin í ómælisdjúp alheimsins. Ég fullnægði auðnarþörfinni ágætlega á Laugaveginum í síðustu viku. Gekk veginn öfugan og var stundum einn klukkutímum saman þangað til næsti hópur kom í flasið á mér. Kúkaði afvikið tvisvar með hjartslátt að hópur kæmi yfir hæðina. Braut í kyrrðinni heilann um girnilega matseðla sem ég ætlaði að fá mér þegar þetta væri búið. Ætli þetta heiti ekki ying og yang. Það var svo gott veður að ég óttaðist aldrei um líf mitt. Ég óð jökulár, hífði mig upp á kaðli og gekk upp heillangar og grýttar brekkur. Ekkert af þessu fer beinlínis í flokk mannrauna, sem er allt í lagi, enda er ég ekki nógu harðkjarna til að finnast lífshætta skilyrði fyrir fullkominni upplifun. Það er helst að kamrarnir í Hrafntinnuskeri hafi komist nálægt því að vera óyfirstíganlegur háski. Fátt herðir grautlint nútímafólk í vönduðum útivistarfatnaði meira en ferlega lyktandi kamrar. Kannski mætti því virkja þetta til útflutnings og selja útlendingunum rándýran aðgang að þeim verstu.