Kulnun í starfi Þráinn Bertelsson skrifar 28. júlí 2008 07:00 Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú bráðlega staðið stýrisvaktina í heilan mannsaldur svo að engan þarf að undra þótt fæturnir gerist fúnir. Eftir því sem valdatímabil Flokksins lengist fara fleiri og fleiri að efast um að samfélaginu sé hollt að því síðara sé stýrt öllu lengur af hinu fyrra. Þjóðin hefur þolað Flokknum margt af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi stóð hann jafnan vaktina hér á árum áður þegar efnahagsmálin voru annars vegar. Og í annan stað eru dugmiklir íhaldsflokkar nauðsynlegt bætiefni í lýðræðisþjóðfélögum - þótt óhollt sé að lifa á bætiefnum eingöngu. En nú dansa þau saman deyfðin og ráðleysið. Eina lífsmarkið er þegar dómsmálaráðherrann gjammar að forsætisráðherranum og vill taka upp evru en lýsa frati á Evrópusambandið sem á höfundarréttinn að þeirri mynt. „Vald spillir" er grundvallarlögmál sem gildir um bæði stjórnmálaflokka og manneskjur. Löngum valdaferli fylgir hroki, hugmyndakreppa og andlegur doði. Öll þjóðin þekkir nýleg dæmi um stjórnmálamenn sem voru fyrst efnilegir og síðan öflugir en sátu of lengi og enduðu sem nátttröll. Sama á við um stjórnmálaflokka. Endurnýjunarkrafti Flokksins er best lýst með því að rifja upp að sá draumaprins sem Flokkshestar trúa að eigi að vekja Flokkinn af Þyrnirósarsvefngöngu heitir Bjarni Benediktsson. Var einhver að tala um valdaapparat ætta- og fjármagnstengsla? Var einhver að tala um endurtekið efni? Var einhver að tala um meira af því sama? Ber það ekki vott um kulnun í starfi og forneskjuleg viðhorf þegar Flokknum dettur það helst í hug í efnahagskreppu að kýta um hvort Bjarni II sé réttborinn til að erfa veldi Bjarna I - hversu huggulegur maður sem Bjarni krónprins kann að vera? Og núna er ýmislegt annað meira aðkallandi fyrir íslensku þjóðina en að bíða eftir því að Flokkurinn leysi forystuvandamál sín. Til dæmis að leysa Flokkinn undan forystuhlutverkinu og gefa honum svigrúm til að leysa innri vandamál sín í næði. Vonandi er utanríkisráðherrann ekki of upptekin af sjálfri sér og gloríu embættisins til að hugsa um hvað sé Flokknum, þjóðinni og meira að segja Samfylkingunni fyrir bestu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þráinn Bertelsson Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun
Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú bráðlega staðið stýrisvaktina í heilan mannsaldur svo að engan þarf að undra þótt fæturnir gerist fúnir. Eftir því sem valdatímabil Flokksins lengist fara fleiri og fleiri að efast um að samfélaginu sé hollt að því síðara sé stýrt öllu lengur af hinu fyrra. Þjóðin hefur þolað Flokknum margt af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi stóð hann jafnan vaktina hér á árum áður þegar efnahagsmálin voru annars vegar. Og í annan stað eru dugmiklir íhaldsflokkar nauðsynlegt bætiefni í lýðræðisþjóðfélögum - þótt óhollt sé að lifa á bætiefnum eingöngu. En nú dansa þau saman deyfðin og ráðleysið. Eina lífsmarkið er þegar dómsmálaráðherrann gjammar að forsætisráðherranum og vill taka upp evru en lýsa frati á Evrópusambandið sem á höfundarréttinn að þeirri mynt. „Vald spillir" er grundvallarlögmál sem gildir um bæði stjórnmálaflokka og manneskjur. Löngum valdaferli fylgir hroki, hugmyndakreppa og andlegur doði. Öll þjóðin þekkir nýleg dæmi um stjórnmálamenn sem voru fyrst efnilegir og síðan öflugir en sátu of lengi og enduðu sem nátttröll. Sama á við um stjórnmálaflokka. Endurnýjunarkrafti Flokksins er best lýst með því að rifja upp að sá draumaprins sem Flokkshestar trúa að eigi að vekja Flokkinn af Þyrnirósarsvefngöngu heitir Bjarni Benediktsson. Var einhver að tala um valdaapparat ætta- og fjármagnstengsla? Var einhver að tala um endurtekið efni? Var einhver að tala um meira af því sama? Ber það ekki vott um kulnun í starfi og forneskjuleg viðhorf þegar Flokknum dettur það helst í hug í efnahagskreppu að kýta um hvort Bjarni II sé réttborinn til að erfa veldi Bjarna I - hversu huggulegur maður sem Bjarni krónprins kann að vera? Og núna er ýmislegt annað meira aðkallandi fyrir íslensku þjóðina en að bíða eftir því að Flokkurinn leysi forystuvandamál sín. Til dæmis að leysa Flokkinn undan forystuhlutverkinu og gefa honum svigrúm til að leysa innri vandamál sín í næði. Vonandi er utanríkisráðherrann ekki of upptekin af sjálfri sér og gloríu embættisins til að hugsa um hvað sé Flokknum, þjóðinni og meira að segja Samfylkingunni fyrir bestu.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun