Sleitulaus hátíðahöld Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar 30. júlí 2008 06:00 Við vorum nokkrar vinkonur fyrir löngu farnar að plana villta verslunarmannahelgi. Ráðagerðirnar fólust þó ekki í tilhlökkun vegna dvalar við hjalandi lítinn læk og kvakandi fugl í mó, þótt umhyggjusamir foreldrar hafi líklega verið fóðraðir á einhverjum þægilegum skáldskap. Ekki urðu heldur sérstakar umræður um hlý föt og nesti á föstu formi. Reyndar tók aðeins fáeinar mínútur að hrifsa svefnpoka og tjald en mun lengri stund að svitna yfir hallærislegheitunum í henni móður minni sem stóð við eldavélina og steikti kótilettur í raspi. Plís mamma, það tekur enginn með sér svona nesti, það er sjoppa þarna og allt! Týpískt að ég neyðist til að taka með eitthvað glatað box með skrínukosti eins og tíðkaðist fyrir stríð. Nú þarf ég að pukrast með þetta eins og gamalmenni inni í tjaldi. Á ekki bara að senda mann með mjólkurflösku í ullarsokk líka? Svo ferðin til Tvísýnu hófst með niðurlægjandi kótilettubox á botni bakpokans. Frábær félagsandi ríkti í rútunni sem stoppaði á leiðinni svo farþegarnir kæmust út að pissa. Þá voru margir komnir langt ofan í nestisflöskurnar og mesta furða að enginn yrði eftir við veginn. Ein stúlkan kom aftur inn í bílinn með skófar á enninu en hress að öðru leyti og hafði síðar þessa reynslu til marks um gæði helgarinnar. Fleira var hægt að tína til sem sönnun einstakrar skemmtunar. Til dæmis það kraftaverk að hafa fundið tjaldstæði í myrkrinu og tekist að vöðla tjaldhúðinni utan um stangirnar. Um miðbik fyrstu náttar á þessum ágæta svefnstað þandi einhver vígalegan jeppa á skörinni og var eindregið hvattur af áhorfendum til að keyra yfir okkur. Láttu vaða yfir helvítis tjaldið, maður! Hvað er þetta lið að troða sér, svonah! Fljótlega kom þó í ljós að enginn nennti að standa í fjöldamorðum. Þess í stað var slegið upp fjörugu og mjög langdregnu partýi með nýjum vinum sem entust akkúrat jafnlengi og helgin. Þetta var fyrir digitalbyltinguna, annars myndum við sjálfsagt betur hvert eftir öðru. Þá hefðum við líka getað fest á mynd stórfenglega bálför nágrannatjaldsins niður ána, hinn ódauðlega mexíkanahatt og sitthvað fleira göfugt og gott. Seint á sunnudeginum kláruðust svo kótiletturnar dásamlegu, allar með tölu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Þetta lítur ekki vel út Jón Ingi Hákonarson Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun Máttur orðanna: Breyting á orðavali getur breytt hugarfarinu Ingrid Kuhlman Skoðun Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir Skoðun
Við vorum nokkrar vinkonur fyrir löngu farnar að plana villta verslunarmannahelgi. Ráðagerðirnar fólust þó ekki í tilhlökkun vegna dvalar við hjalandi lítinn læk og kvakandi fugl í mó, þótt umhyggjusamir foreldrar hafi líklega verið fóðraðir á einhverjum þægilegum skáldskap. Ekki urðu heldur sérstakar umræður um hlý föt og nesti á föstu formi. Reyndar tók aðeins fáeinar mínútur að hrifsa svefnpoka og tjald en mun lengri stund að svitna yfir hallærislegheitunum í henni móður minni sem stóð við eldavélina og steikti kótilettur í raspi. Plís mamma, það tekur enginn með sér svona nesti, það er sjoppa þarna og allt! Týpískt að ég neyðist til að taka með eitthvað glatað box með skrínukosti eins og tíðkaðist fyrir stríð. Nú þarf ég að pukrast með þetta eins og gamalmenni inni í tjaldi. Á ekki bara að senda mann með mjólkurflösku í ullarsokk líka? Svo ferðin til Tvísýnu hófst með niðurlægjandi kótilettubox á botni bakpokans. Frábær félagsandi ríkti í rútunni sem stoppaði á leiðinni svo farþegarnir kæmust út að pissa. Þá voru margir komnir langt ofan í nestisflöskurnar og mesta furða að enginn yrði eftir við veginn. Ein stúlkan kom aftur inn í bílinn með skófar á enninu en hress að öðru leyti og hafði síðar þessa reynslu til marks um gæði helgarinnar. Fleira var hægt að tína til sem sönnun einstakrar skemmtunar. Til dæmis það kraftaverk að hafa fundið tjaldstæði í myrkrinu og tekist að vöðla tjaldhúðinni utan um stangirnar. Um miðbik fyrstu náttar á þessum ágæta svefnstað þandi einhver vígalegan jeppa á skörinni og var eindregið hvattur af áhorfendum til að keyra yfir okkur. Láttu vaða yfir helvítis tjaldið, maður! Hvað er þetta lið að troða sér, svonah! Fljótlega kom þó í ljós að enginn nennti að standa í fjöldamorðum. Þess í stað var slegið upp fjörugu og mjög langdregnu partýi með nýjum vinum sem entust akkúrat jafnlengi og helgin. Þetta var fyrir digitalbyltinguna, annars myndum við sjálfsagt betur hvert eftir öðru. Þá hefðum við líka getað fest á mynd stórfenglega bálför nágrannatjaldsins niður ána, hinn ódauðlega mexíkanahatt og sitthvað fleira göfugt og gott. Seint á sunnudeginum kláruðust svo kótiletturnar dásamlegu, allar með tölu.
Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun