Rostungabanar og evra 16. júlí 2008 00:01 Á vinnustað mínum starfar maður sem gefur sig út fyrir að vera mikið karlmenni. Máli sínu til stuðnings gortar hann oft af því að hafa farið í Smuguna, sálgað þar norskum þorski í tonnavís og vaknað í fangaklefum í tveimur löndum. Þá raupar hann oft um að fátt sé skemmtilegra að skjóta en sel, því ekki sé hægt að komast nær því að drepa mann. Verandi íhaldssöm, kurteis og glaðlynd ljóska gein ég lengi flissandi við grínaktuga karlmenninu. Ég leit á hann sem sjaldgæft en harðgert afbrigði mannskepnunnar sem ætti að meta að verðleikum. Ekki spillti fyrir að vinnufélaginn er með eldrautt hár og yfirleitt órakaður, þannig að ósjálfrátt varð mér hugsað til Eiríks rauða, bers að ofan í glímu við bjarndýr og rostunga í grænlenskum frera fyrir þúsund árum. Þessi tálsýn hélst ólöskuð þar til karlinn í krapinu tók sig til og reif hana niður í nokkrum snaggaralegum atrennum. Í vor mætti sá rauði í vinnu með þrútin augu og þrálátan hnerra. Spurður hvað amaði að svaraði heljarmennið: „Ég er mbeð frjókobnaobnæmi.“ Jæja, forherti smugufarinn þolir ekki gras, hugsaði ég með mér og horfði á karlmennsku hans rýrna með hverri lóritíntöflunni sem hann stakk upp í sig. Hins vegar rak ég mig á að undir okkar gulu sól er algengt að ofurmenni séu veiklunduð fyrir því sem grænt er; það er stigs- en ekki eðlismunur á kryptóníti og grasi. Sá jarpi launaði mér hins vegar meðvirknina með því að afhjúpa blekkinguna enn frekar. Hann kom í vinnuna á hjóli. Fyrir það fyrsta á maður eins og hann að vera á dælduðum pallbíl, sem eyðir svo miklu bensíni að hann kemst varla á milli bensínstöðva. En ekki nóg með að hann færi ferða sinna eins og kerling með áhyggjur af línunum heldur þurfti hann líka að detta og brjóta á sér höndina á leið í vinnu. Kynni mín af rauðhærða rostungabananum gerðu mér grein fyrir því að væntingar mínar um karlmennsku geta verið óraunhæfar. Mér varð hugsað til þess þegar ég flissaði að sveittu gríni Geirs Haarde um að þótt maður gæti ekki alltaf farið með sætustu stelpuna heim af ballinu væri hægt að finna eitthvað sem gerði sama gagn. Ég hef áttað mig á því að hann hefði aldrei lagt í að bjóða sjálfur upp flottasta kostinum af ótta við höfnun. Hins vegar sé ég að kolleggi hans Björn þorir að minnsta kosti að bjóða því flottasta upp í dans þótt hann viti vel að fyrstu danssporin verði ekki stigin alveg strax. Svona svo notað sé líkingamál Geirs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Á vinnustað mínum starfar maður sem gefur sig út fyrir að vera mikið karlmenni. Máli sínu til stuðnings gortar hann oft af því að hafa farið í Smuguna, sálgað þar norskum þorski í tonnavís og vaknað í fangaklefum í tveimur löndum. Þá raupar hann oft um að fátt sé skemmtilegra að skjóta en sel, því ekki sé hægt að komast nær því að drepa mann. Verandi íhaldssöm, kurteis og glaðlynd ljóska gein ég lengi flissandi við grínaktuga karlmenninu. Ég leit á hann sem sjaldgæft en harðgert afbrigði mannskepnunnar sem ætti að meta að verðleikum. Ekki spillti fyrir að vinnufélaginn er með eldrautt hár og yfirleitt órakaður, þannig að ósjálfrátt varð mér hugsað til Eiríks rauða, bers að ofan í glímu við bjarndýr og rostunga í grænlenskum frera fyrir þúsund árum. Þessi tálsýn hélst ólöskuð þar til karlinn í krapinu tók sig til og reif hana niður í nokkrum snaggaralegum atrennum. Í vor mætti sá rauði í vinnu með þrútin augu og þrálátan hnerra. Spurður hvað amaði að svaraði heljarmennið: „Ég er mbeð frjókobnaobnæmi.“ Jæja, forherti smugufarinn þolir ekki gras, hugsaði ég með mér og horfði á karlmennsku hans rýrna með hverri lóritíntöflunni sem hann stakk upp í sig. Hins vegar rak ég mig á að undir okkar gulu sól er algengt að ofurmenni séu veiklunduð fyrir því sem grænt er; það er stigs- en ekki eðlismunur á kryptóníti og grasi. Sá jarpi launaði mér hins vegar meðvirknina með því að afhjúpa blekkinguna enn frekar. Hann kom í vinnuna á hjóli. Fyrir það fyrsta á maður eins og hann að vera á dælduðum pallbíl, sem eyðir svo miklu bensíni að hann kemst varla á milli bensínstöðva. En ekki nóg með að hann færi ferða sinna eins og kerling með áhyggjur af línunum heldur þurfti hann líka að detta og brjóta á sér höndina á leið í vinnu. Kynni mín af rauðhærða rostungabananum gerðu mér grein fyrir því að væntingar mínar um karlmennsku geta verið óraunhæfar. Mér varð hugsað til þess þegar ég flissaði að sveittu gríni Geirs Haarde um að þótt maður gæti ekki alltaf farið með sætustu stelpuna heim af ballinu væri hægt að finna eitthvað sem gerði sama gagn. Ég hef áttað mig á því að hann hefði aldrei lagt í að bjóða sjálfur upp flottasta kostinum af ótta við höfnun. Hins vegar sé ég að kolleggi hans Björn þorir að minnsta kosti að bjóða því flottasta upp í dans þótt hann viti vel að fyrstu danssporin verði ekki stigin alveg strax. Svona svo notað sé líkingamál Geirs.