Peningakvótinn Þráinn Bertelsson skrifar 11. ágúst 2008 06:00 Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings og Sigurður Einarsson stjórnarformaður hafa samkvæmt kaupréttarsamningum keypt hluti í félaginu fyrir samtals 492 milljónir króna á meira en helmingi lægra gengi en skráð er í Kauphöllinni. Heiðar Már og Sigurður eru einfaldlega að nýta kaupréttarsamninga sem þeim áskotnuðust í viðskiptum sínum við Kaupþing. Þessir skemmtilegu samingar sem án efa koma þeim félögum vel í kreppunni heimila Hreiðari og Sigurði að kaupa árlega, allt að 812 þúsund hluti hvor í 5 ár á genginu 303. Hvaða fífli sem er leyfist að sjálfsögðu að kaupa sér hluti í Kaupþingi og taka með því áhættu á tapi eða gróða. Snilldin er fólgin í því að kaupa hluti á lægra gengi en markaðsverði - sem fjarlægir áhættu af viðskiptunum og hámarkar ágóðann. Allir vita að markaðsverð er stórhættulegt ef það er ekki í öruggum höndum. Kaupréttarsamningarnir sem Hreiðar Már og Sigurður eru þarna að prufukeyra eru vitaskuld aðeins tilraunaútgáfa af kvótakerfi í fjármálum sem verið er að taka upp til að vernda peningastofninn fyrir ofveiði. Í framtíðinni munu duglegir og réttsýnir aðilar breyta sér í milljarðamæringa án áhættu og fyrirhafnar með þessum sniðugu kvótasamningum sem forstjórarnir eru að fínslípa núna. Þessi frábæra tilraunastarfsemi hefur staðið í nokkur ár þannig að Hreiðar Már hefur eignast 8,2 milljónir hluta í bankanum á frábæru verði og hagnast soldið persónulega sem er auðvitað aukaatriði. Sigurður Einarsson á hins vegar tæplega 9 milljónir hluta og er markaðsvirði þeirra 6,4 milljarðar króna. Kvótakerfi til að eignast peninga sýna svo að ekki verður um villst að væl í gamalmennum og öryrkjum út af glötuðu góðæri á engan rétt á sér. Ef fólk hefur áhuga á peningum á það einfaldlega að koma sér upp kvóta í stað þess að dorga eftir peningum í skólum, sjúkrahúsum, sjónum, moldinni eða á vinnustöðum. Þess vegna ræna bankaræningjar banka en ekki barnaheimili. Þar synda peningarnir eins og fiskur í sjónum. Þeim er borgið sem eignast peningakvóta. Aðrir mega dorga eftir marhnút af bryggjunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þráinn Bertelsson Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun
Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings og Sigurður Einarsson stjórnarformaður hafa samkvæmt kaupréttarsamningum keypt hluti í félaginu fyrir samtals 492 milljónir króna á meira en helmingi lægra gengi en skráð er í Kauphöllinni. Heiðar Már og Sigurður eru einfaldlega að nýta kaupréttarsamninga sem þeim áskotnuðust í viðskiptum sínum við Kaupþing. Þessir skemmtilegu samingar sem án efa koma þeim félögum vel í kreppunni heimila Hreiðari og Sigurði að kaupa árlega, allt að 812 þúsund hluti hvor í 5 ár á genginu 303. Hvaða fífli sem er leyfist að sjálfsögðu að kaupa sér hluti í Kaupþingi og taka með því áhættu á tapi eða gróða. Snilldin er fólgin í því að kaupa hluti á lægra gengi en markaðsverði - sem fjarlægir áhættu af viðskiptunum og hámarkar ágóðann. Allir vita að markaðsverð er stórhættulegt ef það er ekki í öruggum höndum. Kaupréttarsamningarnir sem Hreiðar Már og Sigurður eru þarna að prufukeyra eru vitaskuld aðeins tilraunaútgáfa af kvótakerfi í fjármálum sem verið er að taka upp til að vernda peningastofninn fyrir ofveiði. Í framtíðinni munu duglegir og réttsýnir aðilar breyta sér í milljarðamæringa án áhættu og fyrirhafnar með þessum sniðugu kvótasamningum sem forstjórarnir eru að fínslípa núna. Þessi frábæra tilraunastarfsemi hefur staðið í nokkur ár þannig að Hreiðar Már hefur eignast 8,2 milljónir hluta í bankanum á frábæru verði og hagnast soldið persónulega sem er auðvitað aukaatriði. Sigurður Einarsson á hins vegar tæplega 9 milljónir hluta og er markaðsvirði þeirra 6,4 milljarðar króna. Kvótakerfi til að eignast peninga sýna svo að ekki verður um villst að væl í gamalmennum og öryrkjum út af glötuðu góðæri á engan rétt á sér. Ef fólk hefur áhuga á peningum á það einfaldlega að koma sér upp kvóta í stað þess að dorga eftir peningum í skólum, sjúkrahúsum, sjónum, moldinni eða á vinnustöðum. Þess vegna ræna bankaræningjar banka en ekki barnaheimili. Þar synda peningarnir eins og fiskur í sjónum. Þeim er borgið sem eignast peningakvóta. Aðrir mega dorga eftir marhnút af bryggjunni.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun