Eldgos og jarðhræringar

Fréttamynd

Að­stoðuðu á annað hundrað manns í gær­kvöldi og í nótt

Þrátt fyrir lokanir björgunarsveita og lögreglu að eldgosinu reyndi fólk að komast að svæðinu í dag. Björgunarsveitir og lögregla aðstoðuðu vel á hundrað manns sem reyndu að berja eldgosið augum í gærkvöldi og í nótt. Fjörutíu leituðu á fjöldahjálparstöð í Grindavík.

Innlent
Fréttamynd

Stika langstystu leiðina inn á gossvæðið

Björgunarsveitarmenn eru þessa stundina að hefjast handa við að stika gönguleið frá Suðurstrandarvegi upp að Nátthagakrika sem er talin vera besta leiðin inn á gossvæðið í Geldingadal.

Innlent
Fréttamynd

Vaknaði í Grindavík og fattaði að líklega væri verið að leita að honum

Daniel Höhne, þýskur karlmaður búsettur á Íslandi, er eigandi bíls sem fannst mannlaus austan við Grindavíkurveg til móts við Bláa lónið í morgun. Hann lagði upp í göngu klukkan tólf á hádegi á sunnudag og í stað þess að fara aftur að bíl sínum ákvað hann að gista í Grindavík og sækja bílinn daginn eftir.

Innlent
Fréttamynd

Hleypa þurfi fólki nær og stika leiðina

Tómas Guðbjartsson, hjartalæknir og útvistarmaður, segir mikilvægt að auðvelda fólki aðgang að eldgosi á borð við það sem hófst í Geldingadal á föstudaginn. Auðvitað verði að virða lokun nú þegar veður er vont og hætta á gasmengun en í framhaldinu þurfi að hugsa strax í hvaða farveg eigi að beina straumi fólks svo gróðurinn verði ekki fyrir skakkaföllum.

Innlent
Fréttamynd

Þyrla Gæslunnar kölluð út til leitar

Lögreglan á Suðurnesjum óskaði eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar upp úr klukkan hálfátta í morgun til að aðstoða við leit að fólki í nágrenni gosstöðvanna í Geldingadal.

Innlent
Fréttamynd

Útsýni úr tjaldinu yfir gosstöðvarnar

Aðfaranótt sunnudags lögðu margir leið sína að gosstöðvunum í Geldingardal. Svæðið er sérlega erfitt yfirferðar í myrkri og gangan oft upp í móti svo hún getur tekið á. Þá gerði þokan í nótt mörgum erfitt fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Eigi frekar að auðvelda fólki að komast að eldgosinu

Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, sýnir því fullan skilning að fólk leggi leið sína að eldgosinu í Geldingadal en þó verði að nálgast það af virðingu. Hann er þeirrar skoðunar að það eigi frekar að auðvelda fólki förina frekar en að láta það ganga langar og torfærar leiðir.

Innlent
Fréttamynd

Á göngu í níu klukkustundir án þess að komast að gosinu: „Strákurinn minn var orðinn virkilega hræddur og var að örmagnast“

Níu ára drengur og faðir hans villtust af leið á leið sinni til að skoða eldgosið í Geldingadal í gær. Feðgarnir voru á göngu í um níu klukkutíma, matarlausir, með rafmagnslausan síma og hefðu mátt vera betur búnir. Feðgarnir komust heim heilir á húfi um miðnætti í gær en drengurinn var að sögn móður hans orðinn mjög hræddur og þreyttur. Svekktastur var hann yfir því að hafa ekki náð að komast alla leið að eldgosinu og sjá það með berum augum.

Innlent
Fréttamynd

Nánast engar spennubreytingar

Spennubreytingar hafa ekki fylgt gosinu í Geldingadal. Gasmengunin er talsverð við gosstöðvarnar og getur fólk lagt sig í mikla hættu við að vera þar.

Innlent
Fréttamynd

Stórbrotnar ljósmyndir RAX af eldgosinu

Eldgosið í Geldingadal er sagt lítið í samanburði við fyrri eldgos á Íslandi. Engu að síður er um magnað sjónarspil að ræða þar sem náttúrunnar öfl eru að verki og sjón er sögu ríkari. Eldtungurnar frussast upp úr gígunum og logandi hraunið flæðir í stríðum straumum líkt og þeir sem lagt hafa leið sína á vettvang hafa glögglega orðið varir við.

Innlent
Fréttamynd

Jarðskjálfti yfir þrír að stærð í nótt en virkni eldgossins stöðug

Jarðskjálfti að stærðinni 3,2 mældist skammt frá Grindavík í nótt en að öðru leyti hefur verið tiltölulega lítil skjálftavirkni á jarðhræringasvæðinu á Reykjanesi frá því á miðnætti. Gasmengun frá eldgosinu í Geldingadal hefur ekki mælst yfir hættumörkum á höfuðborgarsvæðinu en brennisteinsdíoxíð mældist í lífshættulegu magni við gosstöðvarnar við upphaf gossins að sögn náttúruvársérfræðings.

Innlent
Fréttamynd

Fólk streymir enn í Geldingadal og margir illa búnir

Fjölmargir hafa gert sér leið upp í Geldingadal í gærkvöldi og í nótt. Fólk hefur jafnvel gist í tjöldum við eldgosið en margir hafa verið illa búnir fyrir ferðalagið og einhverjir hafa örmagnast. Þá er veður við gosstað orðið slæmt.

Innlent
Fréttamynd

Róleg nótt í Geldingadal

Nóttin var frekar róleg í Geldingadal á Reykjanesi. Hraunflæðið á svæðinu hefur að mestu verið það sama og það var í gærkvöldi, þó það hafi sveiflast upp og niður.

Innlent
Fréttamynd

„Það er auðvitað ekkert huggulegt við þetta“

Hraunflæð virðist vera nokkuð stöðugt í eldgosinu í Geldingadal og staðan að mestu óbreytt frá því Vísindanefnd almannavarna sendi frá sér tilkynningu um stöðu mála fyrr í kvöld. Um fimm hundruð jarðskjálftar hafa mælst á svæðinu síðasta sólarhringinn og var sá stærsti ekki nema 2,8 að stærð. Grannt er fylgst með gangi mála hvað varðar gosið sjálft og hugsanlega gasmengun af völdum þess. Von er á nýjum myndum frá gervihnetti á morgun.

Innlent
Fréttamynd

„Finnst fólk vera komið full nálægt þessu“

Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra kveðst skilja áhuga fólks á því að vilja sjá eldgosið í Geldingadal með berum augum. Honum hugnist ekki að stilla upp löggæslu til að koma í veg fyrir að fólk fari inn á svæðið en brýnir á sama tíma fyrir því að mikilvægt sé að kynna sér þá hættu sem er til staðar á svæðinu. Fjöldi fólks hefur í dag lagt leið sína að gosstöðvunum en fólk er varað við því að fara of nálægt.

Innlent