Gosið í einni lengstu pásunni hingað til Snorri Másson skrifar 5. september 2021 13:49 Eldgos í Fagradalsfjalli hófst 19. mars. Vísir/Vilhelm Eldvirkni í Fagradalsfjalli hefur legið í láginni frá því á fimmtudaginn. Þetta er ein lengsta pása sem eldgosið hefur tekið sér frá því að það hófst í mars, en er ekki nauðsynlega til marks um að það sé að klárast. Á óróamælum Veðurstofu Íslands má greinilega sjá að virkni í Fagradalsfjalli snarminnkar á fimmtudag og hefur ekki náð sér á strik síðan. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að ekki beri að draga of miklar ályktanir af þessari þróun. „Það gæti verið að gosið sé bara að taka langa pásu. Útaf hverju það er, það gæti hafa lokast fyrir innstreymið, hrunið ofan í það, eða hreinlega lagst saman gosrásin á einhverjum stað. Svo er náttúrulega hinn möguleikinn líka, að gosið sé hætt,“ segir Þorvaldur. Þetta sé þó ekki skýr vísbending um goslok. Þannig hafi eldgos á Havaí tekið sér allt að 7-10 daga pásur þótt það hafi staðið í 35 ár. Vel komi til greina hér að virknin neðar í jörðinni sé jafnvel meiri eða að nýtt stig sé að taka við. „Það þarf að skoða fleiri gögn, það þyrfti eiginlega að skoða afmyndunina, hvað hún er að segja okkur. Hvort hún sé enn að síga saman eða hvort það sé komið annað mynstur þar. Svo verðum við bara að sjá og bíða. Eftir því sem lengra líður frá, ef það gerist ekki neitt, þá náttúrulega endar með því að við verðum að segja að gosið sé hætt,“ segir Þorvaldur. Í öðrum gosfréttum er enn fylgst náið með Öskju, þar sem landris gefur ástæðu til að vera á varðbergi gagnvart hugsanlegu gosi. Það yrði saga til næsta bæjar, segir Þorvaldur, ef hér væru tvö gos í gangi í einu. „Mér hefur nú fundist eins og Askja sé að undirbúa sig undir eitthvað en hversu langan tíma hún tekur í það er svo annar handleggur. Það verður spennandi að fylgjast með því hvað Askja gerir. Þetta er náttúrulega eitt af okkar virkustu eldfjöllum og eitt af þeim eldfjöllum sem hefur framleitt hvað mest síðan jökla leysti, þannig að þetta er mjög öflug eldstöð og það væri mjög undarlegt ef hún væri sofandi of lengi.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Eins og standa við appelsínugulan Dettifoss“ Mögnuð sjón beið þeirra sem lögðu leið sína að eldgosinu við Fagradalsfjall í morgun. Hraunstraumurinn rann stríðum strauðum niður í Nátthaga. 26. ágúst 2021 13:38 Hraun rennur aftur í Nátthaga en langt í Suðurstrandarveg Hraun er nú farið að renna niður í Nátthaga úr eldstöðinni við Fagradalsfjall á ný. Þetta er í fyrsta skipti sem sjáanlegt rennsli er niður í dalinn síðan í lok júní. Hraunið á að renna yfir Suðurstrandarveg fljótlega eftir að Nátthaginn fyllist af hrauni en að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands eru margar vikur eða mánuðir í að það gerist, miðað við kraftinn í gosinu núna. 21. ágúst 2021 19:14 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Á óróamælum Veðurstofu Íslands má greinilega sjá að virkni í Fagradalsfjalli snarminnkar á fimmtudag og hefur ekki náð sér á strik síðan. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að ekki beri að draga of miklar ályktanir af þessari þróun. „Það gæti verið að gosið sé bara að taka langa pásu. Útaf hverju það er, það gæti hafa lokast fyrir innstreymið, hrunið ofan í það, eða hreinlega lagst saman gosrásin á einhverjum stað. Svo er náttúrulega hinn möguleikinn líka, að gosið sé hætt,“ segir Þorvaldur. Þetta sé þó ekki skýr vísbending um goslok. Þannig hafi eldgos á Havaí tekið sér allt að 7-10 daga pásur þótt það hafi staðið í 35 ár. Vel komi til greina hér að virknin neðar í jörðinni sé jafnvel meiri eða að nýtt stig sé að taka við. „Það þarf að skoða fleiri gögn, það þyrfti eiginlega að skoða afmyndunina, hvað hún er að segja okkur. Hvort hún sé enn að síga saman eða hvort það sé komið annað mynstur þar. Svo verðum við bara að sjá og bíða. Eftir því sem lengra líður frá, ef það gerist ekki neitt, þá náttúrulega endar með því að við verðum að segja að gosið sé hætt,“ segir Þorvaldur. Í öðrum gosfréttum er enn fylgst náið með Öskju, þar sem landris gefur ástæðu til að vera á varðbergi gagnvart hugsanlegu gosi. Það yrði saga til næsta bæjar, segir Þorvaldur, ef hér væru tvö gos í gangi í einu. „Mér hefur nú fundist eins og Askja sé að undirbúa sig undir eitthvað en hversu langan tíma hún tekur í það er svo annar handleggur. Það verður spennandi að fylgjast með því hvað Askja gerir. Þetta er náttúrulega eitt af okkar virkustu eldfjöllum og eitt af þeim eldfjöllum sem hefur framleitt hvað mest síðan jökla leysti, þannig að þetta er mjög öflug eldstöð og það væri mjög undarlegt ef hún væri sofandi of lengi.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Eins og standa við appelsínugulan Dettifoss“ Mögnuð sjón beið þeirra sem lögðu leið sína að eldgosinu við Fagradalsfjall í morgun. Hraunstraumurinn rann stríðum strauðum niður í Nátthaga. 26. ágúst 2021 13:38 Hraun rennur aftur í Nátthaga en langt í Suðurstrandarveg Hraun er nú farið að renna niður í Nátthaga úr eldstöðinni við Fagradalsfjall á ný. Þetta er í fyrsta skipti sem sjáanlegt rennsli er niður í dalinn síðan í lok júní. Hraunið á að renna yfir Suðurstrandarveg fljótlega eftir að Nátthaginn fyllist af hrauni en að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands eru margar vikur eða mánuðir í að það gerist, miðað við kraftinn í gosinu núna. 21. ágúst 2021 19:14 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
„Eins og standa við appelsínugulan Dettifoss“ Mögnuð sjón beið þeirra sem lögðu leið sína að eldgosinu við Fagradalsfjall í morgun. Hraunstraumurinn rann stríðum strauðum niður í Nátthaga. 26. ágúst 2021 13:38
Hraun rennur aftur í Nátthaga en langt í Suðurstrandarveg Hraun er nú farið að renna niður í Nátthaga úr eldstöðinni við Fagradalsfjall á ný. Þetta er í fyrsta skipti sem sjáanlegt rennsli er niður í dalinn síðan í lok júní. Hraunið á að renna yfir Suðurstrandarveg fljótlega eftir að Nátthaginn fyllist af hrauni en að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands eru margar vikur eða mánuðir í að það gerist, miðað við kraftinn í gosinu núna. 21. ágúst 2021 19:14