Ástæða til að taka atburðarás við Öskju alvarlega Snorri Másson skrifar 4. september 2021 12:22 Freysteinn Sigmundsson er jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Hann hefur rannsakað Öskju um langt skeið, en eldstöðin kann að vera að taka við sér núna í fyrsta sinn í marga áratugi. Vísir/Egill Aðalsteinsson Ástæða er til að taka landris í kringum Öskju alvarlega að mati jarðeðlisfræðings. Landið hefur risið um nokkra sentímetra eftir að hafa sigið stanslaust í 40 ár og vísbendingar eru um aukna jarðskjálftavirkni á svæðinu. Askja gaus síðast árið 1961 en land í kringum eldstöðina hefur sigið jafnt og þétt frá árinu 1983. Núna er viðsnúningur og land tekið að rísa á ný. Ástæðan fyrir því að Veðurstofan gerði grein fyrir því í gær, er að það er orðið alveg skýrt. Það hefur orðið þrýstiaukning í rótum eldstöðvarinnar, segir Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Þýðir það að það sé að koma gos? „Nei, ekki endilega. Það þarf bara að fylgjast vel með eldstöðinni. Ein möguleg skýring á þessu er að kvika streymi þarna inn í rætur eldstöðvarinnar núna. En núna er tímabil aðgæslu og aukinnar vöktunar,“ segir Freysteinn. Öskjuvatn myndaðist í miklu eldgosi í öskju árið 1875.Stöð 2 Fyrst jarðskorpuhreyfingar, svo skjálftavirkni Mörg dæmi eru umm að kvika streymi inn í rætur eldstöðvar án þess að það leiði til goss, en hitt er einnig vel mögulegt að þetta sé upphafið að því sem síðar getur orðið aðdragandinn að eldgosi. Þannig var óróleiki um hríð við Svartsengi áður en gjósa tók annars staðar á Reykjanesskaga skömmu síðar. „Þetta gæti verið einhver þannig aðdragandi en alveg eins líklegt og kannski öllu líklegra að þetta bara fjari út. En þar sem eldstöðin hefur verið í kyrrð má segja, þá er rétt að taka þetta alvarlega,“ segir Freysteinn. Merki eru um breytta jarðskjálftavirkni í kringum eldstöðina en enn um sinn er sú breyting lítil. Hún gæti þó orðið meiri eftir því sem fram vindur. „Það er algengt að skjálftarnir komi kannski ekki fyrr en aðeins seinna. Það er ekkert óeðlilegt við það að fyrsta merkið sem við greinum séu jarðskorpuhreyfingar.“ Ólíklegt er að mögulegt gos í miðju Ódáðahrauni hafi veruleg áhrif á byggð, enda þyrftu ólíkar tegundir kviku að mætast til þess að úr yrði umfangsmikið sprengigos. Helst hefði Freysteinn áhyggjur af ferðamönnum á svæðinu. „Líklegasta atburðarásin er bara staðbundið hraungos inni á hálendi þar sem engir eru. En það eru þessar litlu líkur á að það gerist eitthvað annað. Við höfum líka Öskjuvatn og eldgos sem getur orðið í vatni á þessum stað. Það getur orðið gjóskufall. En þetta er framtíðarmúsík, það þarf bara að fylgjast vel með hvert þetta leiðir okkur áfram.“ Eldgos og jarðhræringar Skútustaðahreppur Almannavarnir Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Sjá meira
Askja gaus síðast árið 1961 en land í kringum eldstöðina hefur sigið jafnt og þétt frá árinu 1983. Núna er viðsnúningur og land tekið að rísa á ný. Ástæðan fyrir því að Veðurstofan gerði grein fyrir því í gær, er að það er orðið alveg skýrt. Það hefur orðið þrýstiaukning í rótum eldstöðvarinnar, segir Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Þýðir það að það sé að koma gos? „Nei, ekki endilega. Það þarf bara að fylgjast vel með eldstöðinni. Ein möguleg skýring á þessu er að kvika streymi þarna inn í rætur eldstöðvarinnar núna. En núna er tímabil aðgæslu og aukinnar vöktunar,“ segir Freysteinn. Öskjuvatn myndaðist í miklu eldgosi í öskju árið 1875.Stöð 2 Fyrst jarðskorpuhreyfingar, svo skjálftavirkni Mörg dæmi eru umm að kvika streymi inn í rætur eldstöðvar án þess að það leiði til goss, en hitt er einnig vel mögulegt að þetta sé upphafið að því sem síðar getur orðið aðdragandinn að eldgosi. Þannig var óróleiki um hríð við Svartsengi áður en gjósa tók annars staðar á Reykjanesskaga skömmu síðar. „Þetta gæti verið einhver þannig aðdragandi en alveg eins líklegt og kannski öllu líklegra að þetta bara fjari út. En þar sem eldstöðin hefur verið í kyrrð má segja, þá er rétt að taka þetta alvarlega,“ segir Freysteinn. Merki eru um breytta jarðskjálftavirkni í kringum eldstöðina en enn um sinn er sú breyting lítil. Hún gæti þó orðið meiri eftir því sem fram vindur. „Það er algengt að skjálftarnir komi kannski ekki fyrr en aðeins seinna. Það er ekkert óeðlilegt við það að fyrsta merkið sem við greinum séu jarðskorpuhreyfingar.“ Ólíklegt er að mögulegt gos í miðju Ódáðahrauni hafi veruleg áhrif á byggð, enda þyrftu ólíkar tegundir kviku að mætast til þess að úr yrði umfangsmikið sprengigos. Helst hefði Freysteinn áhyggjur af ferðamönnum á svæðinu. „Líklegasta atburðarásin er bara staðbundið hraungos inni á hálendi þar sem engir eru. En það eru þessar litlu líkur á að það gerist eitthvað annað. Við höfum líka Öskjuvatn og eldgos sem getur orðið í vatni á þessum stað. Það getur orðið gjóskufall. En þetta er framtíðarmúsík, það þarf bara að fylgjast vel með hvert þetta leiðir okkur áfram.“
Eldgos og jarðhræringar Skútustaðahreppur Almannavarnir Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Sjá meira