Allt gengið vel þrátt fyrir fimm mánaða eldgos í bakgarðinum Kristján Már Unnarsson skrifar 19. ágúst 2021 22:42 Hjálmar Hallgrímsson er vettvangsstjóri lögreglu á gossvæðinu og formaður bæjarráðs Grindavíkur. Egill Aðalsteinsson Eftir fimm mánaða eldgos í útjaðri Grindavíkur segir formaður bæjarráðs það standa upp úr hvað allt hafi gengið vel, þrátt fyrir miklar hættur og gríðarlegt álag. Jarðvísindamaður segir það einkenna gosið hvað það sé stöðugt og máttlítið. Á fimm mánaða afmæli eldgossins í Fagradalsfjalli lá gosvirkni niðri fram eftir degi, eins og sjá mátti á myndum í fréttum Stöðvar 2. Það breyttist síðdegis þegar aftur fór að krauma í gígnum. Óróarit Veðurstofu sýndi upptaktinn. Óróaritið sýnir vel reglubundið mynstur eldgossins að undanförnu, hvenær það liggur niðri og hvenær virknin er mest í gígnum.Veðurstofa Íslands Ekkert lát virðist á ferðamannastraumnum þá daga sem lítið sést til gossins. Aðstæður teljast lífshættulegar en verstu meiðslin hafa verið beinbrot. „Mér finnst kannski standa upp úr hvað þetta hefur allt gengið vel,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, vettvangsstjóri lögreglu. „Það er búið að vera gríðarlegt álag á björgunarsveitum, lögreglu. Það er búið að vera álag á landeigendum, vegagerð og fleiru. En einhvern veginn lendum við á löppunum. Og einhver slys og annað. En þetta er búið að ganga bara mjög vel.“ Horft yfir Langahrygg í átt að eldgígnum í dag. Sjá má ferðamenn á hryggnum. Dalverpið Nátthagi fyrir neðan til vinstri.Egill Aðalsteinsson Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir gosið hafa verið mikinn reynslutíma. „Það er sem sé þetta lærdómsgildi, bæði fyrir jarðvísindin og fyrir þjóðfélagið, sem mér finnst standa upp úr af þessu gosi,“ segir Páll Það skeri sig úr frá öðrum eldgosum hvað það sé stöðugt og máttlítið. „Flest af þeim eldgosum sem við höfum séð hafa verið miklu kröftugri. Byrjað með miklum látum og gassagangi og síðan fjara þau út á tiltölulega stuttum tíma. Þetta gos er búið að vera svona að malla í langan tíma með tiltölulega litlum krafti.“ Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur.Egill Aðalsteinsson Hjálmar horfir líka á gosið sem formaður bæjarráðs Grindavíkur. „Þetta hefur náttúrlega þýtt alveg gríðarlegan fjölda ferðamanna inn í bæinn, og inn og út úr bænum. Og við höfum svo sem bara fagnað þessu. Ég veit að veitingastaðir og verslanir hafa fengið sinn skerf af því.“ Hjá veitingahúsum í bænum hefur gosið gert meira en að vega upp kreppuástand vegna covid. „Síðustu mánuðir hafa verið bara mjög góðir, með bestu mánuðum frá upphafi. Og það er bara gosinu að þakka. Meiri traffík í gegn. Allir staðir hérna njóta góðs af því,“ segir Kári Guðmundsson, eigandi veitingastaðarins Fish House Bar & Grill. Kári Guðmundsson, veitingamaður í Grindavík.Egill Aðalsteinsson Og gasmengun hefur ekki ógnað bæjarbúum. „Jafnvel í logninu hérna í Grindavík þá höfum við ekki fengið nein vandræði út af mengun. Og vonum bara að svo verði áfram,“ segir Hjálmar. Jarðvísindamaðurinn segir engu hægt að spá um goslok. „Þetta gæti endað snögglega. Sum gos hafa endað mjög snögglega. Það gæti líka mallað svona áfram í mánuði og ár, - þessvegna,“ segir Páll Einarsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Almannavarnir Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þetta er núna vinsælasti útsýnisstaðurinn á gosið Drónamyndir sem náðust af gosstöðvunum á Fagradalsfjalli um helgina sýna að hraunelfa flæddi úr eldgígnum um göng og þaðan í átt til Meradala. Slæmt skyggni hefur í dag byrgt sýn að eldgosinu en óróamælar sýna að það hefur haldið fullum dampi. 12. júlí 2021 22:56 Eldgosið í Fagradalsfjalli orðið stærra en meðalgos á svæðinu Vísbendingar eru um að það hægi á landssigi við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir að þær breytingar sem nú sjáist á eldgosinu gætu verið byrjunin á endalokunum. Engu sé þó hægt að slá föstu um goslok. 8. júlí 2021 21:21 Hanna varnir fyrir Svartsengi, Grindavík og Reykjanesbraut Eldgosið í Fagradalsfjalli tók kipp í gærkvöldi með miklum hraunflæðigusum og mældust óróakviðurnar um tíma þær mestu frá upphafi gossins. Byrjað er að hanna varnarmannvirki til að verja Grindavík, Svartsengi og Reykjanesbraut. 30. júní 2021 22:57 Bjarga verðmætum áður en hraunið tekur bæinn Landeigendur Ísólfsskála keppast nú við að bjarga lausamunum og öðrum verðmætum áður en hraun flæðir yfir jörðina. Á sama tíma er verið að stika nýja gönguleið á stað þaðan sem sést yfir eldgíginn og áformað að opna nýtt bílastæði. 23. júní 2021 22:26 Grindvíkingar sultuslakir þótt gjósi bak við hólinn Nærri fjögurra vikna eldgos í bakgarði Grindavíkur virðist ekki hafa truflað daglegt líf Grindvíkinga. Það er rétt eins og gosið sé orðið eðlilegur hluti mannlífsins. 14. apríl 2021 23:20 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira
Á fimm mánaða afmæli eldgossins í Fagradalsfjalli lá gosvirkni niðri fram eftir degi, eins og sjá mátti á myndum í fréttum Stöðvar 2. Það breyttist síðdegis þegar aftur fór að krauma í gígnum. Óróarit Veðurstofu sýndi upptaktinn. Óróaritið sýnir vel reglubundið mynstur eldgossins að undanförnu, hvenær það liggur niðri og hvenær virknin er mest í gígnum.Veðurstofa Íslands Ekkert lát virðist á ferðamannastraumnum þá daga sem lítið sést til gossins. Aðstæður teljast lífshættulegar en verstu meiðslin hafa verið beinbrot. „Mér finnst kannski standa upp úr hvað þetta hefur allt gengið vel,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, vettvangsstjóri lögreglu. „Það er búið að vera gríðarlegt álag á björgunarsveitum, lögreglu. Það er búið að vera álag á landeigendum, vegagerð og fleiru. En einhvern veginn lendum við á löppunum. Og einhver slys og annað. En þetta er búið að ganga bara mjög vel.“ Horft yfir Langahrygg í átt að eldgígnum í dag. Sjá má ferðamenn á hryggnum. Dalverpið Nátthagi fyrir neðan til vinstri.Egill Aðalsteinsson Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir gosið hafa verið mikinn reynslutíma. „Það er sem sé þetta lærdómsgildi, bæði fyrir jarðvísindin og fyrir þjóðfélagið, sem mér finnst standa upp úr af þessu gosi,“ segir Páll Það skeri sig úr frá öðrum eldgosum hvað það sé stöðugt og máttlítið. „Flest af þeim eldgosum sem við höfum séð hafa verið miklu kröftugri. Byrjað með miklum látum og gassagangi og síðan fjara þau út á tiltölulega stuttum tíma. Þetta gos er búið að vera svona að malla í langan tíma með tiltölulega litlum krafti.“ Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur.Egill Aðalsteinsson Hjálmar horfir líka á gosið sem formaður bæjarráðs Grindavíkur. „Þetta hefur náttúrlega þýtt alveg gríðarlegan fjölda ferðamanna inn í bæinn, og inn og út úr bænum. Og við höfum svo sem bara fagnað þessu. Ég veit að veitingastaðir og verslanir hafa fengið sinn skerf af því.“ Hjá veitingahúsum í bænum hefur gosið gert meira en að vega upp kreppuástand vegna covid. „Síðustu mánuðir hafa verið bara mjög góðir, með bestu mánuðum frá upphafi. Og það er bara gosinu að þakka. Meiri traffík í gegn. Allir staðir hérna njóta góðs af því,“ segir Kári Guðmundsson, eigandi veitingastaðarins Fish House Bar & Grill. Kári Guðmundsson, veitingamaður í Grindavík.Egill Aðalsteinsson Og gasmengun hefur ekki ógnað bæjarbúum. „Jafnvel í logninu hérna í Grindavík þá höfum við ekki fengið nein vandræði út af mengun. Og vonum bara að svo verði áfram,“ segir Hjálmar. Jarðvísindamaðurinn segir engu hægt að spá um goslok. „Þetta gæti endað snögglega. Sum gos hafa endað mjög snögglega. Það gæti líka mallað svona áfram í mánuði og ár, - þessvegna,“ segir Páll Einarsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Almannavarnir Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þetta er núna vinsælasti útsýnisstaðurinn á gosið Drónamyndir sem náðust af gosstöðvunum á Fagradalsfjalli um helgina sýna að hraunelfa flæddi úr eldgígnum um göng og þaðan í átt til Meradala. Slæmt skyggni hefur í dag byrgt sýn að eldgosinu en óróamælar sýna að það hefur haldið fullum dampi. 12. júlí 2021 22:56 Eldgosið í Fagradalsfjalli orðið stærra en meðalgos á svæðinu Vísbendingar eru um að það hægi á landssigi við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir að þær breytingar sem nú sjáist á eldgosinu gætu verið byrjunin á endalokunum. Engu sé þó hægt að slá föstu um goslok. 8. júlí 2021 21:21 Hanna varnir fyrir Svartsengi, Grindavík og Reykjanesbraut Eldgosið í Fagradalsfjalli tók kipp í gærkvöldi með miklum hraunflæðigusum og mældust óróakviðurnar um tíma þær mestu frá upphafi gossins. Byrjað er að hanna varnarmannvirki til að verja Grindavík, Svartsengi og Reykjanesbraut. 30. júní 2021 22:57 Bjarga verðmætum áður en hraunið tekur bæinn Landeigendur Ísólfsskála keppast nú við að bjarga lausamunum og öðrum verðmætum áður en hraun flæðir yfir jörðina. Á sama tíma er verið að stika nýja gönguleið á stað þaðan sem sést yfir eldgíginn og áformað að opna nýtt bílastæði. 23. júní 2021 22:26 Grindvíkingar sultuslakir þótt gjósi bak við hólinn Nærri fjögurra vikna eldgos í bakgarði Grindavíkur virðist ekki hafa truflað daglegt líf Grindvíkinga. Það er rétt eins og gosið sé orðið eðlilegur hluti mannlífsins. 14. apríl 2021 23:20 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira
Þetta er núna vinsælasti útsýnisstaðurinn á gosið Drónamyndir sem náðust af gosstöðvunum á Fagradalsfjalli um helgina sýna að hraunelfa flæddi úr eldgígnum um göng og þaðan í átt til Meradala. Slæmt skyggni hefur í dag byrgt sýn að eldgosinu en óróamælar sýna að það hefur haldið fullum dampi. 12. júlí 2021 22:56
Eldgosið í Fagradalsfjalli orðið stærra en meðalgos á svæðinu Vísbendingar eru um að það hægi á landssigi við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir að þær breytingar sem nú sjáist á eldgosinu gætu verið byrjunin á endalokunum. Engu sé þó hægt að slá föstu um goslok. 8. júlí 2021 21:21
Hanna varnir fyrir Svartsengi, Grindavík og Reykjanesbraut Eldgosið í Fagradalsfjalli tók kipp í gærkvöldi með miklum hraunflæðigusum og mældust óróakviðurnar um tíma þær mestu frá upphafi gossins. Byrjað er að hanna varnarmannvirki til að verja Grindavík, Svartsengi og Reykjanesbraut. 30. júní 2021 22:57
Bjarga verðmætum áður en hraunið tekur bæinn Landeigendur Ísólfsskála keppast nú við að bjarga lausamunum og öðrum verðmætum áður en hraun flæðir yfir jörðina. Á sama tíma er verið að stika nýja gönguleið á stað þaðan sem sést yfir eldgíginn og áformað að opna nýtt bílastæði. 23. júní 2021 22:26
Grindvíkingar sultuslakir þótt gjósi bak við hólinn Nærri fjögurra vikna eldgos í bakgarði Grindavíkur virðist ekki hafa truflað daglegt líf Grindvíkinga. Það er rétt eins og gosið sé orðið eðlilegur hluti mannlífsins. 14. apríl 2021 23:20