Hraun rennur aftur í Nátthaga en langt í Suðurstrandarveg Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 21. ágúst 2021 19:14 Það er góður kraftur í gosinu þessa stundina. Göngumaður náði þessari mynd þegar hraunið var byrjað að leka niður brekkuna í Nátthaga. aðsend Hraun er nú farið að renna niður í Nátthaga úr eldstöðinni við Fagradalsfjall á ný. Þetta er í fyrsta skipti sem sjáanlegt rennsli er niður í dalinn síðan í lok júní. Hraunið á að renna yfir Suðurstrandarveg fljótlega eftir að Nátthaginn fyllist af hrauni en að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands eru margar vikur eða mánuðir í að það gerist, miðað við kraftinn í gosinu núna. Hraunið fór aftur að renna niður í Nátthaga um klukkan 18 í dag en að sögn Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands hefur þessi þróun legið í loftinu síðustu daga þar sem hraunárnar hafa verið að leita meira til suðurs. Nær allt hraun sem hefur runnið síðustu tvo mánuði hefur farið austur í Meradali. Hægt að komast í návígi við glóandi hraun „Þetta rennur svoldið svona á víxl alltaf. Þetta er náttúrulega langur tími á milli kannski. Hraunið finnur sér alltaf nýjar leiðir til að renna,“ segir Böðvar Sveinsson náttúruvársérfræðingur í samtali við Vísi. Nú þegar hraunið er aftur farið að renna í Nátthaga er hægt að komast í návígi við glóandi hraun á ný án mikillar fyrirhafnar. Einn þeirra sem fór að gossvæðinu í dag sendi Vísi þær myndir sem fylgja fréttinni. Þegar hraun er aftur farið að renna niður í Nátthaga er orðið mun auðveldara að ganga að glóandi hrauni.aðsend Fyllist ekki á næstu dögum eða vikum Hraunið er því aftur farið að renna í átt að Suðurstrandarvegi en til að hraun nái að honum verður Nátthaginn að fyllast fyrst. Er Nátthaginn nálægt því að fyllast? „Nei, það gerist ekki á næstu klukkutímum, dögum eða vikum,“ segir Böðvar. „Það tekur bara sinn tíma.“ Þannig það er enn langt í þetta? „Það er svona spurning hvað er skilgreint sem langt. Það er kannski stutt á jarðsögulegum tíma… en þetta verður ekkert núna alveg á næstunni.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Vonar að eldgosinu í Geldingadölum fari að ljúka Lögreglan á Suðurnesjum hefur áhyggjur af langvarandi álagi á viðbragðsaðila vegna eldgossins í Geldingadölum sem staðið hefur í um fimm mánuði. Ekki eru áhyggjurnar minni af ferðalöngum sem hætta sér út á nýstorknað yfirborð hraunsins. 13. ágúst 2021 07:00 Mikill reynslutími fyrir jarðvísindamenn og þjóðina alla Fimm mánuðir eru í dag liðnir frá því að eldgosið við Fagradalsfjall á Reykjanesi hófst. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir þessa mánuði hafa verið mikinn reynslutíma fyrir jarðvísindamenn og þjóðina alla. 19. ágúst 2021 13:03 Allt gengið vel þrátt fyrir fimm mánaða eldgos í bakgarðinum Eftir fimm mánaða eldgos í útjaðri Grindavíkur segir formaður bæjarráðs það standa upp úr hvað allt hafi gengið vel, þrátt fyrir miklar hættur og gríðarlegt álag. Jarðvísindamaður segir það einkenna gosið hvað það sé stöðugt og máttlítið. 19. ágúst 2021 22:42 Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Hraunið fór aftur að renna niður í Nátthaga um klukkan 18 í dag en að sögn Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands hefur þessi þróun legið í loftinu síðustu daga þar sem hraunárnar hafa verið að leita meira til suðurs. Nær allt hraun sem hefur runnið síðustu tvo mánuði hefur farið austur í Meradali. Hægt að komast í návígi við glóandi hraun „Þetta rennur svoldið svona á víxl alltaf. Þetta er náttúrulega langur tími á milli kannski. Hraunið finnur sér alltaf nýjar leiðir til að renna,“ segir Böðvar Sveinsson náttúruvársérfræðingur í samtali við Vísi. Nú þegar hraunið er aftur farið að renna í Nátthaga er hægt að komast í návígi við glóandi hraun á ný án mikillar fyrirhafnar. Einn þeirra sem fór að gossvæðinu í dag sendi Vísi þær myndir sem fylgja fréttinni. Þegar hraun er aftur farið að renna niður í Nátthaga er orðið mun auðveldara að ganga að glóandi hrauni.aðsend Fyllist ekki á næstu dögum eða vikum Hraunið er því aftur farið að renna í átt að Suðurstrandarvegi en til að hraun nái að honum verður Nátthaginn að fyllast fyrst. Er Nátthaginn nálægt því að fyllast? „Nei, það gerist ekki á næstu klukkutímum, dögum eða vikum,“ segir Böðvar. „Það tekur bara sinn tíma.“ Þannig það er enn langt í þetta? „Það er svona spurning hvað er skilgreint sem langt. Það er kannski stutt á jarðsögulegum tíma… en þetta verður ekkert núna alveg á næstunni.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Vonar að eldgosinu í Geldingadölum fari að ljúka Lögreglan á Suðurnesjum hefur áhyggjur af langvarandi álagi á viðbragðsaðila vegna eldgossins í Geldingadölum sem staðið hefur í um fimm mánuði. Ekki eru áhyggjurnar minni af ferðalöngum sem hætta sér út á nýstorknað yfirborð hraunsins. 13. ágúst 2021 07:00 Mikill reynslutími fyrir jarðvísindamenn og þjóðina alla Fimm mánuðir eru í dag liðnir frá því að eldgosið við Fagradalsfjall á Reykjanesi hófst. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir þessa mánuði hafa verið mikinn reynslutíma fyrir jarðvísindamenn og þjóðina alla. 19. ágúst 2021 13:03 Allt gengið vel þrátt fyrir fimm mánaða eldgos í bakgarðinum Eftir fimm mánaða eldgos í útjaðri Grindavíkur segir formaður bæjarráðs það standa upp úr hvað allt hafi gengið vel, þrátt fyrir miklar hættur og gríðarlegt álag. Jarðvísindamaður segir það einkenna gosið hvað það sé stöðugt og máttlítið. 19. ágúst 2021 22:42 Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Vonar að eldgosinu í Geldingadölum fari að ljúka Lögreglan á Suðurnesjum hefur áhyggjur af langvarandi álagi á viðbragðsaðila vegna eldgossins í Geldingadölum sem staðið hefur í um fimm mánuði. Ekki eru áhyggjurnar minni af ferðalöngum sem hætta sér út á nýstorknað yfirborð hraunsins. 13. ágúst 2021 07:00
Mikill reynslutími fyrir jarðvísindamenn og þjóðina alla Fimm mánuðir eru í dag liðnir frá því að eldgosið við Fagradalsfjall á Reykjanesi hófst. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir þessa mánuði hafa verið mikinn reynslutíma fyrir jarðvísindamenn og þjóðina alla. 19. ágúst 2021 13:03
Allt gengið vel þrátt fyrir fimm mánaða eldgos í bakgarðinum Eftir fimm mánaða eldgos í útjaðri Grindavíkur segir formaður bæjarráðs það standa upp úr hvað allt hafi gengið vel, þrátt fyrir miklar hættur og gríðarlegt álag. Jarðvísindamaður segir það einkenna gosið hvað það sé stöðugt og máttlítið. 19. ágúst 2021 22:42