Fólk spennt fyrir Öskjugosi sem lætur bíða eftir sér Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 18. september 2021 12:18 Askja í forgrunni. Fjær sjást Herðubreið og Herðubreiðartögl og lengst til hægri sést í Upptyppinga. Mynd/Stöð 2. Ólíklegt er að gos hefjist í Öskju á næstu vikum eða mánuðum. Landris á svæðinu gæti þó verið upphafið að langri atburðarás sem endar með gosi. Óvissustig almannavarna er enn í gildi vegna landriss í Öskju þar sem talið er að kvika hafi safnast fyrir á um tveggja kílómetra dýpi. Veðurstofan hefur aukið eftirlit sitt með svæðinu. „Við erum alveg búin undir að þetta sé einhver ferill sem gæti tekið lengri tíma. Við sáum það nú með Reykjanesið að innskotavirkni hófst einu og hálfur ári áður en gos hófst,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Það má þá ekki búast við að gos hefjist á svæðinu á morgun eða í næstu viku? „Nei, við búumst við því að það verði einhver skýrari merki í aðdraganda goss. En þetta er alveg klárlega atburðarás sem þarf að fylgjast með,“ segir Salóme. Fæst kvikuinnskot ná upp á yfirborð Hún bendir á að langur tími fyrir okkur mennina geti verið mjög stuttur tími á jarðfræðilegum skala. „Þetta er svona með jarðferlin, að þau taka lengri tíma heldur en að við erum kannski með þolinmæði í yfirleitt. Fólk er voða spennt að sjá eitthvað nýtt en þetta tekur oft aðeins lengri tíma.“ Salóme segir þó ólíklegra en ekki að kvikan nái upp á yfirborðið. „Við segjum oft að það sé í svona 90 prósent tilfella að innskot ná ekki á yfirborðið. Og við sáum það nú líka með Reykjanesið að þar voru í rauninni nokkur innskotaferli í gangi og svo endaði það með ganginum sem náði á yfirborðið.“ Askja gaus síðast árið 1961 en land í kringum eldstöðina hafði sigið jafnt og þétt frá árinu 1983, þar til það fór skyndilega að rísa í ágúst í ár. Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Fylgjast náið með Öskju og biðja ferðamenn að upplýsa um allt óvenjulegt Almannavarnir fylgjast náið með landrisi og jarðskjálftavirkni í Öskju og biðja ferðamenn að láta vita, taki þeir eftir einhverju óvenjulegu á svæðinu. Jarðeðlisfræðingur segir þetta geta markað upphafið að langtímaferli sem endar með gosi, og telur ástæðu til að taka ástandið alvarlega. 4. september 2021 19:00 Land rís við Öskju Mælingar Veðurstofu Íslands sýna að þensla hafi hafist í Öskju í byrjun ágúst 2021. 3. september 2021 23:58 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Óvissustig almannavarna er enn í gildi vegna landriss í Öskju þar sem talið er að kvika hafi safnast fyrir á um tveggja kílómetra dýpi. Veðurstofan hefur aukið eftirlit sitt með svæðinu. „Við erum alveg búin undir að þetta sé einhver ferill sem gæti tekið lengri tíma. Við sáum það nú með Reykjanesið að innskotavirkni hófst einu og hálfur ári áður en gos hófst,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Það má þá ekki búast við að gos hefjist á svæðinu á morgun eða í næstu viku? „Nei, við búumst við því að það verði einhver skýrari merki í aðdraganda goss. En þetta er alveg klárlega atburðarás sem þarf að fylgjast með,“ segir Salóme. Fæst kvikuinnskot ná upp á yfirborð Hún bendir á að langur tími fyrir okkur mennina geti verið mjög stuttur tími á jarðfræðilegum skala. „Þetta er svona með jarðferlin, að þau taka lengri tíma heldur en að við erum kannski með þolinmæði í yfirleitt. Fólk er voða spennt að sjá eitthvað nýtt en þetta tekur oft aðeins lengri tíma.“ Salóme segir þó ólíklegra en ekki að kvikan nái upp á yfirborðið. „Við segjum oft að það sé í svona 90 prósent tilfella að innskot ná ekki á yfirborðið. Og við sáum það nú líka með Reykjanesið að þar voru í rauninni nokkur innskotaferli í gangi og svo endaði það með ganginum sem náði á yfirborðið.“ Askja gaus síðast árið 1961 en land í kringum eldstöðina hafði sigið jafnt og þétt frá árinu 1983, þar til það fór skyndilega að rísa í ágúst í ár.
Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Fylgjast náið með Öskju og biðja ferðamenn að upplýsa um allt óvenjulegt Almannavarnir fylgjast náið með landrisi og jarðskjálftavirkni í Öskju og biðja ferðamenn að láta vita, taki þeir eftir einhverju óvenjulegu á svæðinu. Jarðeðlisfræðingur segir þetta geta markað upphafið að langtímaferli sem endar með gosi, og telur ástæðu til að taka ástandið alvarlega. 4. september 2021 19:00 Land rís við Öskju Mælingar Veðurstofu Íslands sýna að þensla hafi hafist í Öskju í byrjun ágúst 2021. 3. september 2021 23:58 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Fylgjast náið með Öskju og biðja ferðamenn að upplýsa um allt óvenjulegt Almannavarnir fylgjast náið með landrisi og jarðskjálftavirkni í Öskju og biðja ferðamenn að láta vita, taki þeir eftir einhverju óvenjulegu á svæðinu. Jarðeðlisfræðingur segir þetta geta markað upphafið að langtímaferli sem endar með gosi, og telur ástæðu til að taka ástandið alvarlega. 4. september 2021 19:00
Land rís við Öskju Mælingar Veðurstofu Íslands sýna að þensla hafi hafist í Öskju í byrjun ágúst 2021. 3. september 2021 23:58