Nýjar sprungur á Gónhóli við eldstöðvarnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. ágúst 2021 15:24 Veðurstofan vaktar sprungumyndun á hinum svokallaða Gónhóli. Vísir/Vilhelm Nýjar sprungur sjást nú í Gónhóli nálægt eldstöðvunum við Fagradalsfjall og virðast þær hafa myndast á síðastliðnum tveimur vikum. Ekki er hægt að útiloka að sprungumyndanirnar séu til marks um að kvika sé að færast nær yfirborði við Gónhól, þar sem þyrlum hefur meðal annars verið lent með farþega. Gónhóll fékk þetta lýsandi nafn fljótlega eftir að eldgosið í Fagradalsfjalli hófst, þar sem hóllinn reyndist afar góður og fjölfarinn útsýnistaður yfir gosið. Nú er hans hinsvegrar umlukinn hrauni og einungis aðgengilegur á þyrlum. Á vef Veðurstofunnar segir að umræddar sprungur séu líklega togsprungur og raða þær sér nyrst í Gónhóli í stefnu kvikugangsins, suðaustur af megin gígnum. Nokkrar kenningar hafa verið nefndar um hvað veldur sprungunum, til að mynda litlir jarðskjálfta, það er minni en 2 að stærð, sig í kjölfar minnkandi kvikuþrýstings eða hraunfargið sem umlykur hólinn. Sprungurnar eru merktar með rauðu inn á kortið. Megin gígurinn sést efst í vinstra horninu. Loftmyndin og landlíkanið er unnið út frá myndum frá Náttúrufræðistofnun Íslands.Mynd/Veðurstofa Íslands Ekki er hægt að útiloka að sprungumyndanirnar séu til marks um að kvika sé að færast nær yfirborði við Gónhól að því er segir á vef Veðurstofunnar. „Ef að kvika kemst nærri yfirborði þá má gera ráð fyrir að sprungurnar gliðni enn frekar og að gas og gufur sjáist stíga upp úr þeim. Við slík skilyrði er ekki ráðlegt að vera á Gónhóli. Veðurstofan beinir því þeim tilmælum til þyrluflugmanna sem lenda á Gónhóli að gæta varúðar.“ Hér fyrir neðan má sjá beina útsendingu úr vefmyndavél Vísis sem er einmitt á Gónhóli, ekki langt frá nýju sprungunum. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Tíminn nýttur til hins ýtrasta til að ræða atvinnuleysi og ógn af eldgosinu Fulltrúar sveitarstjórna á Suðurnesjum funda nú með ríkisstjórninni í Grindavík. Þeir ætla sér að nýta þá tvo tíma sem þeir fá með ráðherrum vel til að vekja athygli á helstu hagsmunamálum svæðisins. 10. ágúst 2021 13:55 Ekki nýtt gosop heldur gat í gígbarminum Svo virtist sem nýtt gosop hefði verið að taka á sig mynd í eldgosinu í Fagradalsfalli í dag, en svo var ekki. 9. ágúst 2021 19:29 Týnda prinsessan skoðaði eldgosið Latifa prinsessa af Dubai var stödd hér á landi nýlega og skoðaði eldgosið í Geldingadölum. Hún var stödd á landinu með vinkonu sinni Sioned Taylor en þær stöllur virðast hafa verið á ferðalagi um heiminn undanfarið. 10. ágúst 2021 09:54 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Gónhóll fékk þetta lýsandi nafn fljótlega eftir að eldgosið í Fagradalsfjalli hófst, þar sem hóllinn reyndist afar góður og fjölfarinn útsýnistaður yfir gosið. Nú er hans hinsvegrar umlukinn hrauni og einungis aðgengilegur á þyrlum. Á vef Veðurstofunnar segir að umræddar sprungur séu líklega togsprungur og raða þær sér nyrst í Gónhóli í stefnu kvikugangsins, suðaustur af megin gígnum. Nokkrar kenningar hafa verið nefndar um hvað veldur sprungunum, til að mynda litlir jarðskjálfta, það er minni en 2 að stærð, sig í kjölfar minnkandi kvikuþrýstings eða hraunfargið sem umlykur hólinn. Sprungurnar eru merktar með rauðu inn á kortið. Megin gígurinn sést efst í vinstra horninu. Loftmyndin og landlíkanið er unnið út frá myndum frá Náttúrufræðistofnun Íslands.Mynd/Veðurstofa Íslands Ekki er hægt að útiloka að sprungumyndanirnar séu til marks um að kvika sé að færast nær yfirborði við Gónhól að því er segir á vef Veðurstofunnar. „Ef að kvika kemst nærri yfirborði þá má gera ráð fyrir að sprungurnar gliðni enn frekar og að gas og gufur sjáist stíga upp úr þeim. Við slík skilyrði er ekki ráðlegt að vera á Gónhóli. Veðurstofan beinir því þeim tilmælum til þyrluflugmanna sem lenda á Gónhóli að gæta varúðar.“ Hér fyrir neðan má sjá beina útsendingu úr vefmyndavél Vísis sem er einmitt á Gónhóli, ekki langt frá nýju sprungunum.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Tíminn nýttur til hins ýtrasta til að ræða atvinnuleysi og ógn af eldgosinu Fulltrúar sveitarstjórna á Suðurnesjum funda nú með ríkisstjórninni í Grindavík. Þeir ætla sér að nýta þá tvo tíma sem þeir fá með ráðherrum vel til að vekja athygli á helstu hagsmunamálum svæðisins. 10. ágúst 2021 13:55 Ekki nýtt gosop heldur gat í gígbarminum Svo virtist sem nýtt gosop hefði verið að taka á sig mynd í eldgosinu í Fagradalsfalli í dag, en svo var ekki. 9. ágúst 2021 19:29 Týnda prinsessan skoðaði eldgosið Latifa prinsessa af Dubai var stödd hér á landi nýlega og skoðaði eldgosið í Geldingadölum. Hún var stödd á landinu með vinkonu sinni Sioned Taylor en þær stöllur virðast hafa verið á ferðalagi um heiminn undanfarið. 10. ágúst 2021 09:54 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Tíminn nýttur til hins ýtrasta til að ræða atvinnuleysi og ógn af eldgosinu Fulltrúar sveitarstjórna á Suðurnesjum funda nú með ríkisstjórninni í Grindavík. Þeir ætla sér að nýta þá tvo tíma sem þeir fá með ráðherrum vel til að vekja athygli á helstu hagsmunamálum svæðisins. 10. ágúst 2021 13:55
Ekki nýtt gosop heldur gat í gígbarminum Svo virtist sem nýtt gosop hefði verið að taka á sig mynd í eldgosinu í Fagradalsfalli í dag, en svo var ekki. 9. ágúst 2021 19:29
Týnda prinsessan skoðaði eldgosið Latifa prinsessa af Dubai var stödd hér á landi nýlega og skoðaði eldgosið í Geldingadölum. Hún var stödd á landinu með vinkonu sinni Sioned Taylor en þær stöllur virðast hafa verið á ferðalagi um heiminn undanfarið. 10. ágúst 2021 09:54