Eldgos og jarðhræringar Skjálfti að stærð 3,6 við Bárðarbungu Þrír jarðskjálftar urðu í Bárðarbunguöskjunni á fjórða tímanum í dag. Mældist sá stærsti 3,6 að stærð klukkan 15:35, sjö kílómetra austsuðaustur af Bárðarbungu. Engin merki eru um óróa eða óeðlilega virkni á svæðinu. Innlent 12.11.2021 16:09 Hekla undir smásjá vegna skjálftahrinu Yfir þrjú hundruð eftirskjálftar hafa mælst á svæðinu við Vatnafjöll nærri Heklu frá stóra skjálftanum í gær. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir Heklu undir smásjá vegna hrinunnar. Engin merki séu þó um yfirvofandi eldgos. Innlent 12.11.2021 11:32 Skjálfti 3,2 að stærð við Keili Nokkrir jarðskjálftar riðu yfir í nótt samkvæmt töflu Veðurstofunnar. Stærsti skjálftinn var 3,2 stig í grennd við Keili á Reykjanesi og því væntanlega ótengdur stóra skjálftanum sem reið yfir Suðurlandi í gær. Innlent 12.11.2021 07:05 Fyrsta sem Drífa gerði var að horfa til Heklu „Ég náttúrlega stökk út í glugga til að kíkja á Heklu, vinkonu mína. Ég hef hana fyrir augunum og beint úr eldhúsglugganum,“ sagði Drífa Hjartardóttir, fyrrverandi alþingismaður og bóndi á Keldum á Rangárvöllum. Innlent 11.11.2021 22:00 „Þetta er skjálftabeltið sem er þarna að verki“ Dr. Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur, segir að það fari ekki á milli mála að jarðskjálftinn sem reið yfir Suðurlandið í dag hafi verið Suðurlandsskjálfti, en ekki tengdur Heklu. Innlent 11.11.2021 20:05 Hvorki tjón né slys á fólki vegna skjálftans tilkynnt til lögreglu Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir jarðskjálftann, sem reið yfir á öðrum tímanum eftir hádegi í dag og var af stærðinni 5,2, hafa fundist vel á Selfossi og víðar. Ekki hafi borist tilkynningar um tjón eða slys til lögreglu. Innlent 11.11.2021 17:02 Ekki grunur um að gos sé í vændum en Hekla undir smásjá Ekki er talin hætta á að Hekla muni gjósa eftir að jarðskjálfti af stærðinni 5,2 reið yfir Suðurlandið í dag. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sérfræðingar Veðurstofu Íslands hafa lokið fundi sínum um skjálftann og telja hann ekki tengjast Heklu beint. Innlent 11.11.2021 16:20 Sverrir í Selsundi: „Allt öðruvísi en í skjálftanum 1987“ Sverrir Haraldsson, bóndi í Selsundi á Rangárvöllum, segir skjálftann sem varð á öðrum tímanum í dag hafa verið allt öðruvísi en stóri skjálftinn reið yfir í Vatnafjöllum árið 1987. Innlent 11.11.2021 14:51 Skjálfti af stærð 5,2 fannst vel víða á Suðvesturhorninu Jarðskjálfti af stærðinni 5,2 reið yfir klukkan 13:21 og fannst hann vel á nær öllu suðvesturhorni landsins. Fyrstu mælingar Veðurstofu sýna að hann hafi verið af stærðinni 4,8 en sú tala hefur nú verið uppfærð. Skjálftinn átti upptök sín um 1,9 km Suðvestur af Vatnafjöllum. Innlent 11.11.2021 13:29 Magnaðar myndir sýna La Palma á kafi í ösku Nýjar myndir frá spænsku eyjunni La Palma sýna mikið öskulag sem virðist hafa lagt sig yfir hluta eyjarinnar líkt og teppi. Eldgos í Cumbre Vieja á eynni hefur nú staðið í um sex vikur. Erlent 3.11.2021 08:39 Veðurstofan vaktar Torfajökulssvæðið vegna skjálfta Lágtíðniskjálftar hafa mælst í miklu magni á Torfajökulssvæðinu frá því í gær. Vísindafólk frá Háskóla Íslands og Veðurstofunni hittist í dag ásamt fulltrúa frá almannavarnadeild og ræddi virknina. Innlent 29.10.2021 22:11 Fáir ánægðari með líkleg goslok en landeigendur Ísólfsskála „Það bara hljómar alveg rosalega vel,“ segir Guðrún Björk Guðsteinsdóttir, formaður Landeigendafélags Ísólfsskála, um fréttir um að eldgosið við Fagradalsfjall sé mögulega á lokametrunum. Innlent 25.10.2021 14:30 Jarðskjálfti 5,9 að stærð á Nýja-Sjálandi Jarðskjálfti sem mældist 5,9 að stærð reið yfir á Norðureyju Nýja-Sjálands nú fyrir stuttu. Upptök skjálftans voru á miðri eyjunni en hann er sagður hafa fundist víðast hvar í landinu, þar á meðal á Suðureyjunni. Erlent 21.10.2021 23:03 Eldgos hafið í Japan Eldgos hófst í Aso-fjalli á japönsku eyjunni Kyushu í morgun. Öskusúla stígur nú upp frá fjallinu og gjall hefur boristhátt í kílómeter frá gígnum. Erlent 20.10.2021 11:36 Dróni kemur hundum sem eru fastir við eldgosið til bjargar Drónaeigandi á La Palma-eyju hefur fengið leyfi yfirvalda til þess að freista þess að bjarga þremur veikburða hundum sem eru fastir í grennd við Cumbre Vieja eldfjallið. Erlent 19.10.2021 22:36 Eldgosið fært af hættustigi niður á óvissustig Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum hefur ákveðið að lækka almannavarnastig vegna eldossins í Geldingadölum af hættustigi og niður í óvissustig. Innlent 18.10.2021 15:08 „Sannkölluð flóðbylgja af hrauni“ Jarðskjálfti að styrkleika 4,5 reið yfir eyjuna La Palma fyrr í dag. Þetta er annar skjálftinn af þessari stærð síðustu tvo daga. Erlent 15.10.2021 14:30 Aðsókn að gosstöðvunum aldrei verið minni Þeim fækkar ört sem vilja gera sér ferð að gosstöðvunum í Geldingadölum. Hraun hefur enda ekki sést koma upp úr gígnum í tæpar fjórar vikur, en það gerðist síðast þann 18. september. Áhöld eru uppi um hvort gosinu sé lokið eða hvort nú sé í gangi lengsta goshléið til þessa. Innlent 15.10.2021 09:11 Ekki óhætt að fara að gígnum fyrr en nokkrum mánuðum eftir goslok Of snemmt er að lýsa yfir goslokum í Geldingadölum að mati jarðeðlisfræðings. Kvika hefur ekki komið upp úr gígnum í um fjórar vikur sem er lengsta hlé á virkninni síðan gosið hófst. Innlent 14.10.2021 19:01 Gosið á Reykjanesi með langvinnari en smærri gosum Eldgosið sem hófst í Geldingadölum á Reykjanesi í mars er það fjórða langvinnasta af þeim samfelldu gosum sem hafa orðið á 20. og 21. öldinni. Rúmmál gosefna í því er hins vegar í minnsta lagi. Innlent 14.10.2021 11:06 Gervihnattamyndir sýna aukinn kraft í gosinu á La Palma Gervihnattamyndir sem teknar hafa verið yfir spænsku eyjunni La Palma sýna að aukinn kraftur er komið í eldgosið í Cumbre Vieja eldfjallinu. Erlent 13.10.2021 22:29 Tveir öflugir skjálftar á Reykjaneshryggnum Tveir nokkuð öflugir skjálftar yfir 3 að stærð urðu á Reykjaneshryggnum undan Reykjanesskaga í gærkvöldi. Innlent 13.10.2021 06:51 Sementsverksmiðja nýjasta fórnarlamb eldgossins á La Palma Enn þurfa margir íbúar á eyjunni La Palma að yfirgefa heimili sínu vegna eldgossins í Cumbre Vieja eldfjallinu. Ekkert lát er á eldgosinu sem hófst þann 19. september síðastliðinn. Sementsverksmiðja á eyjunni er óðum að fara undir hraun. Erlent 12.10.2021 22:12 Sagan á bak við gula vestið hans Kristjáns Más Gula vestið hans Kristjáns Más Unnarssonar, fréttamanns á Stöð 2, kannast eflaust allflestir landsmenn við eftir að Kristján mætti klæddur í það í myndver Stöðvar 2 í ágúst 2014 þegar eldgos í Holuhrauni var við það að hefjast. En hver er skýringin á bak við Gula vestið? Lífið 12.10.2021 16:00 Maðurinn sem veifaði ekki sá eini sem brá sér upp á gígbarminn í dag Svo virðist sem að það hafi verið nokkuð vinsælt að klifra upp á gígbarminn í Geldingadölum í dag. Myndir sýna tvo einstaklinga klifra upp gíginn síðdegis í dag. Innlent 11.10.2021 21:19 Stóð á gígbarminum og veifaði til farþega í þyrluflugi Ferðalangur lagði sig í töluverða hættu í dag þegar hann klöngraðist upp á gígbarm eldgossins við Fagradalsfjall í dag. Innlent 11.10.2021 17:39 Skjálfti af stærðinni 3,2 við Keili Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 varð um tvo kílómetra suðsuðvestur af Keili nú á tíunda tímanum. Um er að ræða átjánda skjálftann sem er yfir 3 að stærð í yfirstandandi hrinu. Innlent 10.10.2021 21:46 Öflugasti skjálfti við Öskju frá aldamótum Skjálftinn sem reið yfir í Öskju í morgun er sá öflugasti sem mælst hefur á svæðinu frá aldamótum. Talið er að skjálftinn tengist kvikuinnskoti því land heldur þar áfram að rísa. Innlent 9.10.2021 13:19 Jarðskjálfti 3 að stærð við Öskjuvatn Jarðskjálfti að stærðinni 3 mældist um sjö kílómetra norðvestur af Öskjuvatni klukkan 8:23 í morgun. Innlent 9.10.2021 09:24 Aðeins átta skjálftar við Keili frá miðnætti Aðeins átta jarðskjálftar eru skráðir í grennd við Keili frá miðnætti á vefsíðu Veðurstofu Íslands. Innlent 8.10.2021 07:01 « ‹ 74 75 76 77 78 79 80 81 82 … 132 ›
Skjálfti að stærð 3,6 við Bárðarbungu Þrír jarðskjálftar urðu í Bárðarbunguöskjunni á fjórða tímanum í dag. Mældist sá stærsti 3,6 að stærð klukkan 15:35, sjö kílómetra austsuðaustur af Bárðarbungu. Engin merki eru um óróa eða óeðlilega virkni á svæðinu. Innlent 12.11.2021 16:09
Hekla undir smásjá vegna skjálftahrinu Yfir þrjú hundruð eftirskjálftar hafa mælst á svæðinu við Vatnafjöll nærri Heklu frá stóra skjálftanum í gær. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir Heklu undir smásjá vegna hrinunnar. Engin merki séu þó um yfirvofandi eldgos. Innlent 12.11.2021 11:32
Skjálfti 3,2 að stærð við Keili Nokkrir jarðskjálftar riðu yfir í nótt samkvæmt töflu Veðurstofunnar. Stærsti skjálftinn var 3,2 stig í grennd við Keili á Reykjanesi og því væntanlega ótengdur stóra skjálftanum sem reið yfir Suðurlandi í gær. Innlent 12.11.2021 07:05
Fyrsta sem Drífa gerði var að horfa til Heklu „Ég náttúrlega stökk út í glugga til að kíkja á Heklu, vinkonu mína. Ég hef hana fyrir augunum og beint úr eldhúsglugganum,“ sagði Drífa Hjartardóttir, fyrrverandi alþingismaður og bóndi á Keldum á Rangárvöllum. Innlent 11.11.2021 22:00
„Þetta er skjálftabeltið sem er þarna að verki“ Dr. Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur, segir að það fari ekki á milli mála að jarðskjálftinn sem reið yfir Suðurlandið í dag hafi verið Suðurlandsskjálfti, en ekki tengdur Heklu. Innlent 11.11.2021 20:05
Hvorki tjón né slys á fólki vegna skjálftans tilkynnt til lögreglu Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir jarðskjálftann, sem reið yfir á öðrum tímanum eftir hádegi í dag og var af stærðinni 5,2, hafa fundist vel á Selfossi og víðar. Ekki hafi borist tilkynningar um tjón eða slys til lögreglu. Innlent 11.11.2021 17:02
Ekki grunur um að gos sé í vændum en Hekla undir smásjá Ekki er talin hætta á að Hekla muni gjósa eftir að jarðskjálfti af stærðinni 5,2 reið yfir Suðurlandið í dag. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sérfræðingar Veðurstofu Íslands hafa lokið fundi sínum um skjálftann og telja hann ekki tengjast Heklu beint. Innlent 11.11.2021 16:20
Sverrir í Selsundi: „Allt öðruvísi en í skjálftanum 1987“ Sverrir Haraldsson, bóndi í Selsundi á Rangárvöllum, segir skjálftann sem varð á öðrum tímanum í dag hafa verið allt öðruvísi en stóri skjálftinn reið yfir í Vatnafjöllum árið 1987. Innlent 11.11.2021 14:51
Skjálfti af stærð 5,2 fannst vel víða á Suðvesturhorninu Jarðskjálfti af stærðinni 5,2 reið yfir klukkan 13:21 og fannst hann vel á nær öllu suðvesturhorni landsins. Fyrstu mælingar Veðurstofu sýna að hann hafi verið af stærðinni 4,8 en sú tala hefur nú verið uppfærð. Skjálftinn átti upptök sín um 1,9 km Suðvestur af Vatnafjöllum. Innlent 11.11.2021 13:29
Magnaðar myndir sýna La Palma á kafi í ösku Nýjar myndir frá spænsku eyjunni La Palma sýna mikið öskulag sem virðist hafa lagt sig yfir hluta eyjarinnar líkt og teppi. Eldgos í Cumbre Vieja á eynni hefur nú staðið í um sex vikur. Erlent 3.11.2021 08:39
Veðurstofan vaktar Torfajökulssvæðið vegna skjálfta Lágtíðniskjálftar hafa mælst í miklu magni á Torfajökulssvæðinu frá því í gær. Vísindafólk frá Háskóla Íslands og Veðurstofunni hittist í dag ásamt fulltrúa frá almannavarnadeild og ræddi virknina. Innlent 29.10.2021 22:11
Fáir ánægðari með líkleg goslok en landeigendur Ísólfsskála „Það bara hljómar alveg rosalega vel,“ segir Guðrún Björk Guðsteinsdóttir, formaður Landeigendafélags Ísólfsskála, um fréttir um að eldgosið við Fagradalsfjall sé mögulega á lokametrunum. Innlent 25.10.2021 14:30
Jarðskjálfti 5,9 að stærð á Nýja-Sjálandi Jarðskjálfti sem mældist 5,9 að stærð reið yfir á Norðureyju Nýja-Sjálands nú fyrir stuttu. Upptök skjálftans voru á miðri eyjunni en hann er sagður hafa fundist víðast hvar í landinu, þar á meðal á Suðureyjunni. Erlent 21.10.2021 23:03
Eldgos hafið í Japan Eldgos hófst í Aso-fjalli á japönsku eyjunni Kyushu í morgun. Öskusúla stígur nú upp frá fjallinu og gjall hefur boristhátt í kílómeter frá gígnum. Erlent 20.10.2021 11:36
Dróni kemur hundum sem eru fastir við eldgosið til bjargar Drónaeigandi á La Palma-eyju hefur fengið leyfi yfirvalda til þess að freista þess að bjarga þremur veikburða hundum sem eru fastir í grennd við Cumbre Vieja eldfjallið. Erlent 19.10.2021 22:36
Eldgosið fært af hættustigi niður á óvissustig Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum hefur ákveðið að lækka almannavarnastig vegna eldossins í Geldingadölum af hættustigi og niður í óvissustig. Innlent 18.10.2021 15:08
„Sannkölluð flóðbylgja af hrauni“ Jarðskjálfti að styrkleika 4,5 reið yfir eyjuna La Palma fyrr í dag. Þetta er annar skjálftinn af þessari stærð síðustu tvo daga. Erlent 15.10.2021 14:30
Aðsókn að gosstöðvunum aldrei verið minni Þeim fækkar ört sem vilja gera sér ferð að gosstöðvunum í Geldingadölum. Hraun hefur enda ekki sést koma upp úr gígnum í tæpar fjórar vikur, en það gerðist síðast þann 18. september. Áhöld eru uppi um hvort gosinu sé lokið eða hvort nú sé í gangi lengsta goshléið til þessa. Innlent 15.10.2021 09:11
Ekki óhætt að fara að gígnum fyrr en nokkrum mánuðum eftir goslok Of snemmt er að lýsa yfir goslokum í Geldingadölum að mati jarðeðlisfræðings. Kvika hefur ekki komið upp úr gígnum í um fjórar vikur sem er lengsta hlé á virkninni síðan gosið hófst. Innlent 14.10.2021 19:01
Gosið á Reykjanesi með langvinnari en smærri gosum Eldgosið sem hófst í Geldingadölum á Reykjanesi í mars er það fjórða langvinnasta af þeim samfelldu gosum sem hafa orðið á 20. og 21. öldinni. Rúmmál gosefna í því er hins vegar í minnsta lagi. Innlent 14.10.2021 11:06
Gervihnattamyndir sýna aukinn kraft í gosinu á La Palma Gervihnattamyndir sem teknar hafa verið yfir spænsku eyjunni La Palma sýna að aukinn kraftur er komið í eldgosið í Cumbre Vieja eldfjallinu. Erlent 13.10.2021 22:29
Tveir öflugir skjálftar á Reykjaneshryggnum Tveir nokkuð öflugir skjálftar yfir 3 að stærð urðu á Reykjaneshryggnum undan Reykjanesskaga í gærkvöldi. Innlent 13.10.2021 06:51
Sementsverksmiðja nýjasta fórnarlamb eldgossins á La Palma Enn þurfa margir íbúar á eyjunni La Palma að yfirgefa heimili sínu vegna eldgossins í Cumbre Vieja eldfjallinu. Ekkert lát er á eldgosinu sem hófst þann 19. september síðastliðinn. Sementsverksmiðja á eyjunni er óðum að fara undir hraun. Erlent 12.10.2021 22:12
Sagan á bak við gula vestið hans Kristjáns Más Gula vestið hans Kristjáns Más Unnarssonar, fréttamanns á Stöð 2, kannast eflaust allflestir landsmenn við eftir að Kristján mætti klæddur í það í myndver Stöðvar 2 í ágúst 2014 þegar eldgos í Holuhrauni var við það að hefjast. En hver er skýringin á bak við Gula vestið? Lífið 12.10.2021 16:00
Maðurinn sem veifaði ekki sá eini sem brá sér upp á gígbarminn í dag Svo virðist sem að það hafi verið nokkuð vinsælt að klifra upp á gígbarminn í Geldingadölum í dag. Myndir sýna tvo einstaklinga klifra upp gíginn síðdegis í dag. Innlent 11.10.2021 21:19
Stóð á gígbarminum og veifaði til farþega í þyrluflugi Ferðalangur lagði sig í töluverða hættu í dag þegar hann klöngraðist upp á gígbarm eldgossins við Fagradalsfjall í dag. Innlent 11.10.2021 17:39
Skjálfti af stærðinni 3,2 við Keili Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 varð um tvo kílómetra suðsuðvestur af Keili nú á tíunda tímanum. Um er að ræða átjánda skjálftann sem er yfir 3 að stærð í yfirstandandi hrinu. Innlent 10.10.2021 21:46
Öflugasti skjálfti við Öskju frá aldamótum Skjálftinn sem reið yfir í Öskju í morgun er sá öflugasti sem mælst hefur á svæðinu frá aldamótum. Talið er að skjálftinn tengist kvikuinnskoti því land heldur þar áfram að rísa. Innlent 9.10.2021 13:19
Jarðskjálfti 3 að stærð við Öskjuvatn Jarðskjálfti að stærðinni 3 mældist um sjö kílómetra norðvestur af Öskjuvatni klukkan 8:23 í morgun. Innlent 9.10.2021 09:24
Aðeins átta skjálftar við Keili frá miðnætti Aðeins átta jarðskjálftar eru skráðir í grennd við Keili frá miðnætti á vefsíðu Veðurstofu Íslands. Innlent 8.10.2021 07:01