Hélt að herbergisfélagarnir væru í slagsmálum þegar skjálftinn reið yfir Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. september 2022 13:12 Þremur ferðamönnum dauðbrá þegar stærðarinnar skjálfti reið yfir við Grímsey. Facebook/Gistiheimilið Básar Grímsey Þrír ferðalangar frá Wisconsin í Bandaríkjunum vöknuðu upp með andfælum í nótt þegar jarðskjálfti upp á 4,9 að stærðreið yfir um tólf kílómetra austur af Grímsey þar sem þeir dvelja. Einn þeirra segir að það hafi verið magnað að heyra drunurnar sem fylgdu skjálftanum. „Það byrjaði hrina rétt eftir miðnætti í nótt og stærsti skjálftinn í hrinunni er 4,9 að stærð og varð um fjögur i morgun og við höfum fengið þónokkrar tilkynningar að skjálftinn hefði fundist á Norðurlandi. Það eru enn að koma skjálftar inn í kerfið en í heildina hafa um fjögur hundruð skjálftar mælst frá miðnætti.“ Þetta segir Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir. Flekaskil liggi þarna þvert yfir og eðlilegt sé að hrinur verði á þessu svæði reglulega. „Árið 2013 varð skjálfti upp á 5,4 að stærð og árið 2018 reið annar yfir sem var 5,2 að stærð þannig að það er ekki óvanalegt að fá svona stærri skjálfta á þessu svæði,“ bætir Lovísa við. En þótt Grímseyingar sjálfir kippi sér ekki mikið upp við skjálftavirkni þá kom sá stóri þremur ferðalöngum í opna skjöldu þegar hann reið yfir í nótt. John Webb og tveir félagar hans frá Wisconsin í Bandaríkjunum dvelja þessa dagana á gistiheimilinu Básum í Grímsey. Þeim dauðbrá öllum við hristinginn sem fylgdi jarðskjálftanum í nótt. „Við vorum allir í fasta svefni þegar húsið byrjar allt að skjálfa. Við vöknum með andfælum og fannst þetta frekar ógnvekjandi. Ég hef einu sinni upplifað skjálfta áður, það var á Havaí, svo ég vissi nokkurn veginn hvað væri í gangi en einn af vinum mínum hélt að við tveir værum í slagsmálum eða eitthvað á gólfinu,“ sagði Webb og hópurinn skellti upp úr. Webb viðurkennir að hafa verið pínu hræddur. „Já, ég var pínu hræddur. Þessi skjálfti var allt öðruvísi en þessi sem reið yfir á Havaí, það er alveg á hreinu. Þessi var meira eins og titringur. Þetta gerðist allt svo skyndilega en þú gast heyrt í honum ríða yfir. Þetta var eins og lest á fullri ferð, eins konar drunur. Þetta var svolítið ógnvekjandi í nokkrar mínútur en engir munir færðust til eða neitt svoleiðis og við áttuðum okkur mjög fljótt á því að þetta væri jarðskjálfti og að við værum í öruggum höndum,“ segir Webb sem bætti við að náttúran á Íslandi sé sannarlega iðandi af lífi. Eldgos og jarðhræringar Grímsey Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fögnuðu því að finna jarðskjálftakrafta í fyrsta skipti Íbúar í Grímsey vöknuðu flestir ef ekki allir um fjögurleytið í nótt þegar skjálfti af stærðinni 4,9 reið yfir í nágrenni eyjunnar. Bandarískir ferðamenn fögnuðu skjálftanum og segjast geta hakað við boxið á golulistanum. 8. september 2022 10:36 Jarðskjálfti 4,9 að stærð reið yfir Norðurland í nótt Jarðskjálfti að stærðinni 4,9 mældist klukkan eina mínútu yfir fjögur í nótt um tólf kílómetra austnorðaustur af Grímsey. Samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands fannst skjálftinn vel á Norðurlandi. 8. september 2022 06:15 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira
„Það byrjaði hrina rétt eftir miðnætti í nótt og stærsti skjálftinn í hrinunni er 4,9 að stærð og varð um fjögur i morgun og við höfum fengið þónokkrar tilkynningar að skjálftinn hefði fundist á Norðurlandi. Það eru enn að koma skjálftar inn í kerfið en í heildina hafa um fjögur hundruð skjálftar mælst frá miðnætti.“ Þetta segir Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir. Flekaskil liggi þarna þvert yfir og eðlilegt sé að hrinur verði á þessu svæði reglulega. „Árið 2013 varð skjálfti upp á 5,4 að stærð og árið 2018 reið annar yfir sem var 5,2 að stærð þannig að það er ekki óvanalegt að fá svona stærri skjálfta á þessu svæði,“ bætir Lovísa við. En þótt Grímseyingar sjálfir kippi sér ekki mikið upp við skjálftavirkni þá kom sá stóri þremur ferðalöngum í opna skjöldu þegar hann reið yfir í nótt. John Webb og tveir félagar hans frá Wisconsin í Bandaríkjunum dvelja þessa dagana á gistiheimilinu Básum í Grímsey. Þeim dauðbrá öllum við hristinginn sem fylgdi jarðskjálftanum í nótt. „Við vorum allir í fasta svefni þegar húsið byrjar allt að skjálfa. Við vöknum með andfælum og fannst þetta frekar ógnvekjandi. Ég hef einu sinni upplifað skjálfta áður, það var á Havaí, svo ég vissi nokkurn veginn hvað væri í gangi en einn af vinum mínum hélt að við tveir værum í slagsmálum eða eitthvað á gólfinu,“ sagði Webb og hópurinn skellti upp úr. Webb viðurkennir að hafa verið pínu hræddur. „Já, ég var pínu hræddur. Þessi skjálfti var allt öðruvísi en þessi sem reið yfir á Havaí, það er alveg á hreinu. Þessi var meira eins og titringur. Þetta gerðist allt svo skyndilega en þú gast heyrt í honum ríða yfir. Þetta var eins og lest á fullri ferð, eins konar drunur. Þetta var svolítið ógnvekjandi í nokkrar mínútur en engir munir færðust til eða neitt svoleiðis og við áttuðum okkur mjög fljótt á því að þetta væri jarðskjálfti og að við værum í öruggum höndum,“ segir Webb sem bætti við að náttúran á Íslandi sé sannarlega iðandi af lífi.
Eldgos og jarðhræringar Grímsey Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fögnuðu því að finna jarðskjálftakrafta í fyrsta skipti Íbúar í Grímsey vöknuðu flestir ef ekki allir um fjögurleytið í nótt þegar skjálfti af stærðinni 4,9 reið yfir í nágrenni eyjunnar. Bandarískir ferðamenn fögnuðu skjálftanum og segjast geta hakað við boxið á golulistanum. 8. september 2022 10:36 Jarðskjálfti 4,9 að stærð reið yfir Norðurland í nótt Jarðskjálfti að stærðinni 4,9 mældist klukkan eina mínútu yfir fjögur í nótt um tólf kílómetra austnorðaustur af Grímsey. Samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands fannst skjálftinn vel á Norðurlandi. 8. september 2022 06:15 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira
Fögnuðu því að finna jarðskjálftakrafta í fyrsta skipti Íbúar í Grímsey vöknuðu flestir ef ekki allir um fjögurleytið í nótt þegar skjálfti af stærðinni 4,9 reið yfir í nágrenni eyjunnar. Bandarískir ferðamenn fögnuðu skjálftanum og segjast geta hakað við boxið á golulistanum. 8. september 2022 10:36
Jarðskjálfti 4,9 að stærð reið yfir Norðurland í nótt Jarðskjálfti að stærðinni 4,9 mældist klukkan eina mínútu yfir fjögur í nótt um tólf kílómetra austnorðaustur af Grímsey. Samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands fannst skjálftinn vel á Norðurlandi. 8. september 2022 06:15