Gæti liðið að goslokum á næstu dögum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. ágúst 2022 12:01 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Vísir/Vilhelm Dregið gæti að goslokum á næstu dögum að mati eldfjallafræðings þar sem hraunflæðið nálgast lágmarksþröskuld. Lokað er inn á svæðið í dag vegna veðurs Gul viðvörun er í gildi á Reykjanesi líkt og víðar. Þar með er ekkert útivistarveður á gosslóðum í Meradölum og hefur svæðinu verið lokað á meðan veðrið gengur yfir. Á meðan mallar gosið í einrúmi. Dregið hefur verulega úr hraunflæði sem mælist í besta falli þriðjungur af því sem var. Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir flæðið þó virðast nokkuð stöðugt. „Framleiðnin virðist vera að haldast á þessu bili og ef við horfum á það sem gerðist í nótt var það heldur meiri drifkraftur en var í gær í til dæmis,“ segir Þrovaldur. Framleiðni í gosinu er rétt ofan við krítísk mörk og því gæti senn liðið að goslokum.vísir/Vilhelm Þrátt fyrir að framleiðnin sé stöðug er hún við ákveðinn lágmarksþröskuld. „Ef framleiðni fer mikið niður fyrir þrjá rúmmetra á sekúndu er orðið mjög erfitt að halda gosopinu opnu. Og framleiðnin, eins og hún er í dag, er að nálgast þessi krítísku mörk.“ Líkt og oft áður ríkir óvissa um framhaldið en Þorvaldur segir goslok þó mögulega nærri. „Ef ég á að giska þykir mér líklegra að það dragi að lokum fljótlega, kannski eftir einhverja daga eða viku. Eitthvað svoleiðis. En hinn möguleikinn er líka alveg til staðar. Að gosið haldi áfram í einhverjar vikur eða mánuði.“ Bráð úr hrauninu sem rann úr gosinu í fyrra hefur verið að kreistast út vegna þunga frá nýja hrauninu, sem þekur nú ríflega einn ferkílómeter. Þorvaldur bendir á að hraunið sem myndaðist í fyrra sé um fjörutíu metra þykkt og því mjög lengi að kólna. „Kjarninn í því hrauni er enn bráðinn og það tekur áratugi að kæla slíkt hraun niður. Þessi þyngsli voru bara nægilega mikil til þess að brjóta gat á skropuna á hrauninu í suðaustanverðum Meradölum og þrýsta þessari bráðnu kviku upp,“ segir Þorvaldur sem því mælir alfarið gegn göngu á gamla hrauninu. Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Vísindi Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Gul viðvörun er í gildi á Reykjanesi líkt og víðar. Þar með er ekkert útivistarveður á gosslóðum í Meradölum og hefur svæðinu verið lokað á meðan veðrið gengur yfir. Á meðan mallar gosið í einrúmi. Dregið hefur verulega úr hraunflæði sem mælist í besta falli þriðjungur af því sem var. Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir flæðið þó virðast nokkuð stöðugt. „Framleiðnin virðist vera að haldast á þessu bili og ef við horfum á það sem gerðist í nótt var það heldur meiri drifkraftur en var í gær í til dæmis,“ segir Þrovaldur. Framleiðni í gosinu er rétt ofan við krítísk mörk og því gæti senn liðið að goslokum.vísir/Vilhelm Þrátt fyrir að framleiðnin sé stöðug er hún við ákveðinn lágmarksþröskuld. „Ef framleiðni fer mikið niður fyrir þrjá rúmmetra á sekúndu er orðið mjög erfitt að halda gosopinu opnu. Og framleiðnin, eins og hún er í dag, er að nálgast þessi krítísku mörk.“ Líkt og oft áður ríkir óvissa um framhaldið en Þorvaldur segir goslok þó mögulega nærri. „Ef ég á að giska þykir mér líklegra að það dragi að lokum fljótlega, kannski eftir einhverja daga eða viku. Eitthvað svoleiðis. En hinn möguleikinn er líka alveg til staðar. Að gosið haldi áfram í einhverjar vikur eða mánuði.“ Bráð úr hrauninu sem rann úr gosinu í fyrra hefur verið að kreistast út vegna þunga frá nýja hrauninu, sem þekur nú ríflega einn ferkílómeter. Þorvaldur bendir á að hraunið sem myndaðist í fyrra sé um fjörutíu metra þykkt og því mjög lengi að kólna. „Kjarninn í því hrauni er enn bráðinn og það tekur áratugi að kæla slíkt hraun niður. Þessi þyngsli voru bara nægilega mikil til þess að brjóta gat á skropuna á hrauninu í suðaustanverðum Meradölum og þrýsta þessari bráðnu kviku upp,“ segir Þorvaldur sem því mælir alfarið gegn göngu á gamla hrauninu.
Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Vísindi Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira