Innlent

Opið að gos­stöðvum en varað við veðri

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Opið er á gosstöðvum í dag en fólk er hvatt til þess að fara varlega vegna vinda og mögulegrar gasmengunar.
Opið er á gosstöðvum í dag en fólk er hvatt til þess að fara varlega vegna vinda og mögulegrar gasmengunar. Vísir/Vilhelm

Opið er á gosstöðvum í Meradölum í dag en þó er varað við vindi en búist er við norðan 10 til 18 metrum á sekúndu í dag. 

Samkvæmt leiðbeiningum frá Veðurstofunni berst  gasmengun til suðurs frá eldstöðvum og er ferðafólki bent á að vegna hennar sé öruggast að horfa á eldgosið með vindinn í bakið. Gasmengun geti þó alltaf farið yfir hættumörk. 

Þá er tekið fram að mengun leggist undan vindi en í hægviðri geti gas safnast fyrir í lægðum, í þeim aðstæðum er fólki ráðlagt að færa sig upp á fjöll og hryggi  þar sem gas geti verið yfir hættumörkum langt upp í hlíðar. 

Embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum bendir á að akstur vélknúna ökutækja utan vega sé bannaður og varði það refsingu. 

Leiðbeiningar um ferðir á gossvæðið má sjá hér og er ferðafólk hvatt til þess að kynna sér þær en foreldrum með börn yngri en tólf ára verði vegna öryggisástæðna snúið frá leið A að svo stöddu. Foreldrum sé bent á auðvelda gönguleið inn í Nátthaga þar sem megi skoða hraunið sem rann í gosinu í fyrra en ekki sjáist til gossins í Meradölum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×