Borgarstjórn Of lágt boðið í hlut borgarinnar. Borgarfulltrúar allra flokka í borgarstjórn Reykjavíkur eru ósáttir við það verð sem ríkisvaldið er reiðubúið að greiða fyrir hlut borgarinnar í Landsvirkjun. Stjórnvöld eru reiðubúin að greiða 56 milljarða króna en það eru fulltrúar R-lista, Sjálfstæðisflokks og Frjálslynda flokksins sammála um að sé of lágt. Innlent 12.1.2006 14:45 Gengið frá lista VG fyrir borgarstjórnarkosningar Hermann Valsson íþróttakennari skipar 5.sætið á lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs til borgarstjórnarkosninga í vor. Svandís Svavarsdóttir framkvæmdastjóri leiðir listann. Tillaga uppstillingarnefndar um skipan á lista VG fyrir kosningarnar í vor var samþykkt á almennum félagsfundi nú í kvöld. Innlent 5.1.2006 22:29 Dagur genginn í Samfylkinguna Dagur B. Eggertsson, hefur skráð sig í Samfylkinguna samkvæmt heimildum fréttastofu. Í samtali við fréttastofuna rétt í þessu vildi Dagur sjálfur þó ekki staðfesta þetta, en neitaði því ekki heldur. Innlent 9.12.2005 15:29 Ríkið borgar sveitarfélögunum Tekjur sveitarfélaganna aukast um 200 milljónir króna þegar ríkið fer í fyrsta sinn að greiða fasteignagjöld af húsnæði í sinni eigu. Ríkisvaldið hefur hingað til ekki þurft að greiða sveitarfélögum fasteignagjöld af eignum sínum. Þetta breytist hins vegar um áramót vegna samkomulags sveitarfélaganna og ríkisins um tekjustofna sveitarfélaga. Innlent 7.12.2005 16:07 Slippurinn fer hugsanlega ekki Það kemur til greina að endurskoða áform borgaryfirvalda um að flytja slippinn úr Reykjavík og hefja byggingu íbúðabyggðar á slippssvæðinu, sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn, á fundi með útvegsmönnum í gær. Innlent 24.11.2005 06:30 Skuldir borgarsjóðs lækka sem og þjónustugjöld Hreinar skuldir borgarsjóðs Reykjavíkur munu lækka um 1,1 milljarð króna og heildarskuldir borgarsjóðs um 8,2 milljarða á næsta ári, samkvæmt frumvarpi að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2006 sem Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri mælir fyrir á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur á morgun. Innlent 14.11.2005 16:32 Byrjaður að auglýsa Prófkjörsbaráttan er hafin hjá Samfylkingunni í Reykjavík þrátt fyrir að prófkjörið sjálft fari ekki fram fyrr en í febrúar á næsta ári. Stefán Jón Hafstein er með heilsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu í dag þar sem birtast myndir af 46 einstaklingum sem segjast vilja fá Stefán Jón sem næsta borgarstjóra. Innlent 7.11.2005 08:49 Gísli Marteinn með forskot en þriðjungur óákveðinn Gísli Marteinn Baldursson nýtur meira fylgis en Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson í baráttunni um fyrsta sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins vegna komandi borgarstjórnarkosninga samkvæmt niðurstöðum könnunar sem 365 Nýmiðlun gerði á fylgi frambjóðenda. Athygli vekur að rúmlega þriðjungur segist enn óákveðinn. Könnunin sem var póstlistakönnun, var gerð fyrir stuðningsmenn Gísla Marteins og bárust rúmlega 4.500 svör. Innlent 4.11.2005 14:29 Deilt um áreiðanleikann Af þeim sem taka afstöðu í skoðanakönnun Gallup um fylgi frambjóðenda í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík vilja 62 prósent sjá Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson í fyrsta sæti framboðslista flokksins í næstu borgarstjórnarkosningum en 38 prósent Gísla Martein Baldursson. Innlent 2.11.2005 23:02 Göngubrúin er slysagildra Aðstæður fyrir gangandi vegfarendur við Hringbraut eru víða erfiðar og hættulegar. Göngubrú yfir götuna endar í lausu lofti. Innlent 26.10.2005 22:22 Átti hæsta boð í sex af átta lóðum Eitt fyrirtæki átti hæsta tilboð í byggingarétt á sex af átta lóðum sem boðnar voru út undir atvinnurekstur í Norðlingaholti. Útboðið getur skilað Reykjavíkurborg og eignarhaldsfélaginu Rauðhóli hátt í hálfum milljarði króna. Innlent 24.10.2005 11:05 Borgin fær hálfan milljarð Reykjavíkurborg fær allt að 488 milljónir króna fyrir byggingarétt á lóðum undir atvinnuhúsnæði í Norðlingaholti. Tilboð í lóðirnar voru opnuð fyrir helgi. Innlent 24.10.2005 08:38 100 miðborgaríbúðir fyrir stúdenta Liðlega eitt hundrað miðborgaríbúðir fyrir stúdenta og þrír íbúðaturnar með rúmlega eitt hundrað íbúðum að auki verða að veruleika eftir að borgarráð samþykkti skipulag fyrir svokallaðan Barónsreit í gær. Svæðið afmarkast af Barónsstíg, Hverfisgötu, Skúlagötu og Vitastíg. Innlent 23.10.2005 17:51 25 í framboði hjá D-lista Framboðsfrestur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík rann út klukkan 17 síðastliðinn föstudag. Þrír af núverandi borgarfulltrúum flokksins bjóða sig ekki fram að þessu sinni, þau Björn Bjarnason, Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson. Innlent 23.10.2005 15:01 Vatnsmýrin skipulögð með SMS Upplýsinga- og hugmyndamiðstöð í Listasafni Reykjavíkur opnar í dag þar sem borgarbúum gefst kostur á að koma á framfæri sínum hugmyndum um framtíðarskipulag Vatnsmýrarinnar. Þeir sem eiga ekki heimangengt geta haft áhrif með því að senda gjaldfrjáls SMS eða myndskilaboð í símanúmerið 1855. Innlent 23.10.2005 15:01 Borgarbúar skipuleggja Vatnsmýrina Á morgun gefst Reykvíkingum færi á að hafa bein áhrif á skipulag Vatnsmýrarsvæðisins. Búið er að setja upp upplýsinga- og hugmyndamiðstöð í Listasafni Reykjavíkur þar sem borgarbúar geta gefið hugmyndafluginu lausan tauminn. Innlent 23.10.2005 15:01 Aðrar leiðir verði kannaðar Undirbúningshópur stofnunar íbúasamtaka í Laugardalshverfum telur að þó svo að það virðist sem að svokölluð „innri leið“ hafi verið valin við skipulagningu Sundabrautar í Reykjavík, þá sé ekki fullreynt að kanna aðrar leiðir. Innlent 23.10.2005 14:59 D-listi fengi hreinan meirihluta Sjálfstæðisflokkurinn fengi hreinan meirihluta og níu fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur ef kosið yrði núna, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallups fyrir Ríkisútvarpið. Liðlega 56 prósent þeirra sem tóku afstöðu sögðust styðja Sjálfstæðisflokkinn, tæp 28 prósent Samfylkinguna, 11,5 prósent Vinstri græna, tæp þrjú prósent Framsóknarflokkinn og tvö prósent Frjálslynda flokkinn. Innlent 23.10.2005 14:58 Júlíus Vífill styður Vilhjálm Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi, sem gefur nú kost á sér í annað sætið á lista Sjálfstæðsiflokksins í Reykjavík, segist styðja Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson sem borgarstjóraefni flokksins. Þetta kom fram í þættinum Ísland í bítið í morgun. Innlent 17.10.2005 23:43 Hugmyndasamkeppnin ótímabær Bæði borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins og Ólafur F. Magnússon, fulltrúi F-lista, telja að alþjóðleg hugmyndasamkeppni um Vatnsmýrarsvæðið, sem borgarráð samþykkti í gær að efna til, sé ótímabær þar til lokið verði viðræðum fulltrúa Reykjavíkurborgar og samgönguráðuneytis um málið. Innlent 14.10.2005 06:41 21 milljón í hugmyndasamkeppnina Reykjavíkurborg hefur gert samstarfssamning við Íslandsbanka, KB banka, Landsbankann og fasteignafélagið Þyrpingu vegna alþjóðlegrar hugmyndasamkeppni um heildarskipulag Vatnsmýrarinnar. Hefur verið ákveðið að bankarnir og Þyrping leggi til 21 milljón króna í hugmyndasamkeppni um skipulag svæðisins. Innlent 14.10.2005 06:41 Anna stefnir á fyrsta sætið Anna Kristinsdóttir, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans, hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Anna tilkynnti þetta á blaðamannafundi fyrir stundu. Innlent 14.10.2005 06:41 Öll hækkunin afturkræf Forsvarsmenn stúdenta hafa leitað eftir svörum við því hjá borgaryfirvöldum hvort samþykkt borgarráðs um að falla frá fyrirhuguðum hækkunum á gjaldskrá leikskólanna þar sem annað foreldrið er í námi, eigi einnig við um þá hækkun sem tók gildi 1. júní síðastliðinn. Innlent 13.10.2005 19:46 Össur gagnrýnir Steinunni Valdísi Össur Skarphéðinsson gagnrýnir ummæli Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur sem sagði að Stefán Jón hafi gengið með borgarstjórann í maganum og því komi ákvörðun hans um að bjóða sig fram sem borgarstjóraefni Samfylkingarinnar ekki á óvart. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:46 Lögreglan var við að missa tökin Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn segir ástandið á menningarnótt hafa verið ískyggilegt og ekki sé hægt að líða slíkt ár eftir ár. Mikið fyllerí, unglingafyllerí, fíkniefnaneysla, spennuþrungið og hættulegt ástand. Þannig lýsir Jóna Hrönn Bolladóttir miðborgarprestur ástandinu í miðborginni eftir miðnætti umrædda nótt. Innlent 13.10.2005 19:45 Samið um 40 ljósleiðaratengingar Í dag var undirritaður samningur milli Reykjavíkurborgar og Og fjarskipta um 40 ljósleiðaratengingar vegna jafn margra starfsstaða borgarinnar. Samningurinn gildir til fjögurra ára og var gerður í kjölfar útboðs á ljósleiðaratengingum fyrir helstu starfsstaði borgarinnar. Verðmæti samningsins er um 111 milljónir króna. Innlent 17.10.2005 23:42 Enginn er eyland í R-listanum „Það býður enginn flokkur fram Reykjavíkurlista einn og sér - það er ekki R-listi,“ segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri. Tveir menn eru skráðir fyrir Reykjavíkurlistanum í fyrirtækjaskrá - annar er framsóknarmaður og hinn er í Samfylkingunni. Innlent 13.10.2005 19:33 Afstaða ráðherra hefur ekki áhrif Ekki er áformað samkvæmt þeim hugmyndum sem Reykjavíkurborg kynnti Háskólanum í Reykjavík að byggja innan flugvallargirðingarinnar næstu tíu til fimmtán árin. Afstaða samgönguráðherra hefur því engin áhrif á framkvæmdir fram að þeim tíma. Þetta segir Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans. Innlent 13.10.2005 19:33 Rætt við hæstbjóðanda Á fundi borgarráðs í dag var samþykkt að gengið yrði til viðræðna við hæstbjóðanda í hlut borgarinnar í Vélamiðstöðinni ehf. sem borgin á í félagi við Orkuveitu Reykjavíkur. Þá var samþykkt tillaga um að byggja nýtt fimleikahús fyrir Ármann og Þrótt í Laugardal. Innlent 13.10.2005 19:33 32% vilja Össur sem borgarstjóra Þrjátíu og tvö prósent þeirra sem tóku afstöðu í skoðanakönnun sem Plúsinn gerði eftir hádegi í gær sögðust vilja sjá Össur Skarphéðinsson sem næsta borgarstjóra. Sextíu og átta prósent voru því andvíg en spurt var hvort fólk vildi hann í embættið eða ekki. Innlent 13.10.2005 19:32 « ‹ 64 65 66 67 68 69 70 71 72 … 72 ›
Of lágt boðið í hlut borgarinnar. Borgarfulltrúar allra flokka í borgarstjórn Reykjavíkur eru ósáttir við það verð sem ríkisvaldið er reiðubúið að greiða fyrir hlut borgarinnar í Landsvirkjun. Stjórnvöld eru reiðubúin að greiða 56 milljarða króna en það eru fulltrúar R-lista, Sjálfstæðisflokks og Frjálslynda flokksins sammála um að sé of lágt. Innlent 12.1.2006 14:45
Gengið frá lista VG fyrir borgarstjórnarkosningar Hermann Valsson íþróttakennari skipar 5.sætið á lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs til borgarstjórnarkosninga í vor. Svandís Svavarsdóttir framkvæmdastjóri leiðir listann. Tillaga uppstillingarnefndar um skipan á lista VG fyrir kosningarnar í vor var samþykkt á almennum félagsfundi nú í kvöld. Innlent 5.1.2006 22:29
Dagur genginn í Samfylkinguna Dagur B. Eggertsson, hefur skráð sig í Samfylkinguna samkvæmt heimildum fréttastofu. Í samtali við fréttastofuna rétt í þessu vildi Dagur sjálfur þó ekki staðfesta þetta, en neitaði því ekki heldur. Innlent 9.12.2005 15:29
Ríkið borgar sveitarfélögunum Tekjur sveitarfélaganna aukast um 200 milljónir króna þegar ríkið fer í fyrsta sinn að greiða fasteignagjöld af húsnæði í sinni eigu. Ríkisvaldið hefur hingað til ekki þurft að greiða sveitarfélögum fasteignagjöld af eignum sínum. Þetta breytist hins vegar um áramót vegna samkomulags sveitarfélaganna og ríkisins um tekjustofna sveitarfélaga. Innlent 7.12.2005 16:07
Slippurinn fer hugsanlega ekki Það kemur til greina að endurskoða áform borgaryfirvalda um að flytja slippinn úr Reykjavík og hefja byggingu íbúðabyggðar á slippssvæðinu, sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn, á fundi með útvegsmönnum í gær. Innlent 24.11.2005 06:30
Skuldir borgarsjóðs lækka sem og þjónustugjöld Hreinar skuldir borgarsjóðs Reykjavíkur munu lækka um 1,1 milljarð króna og heildarskuldir borgarsjóðs um 8,2 milljarða á næsta ári, samkvæmt frumvarpi að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2006 sem Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri mælir fyrir á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur á morgun. Innlent 14.11.2005 16:32
Byrjaður að auglýsa Prófkjörsbaráttan er hafin hjá Samfylkingunni í Reykjavík þrátt fyrir að prófkjörið sjálft fari ekki fram fyrr en í febrúar á næsta ári. Stefán Jón Hafstein er með heilsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu í dag þar sem birtast myndir af 46 einstaklingum sem segjast vilja fá Stefán Jón sem næsta borgarstjóra. Innlent 7.11.2005 08:49
Gísli Marteinn með forskot en þriðjungur óákveðinn Gísli Marteinn Baldursson nýtur meira fylgis en Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson í baráttunni um fyrsta sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins vegna komandi borgarstjórnarkosninga samkvæmt niðurstöðum könnunar sem 365 Nýmiðlun gerði á fylgi frambjóðenda. Athygli vekur að rúmlega þriðjungur segist enn óákveðinn. Könnunin sem var póstlistakönnun, var gerð fyrir stuðningsmenn Gísla Marteins og bárust rúmlega 4.500 svör. Innlent 4.11.2005 14:29
Deilt um áreiðanleikann Af þeim sem taka afstöðu í skoðanakönnun Gallup um fylgi frambjóðenda í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík vilja 62 prósent sjá Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson í fyrsta sæti framboðslista flokksins í næstu borgarstjórnarkosningum en 38 prósent Gísla Martein Baldursson. Innlent 2.11.2005 23:02
Göngubrúin er slysagildra Aðstæður fyrir gangandi vegfarendur við Hringbraut eru víða erfiðar og hættulegar. Göngubrú yfir götuna endar í lausu lofti. Innlent 26.10.2005 22:22
Átti hæsta boð í sex af átta lóðum Eitt fyrirtæki átti hæsta tilboð í byggingarétt á sex af átta lóðum sem boðnar voru út undir atvinnurekstur í Norðlingaholti. Útboðið getur skilað Reykjavíkurborg og eignarhaldsfélaginu Rauðhóli hátt í hálfum milljarði króna. Innlent 24.10.2005 11:05
Borgin fær hálfan milljarð Reykjavíkurborg fær allt að 488 milljónir króna fyrir byggingarétt á lóðum undir atvinnuhúsnæði í Norðlingaholti. Tilboð í lóðirnar voru opnuð fyrir helgi. Innlent 24.10.2005 08:38
100 miðborgaríbúðir fyrir stúdenta Liðlega eitt hundrað miðborgaríbúðir fyrir stúdenta og þrír íbúðaturnar með rúmlega eitt hundrað íbúðum að auki verða að veruleika eftir að borgarráð samþykkti skipulag fyrir svokallaðan Barónsreit í gær. Svæðið afmarkast af Barónsstíg, Hverfisgötu, Skúlagötu og Vitastíg. Innlent 23.10.2005 17:51
25 í framboði hjá D-lista Framboðsfrestur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík rann út klukkan 17 síðastliðinn föstudag. Þrír af núverandi borgarfulltrúum flokksins bjóða sig ekki fram að þessu sinni, þau Björn Bjarnason, Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson. Innlent 23.10.2005 15:01
Vatnsmýrin skipulögð með SMS Upplýsinga- og hugmyndamiðstöð í Listasafni Reykjavíkur opnar í dag þar sem borgarbúum gefst kostur á að koma á framfæri sínum hugmyndum um framtíðarskipulag Vatnsmýrarinnar. Þeir sem eiga ekki heimangengt geta haft áhrif með því að senda gjaldfrjáls SMS eða myndskilaboð í símanúmerið 1855. Innlent 23.10.2005 15:01
Borgarbúar skipuleggja Vatnsmýrina Á morgun gefst Reykvíkingum færi á að hafa bein áhrif á skipulag Vatnsmýrarsvæðisins. Búið er að setja upp upplýsinga- og hugmyndamiðstöð í Listasafni Reykjavíkur þar sem borgarbúar geta gefið hugmyndafluginu lausan tauminn. Innlent 23.10.2005 15:01
Aðrar leiðir verði kannaðar Undirbúningshópur stofnunar íbúasamtaka í Laugardalshverfum telur að þó svo að það virðist sem að svokölluð „innri leið“ hafi verið valin við skipulagningu Sundabrautar í Reykjavík, þá sé ekki fullreynt að kanna aðrar leiðir. Innlent 23.10.2005 14:59
D-listi fengi hreinan meirihluta Sjálfstæðisflokkurinn fengi hreinan meirihluta og níu fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur ef kosið yrði núna, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallups fyrir Ríkisútvarpið. Liðlega 56 prósent þeirra sem tóku afstöðu sögðust styðja Sjálfstæðisflokkinn, tæp 28 prósent Samfylkinguna, 11,5 prósent Vinstri græna, tæp þrjú prósent Framsóknarflokkinn og tvö prósent Frjálslynda flokkinn. Innlent 23.10.2005 14:58
Júlíus Vífill styður Vilhjálm Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi, sem gefur nú kost á sér í annað sætið á lista Sjálfstæðsiflokksins í Reykjavík, segist styðja Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson sem borgarstjóraefni flokksins. Þetta kom fram í þættinum Ísland í bítið í morgun. Innlent 17.10.2005 23:43
Hugmyndasamkeppnin ótímabær Bæði borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins og Ólafur F. Magnússon, fulltrúi F-lista, telja að alþjóðleg hugmyndasamkeppni um Vatnsmýrarsvæðið, sem borgarráð samþykkti í gær að efna til, sé ótímabær þar til lokið verði viðræðum fulltrúa Reykjavíkurborgar og samgönguráðuneytis um málið. Innlent 14.10.2005 06:41
21 milljón í hugmyndasamkeppnina Reykjavíkurborg hefur gert samstarfssamning við Íslandsbanka, KB banka, Landsbankann og fasteignafélagið Þyrpingu vegna alþjóðlegrar hugmyndasamkeppni um heildarskipulag Vatnsmýrarinnar. Hefur verið ákveðið að bankarnir og Þyrping leggi til 21 milljón króna í hugmyndasamkeppni um skipulag svæðisins. Innlent 14.10.2005 06:41
Anna stefnir á fyrsta sætið Anna Kristinsdóttir, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans, hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Anna tilkynnti þetta á blaðamannafundi fyrir stundu. Innlent 14.10.2005 06:41
Öll hækkunin afturkræf Forsvarsmenn stúdenta hafa leitað eftir svörum við því hjá borgaryfirvöldum hvort samþykkt borgarráðs um að falla frá fyrirhuguðum hækkunum á gjaldskrá leikskólanna þar sem annað foreldrið er í námi, eigi einnig við um þá hækkun sem tók gildi 1. júní síðastliðinn. Innlent 13.10.2005 19:46
Össur gagnrýnir Steinunni Valdísi Össur Skarphéðinsson gagnrýnir ummæli Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur sem sagði að Stefán Jón hafi gengið með borgarstjórann í maganum og því komi ákvörðun hans um að bjóða sig fram sem borgarstjóraefni Samfylkingarinnar ekki á óvart. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:46
Lögreglan var við að missa tökin Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn segir ástandið á menningarnótt hafa verið ískyggilegt og ekki sé hægt að líða slíkt ár eftir ár. Mikið fyllerí, unglingafyllerí, fíkniefnaneysla, spennuþrungið og hættulegt ástand. Þannig lýsir Jóna Hrönn Bolladóttir miðborgarprestur ástandinu í miðborginni eftir miðnætti umrædda nótt. Innlent 13.10.2005 19:45
Samið um 40 ljósleiðaratengingar Í dag var undirritaður samningur milli Reykjavíkurborgar og Og fjarskipta um 40 ljósleiðaratengingar vegna jafn margra starfsstaða borgarinnar. Samningurinn gildir til fjögurra ára og var gerður í kjölfar útboðs á ljósleiðaratengingum fyrir helstu starfsstaði borgarinnar. Verðmæti samningsins er um 111 milljónir króna. Innlent 17.10.2005 23:42
Enginn er eyland í R-listanum „Það býður enginn flokkur fram Reykjavíkurlista einn og sér - það er ekki R-listi,“ segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri. Tveir menn eru skráðir fyrir Reykjavíkurlistanum í fyrirtækjaskrá - annar er framsóknarmaður og hinn er í Samfylkingunni. Innlent 13.10.2005 19:33
Afstaða ráðherra hefur ekki áhrif Ekki er áformað samkvæmt þeim hugmyndum sem Reykjavíkurborg kynnti Háskólanum í Reykjavík að byggja innan flugvallargirðingarinnar næstu tíu til fimmtán árin. Afstaða samgönguráðherra hefur því engin áhrif á framkvæmdir fram að þeim tíma. Þetta segir Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans. Innlent 13.10.2005 19:33
Rætt við hæstbjóðanda Á fundi borgarráðs í dag var samþykkt að gengið yrði til viðræðna við hæstbjóðanda í hlut borgarinnar í Vélamiðstöðinni ehf. sem borgin á í félagi við Orkuveitu Reykjavíkur. Þá var samþykkt tillaga um að byggja nýtt fimleikahús fyrir Ármann og Þrótt í Laugardal. Innlent 13.10.2005 19:33
32% vilja Össur sem borgarstjóra Þrjátíu og tvö prósent þeirra sem tóku afstöðu í skoðanakönnun sem Plúsinn gerði eftir hádegi í gær sögðust vilja sjá Össur Skarphéðinsson sem næsta borgarstjóra. Sextíu og átta prósent voru því andvíg en spurt var hvort fólk vildi hann í embættið eða ekki. Innlent 13.10.2005 19:32