Slitu borgarstjórnarfundi vegna ástandsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. október 2020 14:45 Frá fundi í borgarstjórn. Vísir/Vilhelm Borgarstjórnarfundi var slitið rétt í þessu þar sem borgarstjóri fór yfir stöðu mála vegna nýjustu þróunar í COVID-19 smitum á höfuðborgarsvæðinu. Fundir borgarstjórnar hefjast á þriðjudögum klukkan 14 og varði þessi aðeins í fimmtán til tuttugu mínútur. Frá þessu greinir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, á Facebook-síðu sinni. Öllum málum á dagskrá fundarins var í kjölfarið frestað og var borgarstjórn einhuga um það að sögn Sigurborgar. 99 smit greindust í gær og langflest á höfuðborgarsvæðinu. Er það í takt við þróunina undanfarna daga þar sem langstærstur hluti fólks í einangrun er á suðvesturhorninu. Sóttvarnalæknir boðar harðari aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu en upplýsingafundur almannavarna fer fram klukkan 15, í beinni útsendingu á Vísi. „Gripið hefur verið til umfangsmikilla sóttvarnaraðgerða um helgina, sem við eigum von á að verði ennþá umfangsmeiri í dag. Það er því ljóst að það mun koma til frekari breytinga á þjónustu borgarinnar þegar auglýsing heilbrigðisráðherra um hertar aðgerðir mun liggja fyrir. Neyðarstjórn Reykjavíkurborgar hefur starfað frá því um helgina og mun hún gefa út leiðbeiningar um leið og auglýsing heilbrigðisráðherra hefur tekið gildi. Reykjavíkurborg mun upplýsa um stöðu mála og helstu aðgerðir vegna þessarar þróunar á heimasíðu borgarinnar,“ segir Sigurborg Ósk. „Ég vil hrósa starfsfólki borgarinnar sem hafa leyst erfið verkefni síðustu daga. Það er einstakur metnaður og alúð sem framlína okkar starfsfólks leggur í störf sín. Stjórnendur eru að gera allt sem hægt er til að tryggja að það verði órofin starfsemi í nauðsynlegri velferðarþjónustu, heilbrigðisþjónustu og skólum.“ Markmiðið sé að draga úr útbreiðslu veirunnar í samfélaginu. „Þar er samvinna með borgarbúum lykilatriði. Við förum saman í gegnum þessar vikur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Borgarstjórn Reykjavík Samkomubann á Íslandi Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Borgarstjórnarfundi var slitið rétt í þessu þar sem borgarstjóri fór yfir stöðu mála vegna nýjustu þróunar í COVID-19 smitum á höfuðborgarsvæðinu. Fundir borgarstjórnar hefjast á þriðjudögum klukkan 14 og varði þessi aðeins í fimmtán til tuttugu mínútur. Frá þessu greinir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, á Facebook-síðu sinni. Öllum málum á dagskrá fundarins var í kjölfarið frestað og var borgarstjórn einhuga um það að sögn Sigurborgar. 99 smit greindust í gær og langflest á höfuðborgarsvæðinu. Er það í takt við þróunina undanfarna daga þar sem langstærstur hluti fólks í einangrun er á suðvesturhorninu. Sóttvarnalæknir boðar harðari aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu en upplýsingafundur almannavarna fer fram klukkan 15, í beinni útsendingu á Vísi. „Gripið hefur verið til umfangsmikilla sóttvarnaraðgerða um helgina, sem við eigum von á að verði ennþá umfangsmeiri í dag. Það er því ljóst að það mun koma til frekari breytinga á þjónustu borgarinnar þegar auglýsing heilbrigðisráðherra um hertar aðgerðir mun liggja fyrir. Neyðarstjórn Reykjavíkurborgar hefur starfað frá því um helgina og mun hún gefa út leiðbeiningar um leið og auglýsing heilbrigðisráðherra hefur tekið gildi. Reykjavíkurborg mun upplýsa um stöðu mála og helstu aðgerðir vegna þessarar þróunar á heimasíðu borgarinnar,“ segir Sigurborg Ósk. „Ég vil hrósa starfsfólki borgarinnar sem hafa leyst erfið verkefni síðustu daga. Það er einstakur metnaður og alúð sem framlína okkar starfsfólks leggur í störf sín. Stjórnendur eru að gera allt sem hægt er til að tryggja að það verði órofin starfsemi í nauðsynlegri velferðarþjónustu, heilbrigðisþjónustu og skólum.“ Markmiðið sé að draga úr útbreiðslu veirunnar í samfélaginu. „Þar er samvinna með borgarbúum lykilatriði. Við förum saman í gegnum þessar vikur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Borgarstjórn Reykjavík Samkomubann á Íslandi Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira