„Það sér á að í Arnarholti eru olnbogabörnin“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. nóvember 2020 20:50 Katrín Thoroddsen gerði fyrst athugasemdir við Arnarholt árið 1951. Steinunn Finnbogadóttir fékk svo í gegn árið 1971 að Arnarholt fór undir Borgarspítala. Vísir Borgarstjóri ætlar að láta rannsaka starfsemi Arnarholts og jafnvel fleiri vistheimili sem borgin rak vegna upplýsinga um illa meðferð á vistmönnum. Forsætisráðherra fagnar rannsókn og býður fram aðstoð. Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti árið 1951 að fá álit þriggja lækna um nauðsynlegar umbætur á vistheimilinu Arnarholti. Það var gert eftir að Katrín Thoroddsen læknir úrskurðaði að hælið stæðist ekki mannúð né heilsufræði. Tæpum 20 árum síðar kom Steinunn Finnbjörnsdóttir borgarfulltrúi Samtaka frjálslyndra og vinstrimanna því í gegn hjá borgarstjórn að heimilið færi undir Borgarspítalann. Ríkisútvarpið fjallaði í gær um óhugnanlegar lýsingar starfsfólks á vistheimilinu Arnarholti á Kjalarnesi. Vitnað var í samtöl við starfsfólk þar sem kom fram að fárveikt fólk sem dvaldi á heimilinu til ársins 1971 hafi verið sett í einangrun í lítinn fangaklefa, jafnvel vikum saman, í refsingarskyni. „Fávitar og örvitar“ Arnarholt opnaði árið 1945 og það er strax árið 1951 sem byrjað er að gera athugasemdir við starfsemina. Í nefndaráliti sparnaðarnefndar Reykjavíkurborgar lætur Katrín Thoroddsen læknir sem var í nefndinni fylgja með undirskrift sinni að hún telji hælið hvorki samræmast kröfum um mannúð né heilsufræði. Þetta kemur fram í þjóðviljanum 24. febrúar 1951. Í framhaldinu samþykkti borgin að fá álit þriggja lækna um nauðsynlegar umbætur á vistheimilinu Arnarholti. Fram kemur að á þessum tíma séu 47 vistmenn á heimilinu og þar af um helmingur geðbilaður eins og segir í greininni. Þar kemur enn fremur fram að þar hafi auk þess verið fávitar, örvitar, elliglaptir, mál-og heyrnalausir og ofdrykkumenn. Í greininni sem Nanna Ólafsdóttir skrifar undir kemur fram að húsakynnin henti afar illa fyrir reksturinn. Þar sé aðeins ein hjúkrunarkona. Þá sé símasambandslaust við Arnarholt að næturlagi. Greinarhöfundur lýkur skrifum með: „Það sér á að í Arnarholti eru olnbogabörnin“ Steinunn Finnbogadóttir, borgarfulltrúi Samtaka frjálslyndra og vinstri manna lagði til árið 1970 að ráðist yrði í rannsókn á heimilinu. 1971 skipaði borgin læknanefnd, sem taldi eftir rannsókn engra aðgerða þörf. Steinunn fór þá fram á lokaðan fund í borgarstjórn og þar náðist samkomulag um að vistheimilið yrði hluti af geðdeild Borgarspítalans. Markús Örn Antonsson var nýliði í borgarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokk á þessum tíma og sinnti þar æskulýðsmálum. Hann segist muna nokkuð eftir málinu. Markús Örn Antonsson var að hefja sín fyrstu skref sem borgarfulltrúi þegar málið kom upp og ber Steinunni afar vel söguna. „Á þessum tíma var oft fjallað opinberlega um Arnarholt. Það var verið að reyna að finna vistunarlausnir fyrir einstaklinga sem ekki fundust á öðrum stofnunum og það hefur vafalaust verið gert við frumstæðar aðstæður. Ég velti fyrir mér hverjir voru þessir sérfræðingar sem töldu á þessum tíma að það væri ekki ástæða til neinna sérstakra aðgerða. Samt sem áður það var ákveðið að halda málinu áfram, halda lokaða fundi og starfsemin fór undir Borgarspítalanum. Markús ber Steinunni vel söguna Steinunn Finnbogadóttir átti frumkvæði í þessu, hún var ötull borgarfulltrúi og kom oft með mál sem tengdust Borgarspítalanum og hélt okkur í meirihlutanum alveg vakandi fyrir málefnum hans og ástandi í heilbrigðismálum almennt. Ég tel ástæðu til að fara miklum viðurkenningarorðum um frumkvæði Steinunnar á þessum tíma,“ segir Markús. Aðspurður um hvort hann telji að vistmenn eða afkomendur þeirra eigi að fá sanngirnisbætur eins og þeir sem voru börn og hlutu slæma meðferð á opinberum stofnunum á árum áður, fengu á sínum tíma „Ég get ekki dæmt um það þessi mál hafa verið í umræðunni og ákveðnar reglur um meðferð þeirra. Ég tel ekki óeðlilegt að mál þessu tengd yrðu tekin til sérstakrar skoðunnar í þessu tilliti,“ segir Markús. Dagur B. Eggertsson ætlar að láta fara fram rannsókn á Arnarholti og mögulega fleiri vistheimilum.Vísir Borgarstjóri ætlar að láta fara fram rannsókn á Arnarholti og öðrum vistheimilum Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir brýnt að hefja rannsókn á starfseminni í Arnarholti. „Við höfum kallað eftir gögnum. Þetta eru sláandi lýsingar. Samfélagið þarf að gera upp svona mál á grundvelli vandaðrar vinnu eins og vistheimiliskýrslunni og við teljum ástæðu til að rannsaka mál Arnarholts og jafnvel einhverra fleiri heimila. Það er hollt fyrir okkur sem samfélag að læra af þessu, þetta má aldrei endurtaka sig. Það þarf að koma fram við alla af sanngirni og virðingu og virða mannréttindi ,“ segir Dagur. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnar því að borgin ætli að gera rannsókn á málinu. „Ég held að mér sé eins og öðrum farið að þetta eru sláandi og óhugnalegar lýsingar um Arnarholt og mikilvægt að málið verði skoðað vel. Ég átti gott samtal við borgarstjóra sem sagði að þetta yrði skoðað ofan í kjölinn eins og gert var þegar skýrslan um vistheimilin var gerð og ég fagna því,“ segir Katrín. Ekki sé tímabært að ræða um um sanngirnisbætur til vistmanna. „Við verðum í góðu sambandi við borgina og sjáum hvert málið leiðir okkur“ segir Katrín. Félagsmál Reykjavík Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Borgarstjórn Vistheimili Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Borgarstjóri ætlar að láta rannsaka starfsemi Arnarholts og jafnvel fleiri vistheimili sem borgin rak vegna upplýsinga um illa meðferð á vistmönnum. Forsætisráðherra fagnar rannsókn og býður fram aðstoð. Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti árið 1951 að fá álit þriggja lækna um nauðsynlegar umbætur á vistheimilinu Arnarholti. Það var gert eftir að Katrín Thoroddsen læknir úrskurðaði að hælið stæðist ekki mannúð né heilsufræði. Tæpum 20 árum síðar kom Steinunn Finnbjörnsdóttir borgarfulltrúi Samtaka frjálslyndra og vinstrimanna því í gegn hjá borgarstjórn að heimilið færi undir Borgarspítalann. Ríkisútvarpið fjallaði í gær um óhugnanlegar lýsingar starfsfólks á vistheimilinu Arnarholti á Kjalarnesi. Vitnað var í samtöl við starfsfólk þar sem kom fram að fárveikt fólk sem dvaldi á heimilinu til ársins 1971 hafi verið sett í einangrun í lítinn fangaklefa, jafnvel vikum saman, í refsingarskyni. „Fávitar og örvitar“ Arnarholt opnaði árið 1945 og það er strax árið 1951 sem byrjað er að gera athugasemdir við starfsemina. Í nefndaráliti sparnaðarnefndar Reykjavíkurborgar lætur Katrín Thoroddsen læknir sem var í nefndinni fylgja með undirskrift sinni að hún telji hælið hvorki samræmast kröfum um mannúð né heilsufræði. Þetta kemur fram í þjóðviljanum 24. febrúar 1951. Í framhaldinu samþykkti borgin að fá álit þriggja lækna um nauðsynlegar umbætur á vistheimilinu Arnarholti. Fram kemur að á þessum tíma séu 47 vistmenn á heimilinu og þar af um helmingur geðbilaður eins og segir í greininni. Þar kemur enn fremur fram að þar hafi auk þess verið fávitar, örvitar, elliglaptir, mál-og heyrnalausir og ofdrykkumenn. Í greininni sem Nanna Ólafsdóttir skrifar undir kemur fram að húsakynnin henti afar illa fyrir reksturinn. Þar sé aðeins ein hjúkrunarkona. Þá sé símasambandslaust við Arnarholt að næturlagi. Greinarhöfundur lýkur skrifum með: „Það sér á að í Arnarholti eru olnbogabörnin“ Steinunn Finnbogadóttir, borgarfulltrúi Samtaka frjálslyndra og vinstri manna lagði til árið 1970 að ráðist yrði í rannsókn á heimilinu. 1971 skipaði borgin læknanefnd, sem taldi eftir rannsókn engra aðgerða þörf. Steinunn fór þá fram á lokaðan fund í borgarstjórn og þar náðist samkomulag um að vistheimilið yrði hluti af geðdeild Borgarspítalans. Markús Örn Antonsson var nýliði í borgarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokk á þessum tíma og sinnti þar æskulýðsmálum. Hann segist muna nokkuð eftir málinu. Markús Örn Antonsson var að hefja sín fyrstu skref sem borgarfulltrúi þegar málið kom upp og ber Steinunni afar vel söguna. „Á þessum tíma var oft fjallað opinberlega um Arnarholt. Það var verið að reyna að finna vistunarlausnir fyrir einstaklinga sem ekki fundust á öðrum stofnunum og það hefur vafalaust verið gert við frumstæðar aðstæður. Ég velti fyrir mér hverjir voru þessir sérfræðingar sem töldu á þessum tíma að það væri ekki ástæða til neinna sérstakra aðgerða. Samt sem áður það var ákveðið að halda málinu áfram, halda lokaða fundi og starfsemin fór undir Borgarspítalanum. Markús ber Steinunni vel söguna Steinunn Finnbogadóttir átti frumkvæði í þessu, hún var ötull borgarfulltrúi og kom oft með mál sem tengdust Borgarspítalanum og hélt okkur í meirihlutanum alveg vakandi fyrir málefnum hans og ástandi í heilbrigðismálum almennt. Ég tel ástæðu til að fara miklum viðurkenningarorðum um frumkvæði Steinunnar á þessum tíma,“ segir Markús. Aðspurður um hvort hann telji að vistmenn eða afkomendur þeirra eigi að fá sanngirnisbætur eins og þeir sem voru börn og hlutu slæma meðferð á opinberum stofnunum á árum áður, fengu á sínum tíma „Ég get ekki dæmt um það þessi mál hafa verið í umræðunni og ákveðnar reglur um meðferð þeirra. Ég tel ekki óeðlilegt að mál þessu tengd yrðu tekin til sérstakrar skoðunnar í þessu tilliti,“ segir Markús. Dagur B. Eggertsson ætlar að láta fara fram rannsókn á Arnarholti og mögulega fleiri vistheimilum.Vísir Borgarstjóri ætlar að láta fara fram rannsókn á Arnarholti og öðrum vistheimilum Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir brýnt að hefja rannsókn á starfseminni í Arnarholti. „Við höfum kallað eftir gögnum. Þetta eru sláandi lýsingar. Samfélagið þarf að gera upp svona mál á grundvelli vandaðrar vinnu eins og vistheimiliskýrslunni og við teljum ástæðu til að rannsaka mál Arnarholts og jafnvel einhverra fleiri heimila. Það er hollt fyrir okkur sem samfélag að læra af þessu, þetta má aldrei endurtaka sig. Það þarf að koma fram við alla af sanngirni og virðingu og virða mannréttindi ,“ segir Dagur. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnar því að borgin ætli að gera rannsókn á málinu. „Ég held að mér sé eins og öðrum farið að þetta eru sláandi og óhugnalegar lýsingar um Arnarholt og mikilvægt að málið verði skoðað vel. Ég átti gott samtal við borgarstjóra sem sagði að þetta yrði skoðað ofan í kjölinn eins og gert var þegar skýrslan um vistheimilin var gerð og ég fagna því,“ segir Katrín. Ekki sé tímabært að ræða um um sanngirnisbætur til vistmanna. „Við verðum í góðu sambandi við borgina og sjáum hvert málið leiðir okkur“ segir Katrín.
Félagsmál Reykjavík Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Borgarstjórn Vistheimili Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira