Borgin þurfi fleiri milljarða frá ríkinu vegna faraldursins Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. nóvember 2020 14:15 Dagur B. Eggertsson er borgarstjóri í Reykjavík en borgin hefur endurmetið fjárþörf sína vegna faraldurs kórónuveiru. Elín Björg Guðmundsdóttir Reykjavíkurborg telur að fjárhagslegt högg borgarinnar vegna áhrifa kórónuveirunnar verði umtalsvert meira en áður var áætlað. Þetta kemur fram í umsögn borgarinnar við þingsályktunartillögu um aðgerðir í þágu sveitarfélaga vegna faraldursins. Í umsögninni er ítrekað að fjármálasvið borgarinnar telji núverandi stuðning ríkisins við sveitarfélögin vera fjarri því að tryggja fjármögnun mikilvægra verkefna. „Líklegt má telja að þessi vanfjármögnun mun fyrr eða síðar þvinga sveitarfélögin til samdráttar í samfélagslega mikilvægum fjárfestingum og jafnvel niðurskurðar í viðkvæmri og lögskyldri þjónustu,“ segir í umsögninni. Í umsögn borgarinnar segir að vanfjármögnun muni líklega á endanum knýja sveitarfélög til að draga úr þjónustu.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Samkvæmt greiningu borgarinnar þurfa sveitarfélögin að minnsta kosti fimmtíu milljarða króna stuðning á þessu ári og því næsta vegna áhrifa Covid-19. Í umsögninni kemur fram að ný greining bendi til þess að tekjufall borgarsjóðs vegna faraldursins nemi alls um 12,5 milljörðum króna. Útgjöld borgarinnar hafi aukist verulega af sömu ástæðum, eða um 2,6 milljarða króna. Áhrifin í heild eru því metin á rúmlega 15 milljarða króna á þessu ári. Þessi fjárhæð hefur hækkað talsvert, en í umsögn borgarinnar við fjárlagafrumvarpið er stuðningsþörf borgarinnar metin á um 11,1 milljarð króna. Þá er gert ráð fyrir um 12 milljarða króna stuðningsþörf á næsta ári. Alls er fjárþörfin því metin á um 27 milljarða króna á þessu ári og því næsta. Þingflokkur Samfylkingarinnar stendur að baki tillögunni.vísir/stefán Lítill sem enginn stuðningur Borgin segir áformað 670 milljóna króna framlag til Jöfnunarsjóðs vegna þjónustu við fatlað fólk alls ekki duga til. Sama gildi um áformuð framlög vegna fjárhagsaðstoðar sem nemi um 720 milljónum króna. „Þarna þarf að bæta um betur. Það er mat Reykjavíkurborgar að fjármálalega áfallið mælt í krónum á hvern íbúa verði mest og þyngst í Reykjavík og þetta mat er stutt í nýrri greiningu starfshóps sveitarstjórnarráðherra. Þrátt fyrir það beinist lítill sem enginn stuðningur til borgarinnar og höfuðborgarsvæðisins,“ segir í umsögn borgarinnar. Í umsögn segir að Reykjavíkurborg styðji þingsályktunartillöguna, sem Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingar, lagði fram, enda sé hún til þess fallin að „ríkisstjórnin beiri sér fyrir tímabærum aðgerðum í þágu sveitarfélaga landsins.“ Í tillögunni er meðal annars lagt til að aukin fjárútlát sveitarfélaga vegna viðbragða við faraldrinum verði bætt, t.d. í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Reykjavík Borgarstjórn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sveitarstjórnarmál Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
Reykjavíkurborg telur að fjárhagslegt högg borgarinnar vegna áhrifa kórónuveirunnar verði umtalsvert meira en áður var áætlað. Þetta kemur fram í umsögn borgarinnar við þingsályktunartillögu um aðgerðir í þágu sveitarfélaga vegna faraldursins. Í umsögninni er ítrekað að fjármálasvið borgarinnar telji núverandi stuðning ríkisins við sveitarfélögin vera fjarri því að tryggja fjármögnun mikilvægra verkefna. „Líklegt má telja að þessi vanfjármögnun mun fyrr eða síðar þvinga sveitarfélögin til samdráttar í samfélagslega mikilvægum fjárfestingum og jafnvel niðurskurðar í viðkvæmri og lögskyldri þjónustu,“ segir í umsögninni. Í umsögn borgarinnar segir að vanfjármögnun muni líklega á endanum knýja sveitarfélög til að draga úr þjónustu.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Samkvæmt greiningu borgarinnar þurfa sveitarfélögin að minnsta kosti fimmtíu milljarða króna stuðning á þessu ári og því næsta vegna áhrifa Covid-19. Í umsögninni kemur fram að ný greining bendi til þess að tekjufall borgarsjóðs vegna faraldursins nemi alls um 12,5 milljörðum króna. Útgjöld borgarinnar hafi aukist verulega af sömu ástæðum, eða um 2,6 milljarða króna. Áhrifin í heild eru því metin á rúmlega 15 milljarða króna á þessu ári. Þessi fjárhæð hefur hækkað talsvert, en í umsögn borgarinnar við fjárlagafrumvarpið er stuðningsþörf borgarinnar metin á um 11,1 milljarð króna. Þá er gert ráð fyrir um 12 milljarða króna stuðningsþörf á næsta ári. Alls er fjárþörfin því metin á um 27 milljarða króna á þessu ári og því næsta. Þingflokkur Samfylkingarinnar stendur að baki tillögunni.vísir/stefán Lítill sem enginn stuðningur Borgin segir áformað 670 milljóna króna framlag til Jöfnunarsjóðs vegna þjónustu við fatlað fólk alls ekki duga til. Sama gildi um áformuð framlög vegna fjárhagsaðstoðar sem nemi um 720 milljónum króna. „Þarna þarf að bæta um betur. Það er mat Reykjavíkurborgar að fjármálalega áfallið mælt í krónum á hvern íbúa verði mest og þyngst í Reykjavík og þetta mat er stutt í nýrri greiningu starfshóps sveitarstjórnarráðherra. Þrátt fyrir það beinist lítill sem enginn stuðningur til borgarinnar og höfuðborgarsvæðisins,“ segir í umsögn borgarinnar. Í umsögn segir að Reykjavíkurborg styðji þingsályktunartillöguna, sem Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingar, lagði fram, enda sé hún til þess fallin að „ríkisstjórnin beiri sér fyrir tímabærum aðgerðum í þágu sveitarfélaga landsins.“ Í tillögunni er meðal annars lagt til að aukin fjárútlát sveitarfélaga vegna viðbragða við faraldrinum verði bætt, t.d. í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
Reykjavík Borgarstjórn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sveitarstjórnarmál Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira