Bárðarbunga

Fréttamynd

Gosmengun á höfuðborgarsvæðinu

Loftgæði voru slæm fyrir viðkvæma á höfuðborgarsvæðinu og allt upp á Grundartanga um sexleytið í morgun, nema á Hvaleyrarholti í Hafnarfirði þar sem þau töldust sæmileg. Þau voru einnig slæm á Hellisheiði, í Hveragerði og víðar á Suðurlandi.

Innlent
Fréttamynd

Eldgosið einstakt á heimsvísu

Hraunrennslið frá eldstöðinni í Holuhrauni jafngildir enn rennsli Skjálfandafljóts. Hraunið er það mesta sem komið hefur upp á Íslandi í 230 ár. Eldfjallafræðingur segir að eldarnir séu einstakir á heimsmælikvarða.

Innlent
Fréttamynd

Töluverð mengun víðsvegar um landið

Enn eru há gildi brennisteinsdíoxíðs að mælast á norðanverðu Snæfellsnesi. Alls voru 3700 míkrógrömm mæld með færanlegum handheldum mæli í Ólafsvík nú eftir hádegið.

Innlent
Fréttamynd

Mikil mengun á Akureyri

Íbúar á Akureyri hafa fengið varúðar sms um að halda sig innandyra í dag og loka gluggum vegna mengunar á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Gosmengun í byggð gæti versnað í vetur

Veðuraðstæður í vetur geta valdið enn hærri mengunartoppum en hafa sést hingað til frá gosinu í Holuhrauni. Mengun er þó miklu meiri en búist var við í upphafi. Gosmengun þar sem svifryk er landlægt gæti skapað sérstakt vandamál.

Innlent
Fréttamynd

160 skjálftar síðustu tvo sólahringa

Um 80 jarðskjálftar hafa mælst við Bárðarbungu síðasta sólarhringinn og er það svipuð virkni og sólarhring þar á undan. Fjórir skjálftar voru stærri en fjögur stig.

Innlent
Fréttamynd

Fátt annað að gera en halda sig heima

Lækni á Höfn í Hornafirði kemur á óvart hversu lítil áhrif mengun frá eldgosinu í Holuhrauni hefur á fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Ráðum lítið við móður náttúru og tökum því sem að höndum ber. Gott hljóð í fólki á Höfn.

Innlent
Fréttamynd

Sigið nú 40 metrar

Mælir í öskju Bárðarbungu sýnir að sigið í fjallinu heldur áfram með svipuðum hraða og verið hefur undanfarnar vikur. Mælingar úr lofti sýna að heildarsigið var orðið 40 metrar á föstudag.

Innlent
Fréttamynd

Töluverð mengun á Höfn og í Skaftafelli

Mengunarmælar sýnda að styrkur brennisteinsdíoxíðs (SO2) er 1.800 míkrógrömm á rúmmetra á Höfn í Hornafirði og í Skaftafelli. Búast má við því að svipuð eða hærri gildi séu á svæðinu þar á milli.

Innlent
Fréttamynd

Mikil gasmengun á Höfn

Samkvæmt Almannavörnum sýndu mengunarmælar þar að styrkur SO2 væri á bilinu 9 – 21 þúsund míkrógrömm á rúmmetra.

Innlent
Fréttamynd

Skjálfti af stæðinni 5,2

Nokkuð mikil skjálftavirkni hefur verið við Bárðarbungu síðasta sólarhringinn en skjálfti af stæðinni 5,2 mældist klukkan 01:48 í nótt.

Innlent