Landlæknir kannar áhrif gosmengunar á heilsu fólks Svavar Hávarðsson skrifar 5. nóvember 2014 00:01 Haraldur Briem „Það er í okkar augum mikilvægt að gera heilsufarskönnun til að átta okkur á því hvort mengunin frá eldgosinu hefur áhrif til lengri og skemmri tíma,“ segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir um rannsókn sem nú er á teikniborðinu vegna mengunar frá eldgosinu í Holuhrauni. Fyrirfram telur Haraldur að áhrifin séu ekki mikil eða alvarleg, nema fyrir þá sem glíma við undirliggjandi sjúkdóma. Hins vegar sé á litlu að byggja þar sem þetta hefur lítt verið kannað. „Þó há gildi mælist í stuttan tíma þá sýnist okkur að þetta eigi ekki að hafa varanleg áhrif á nokkurn hátt. En þetta verðum við að vita fyrir víst,“ segir Haraldur og vísar til þess að könnun sem þessi hafi áður verið framkvæmd hér nýlega. Strax í upphafi eldgoss í Eyjafjallajökli vorið 2010 voru 207 íbúar á bæjum sunnan við jökulinn rannsakaðir af læknum með öndunarmælingum meðal annars. Rannsakaðir voru 100 karlar og 107 konur. Af þessum 207 voru 40 börn. Niðurstaðan varð að engin merki voru um alvarleg heilsufarsáhrif, en skammtímaáhrif voru nokkur hjá þeim sem veikastir voru fyrir. Viðbrögð vegna eldgosa norðan Vatnajökuls og kostnaður ríkissjóðs var á dagskrá ríkisstjórnarinnar í gær. Þar var samþykkt að veita tæpum 700 milljónum króna til þeirra lykilstofnana sem bera hitann og þungann af aðgerðum vegna jarðhræringanna í og við Vatnajökul. Rannsókn landlæknis er innan þessara fjárheimilda, en erindi embættisins um sex mánaða rannsókn var samþykkt – en um eftirlit vegna áhrifa gasmengunar á heilsufar almennings er að ræða. Í tilkynningu forsætisráðuneytisins kemur fram að veittar verða 329 milljónir til lykilstofnana vegna aðgerða í ágúst og september. Fyrir þá þrjá mánuði sem út af standa til áramóta eru 358 milljónir til viðbótar eyrnamerktar – til að bregðast við því ef ástandið á gosstöðvunum helst óbreytt. Féð verður nýtt samkvæmt tillögum samráðshóps vegna eldgossins og ríkisstjórnar, eftir atvikum. Innan þessara fjárheimilda er fjölgun nettengdra mengunarmæla sem mæla styrk brennisteinsdíoxíðs sem mjög gerir vart við sig víða um land, en einnig er lagt til að hefja mælingar á styrk brennisteinssýru.svavar@frettabladid.is Bárðarbunga Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
„Það er í okkar augum mikilvægt að gera heilsufarskönnun til að átta okkur á því hvort mengunin frá eldgosinu hefur áhrif til lengri og skemmri tíma,“ segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir um rannsókn sem nú er á teikniborðinu vegna mengunar frá eldgosinu í Holuhrauni. Fyrirfram telur Haraldur að áhrifin séu ekki mikil eða alvarleg, nema fyrir þá sem glíma við undirliggjandi sjúkdóma. Hins vegar sé á litlu að byggja þar sem þetta hefur lítt verið kannað. „Þó há gildi mælist í stuttan tíma þá sýnist okkur að þetta eigi ekki að hafa varanleg áhrif á nokkurn hátt. En þetta verðum við að vita fyrir víst,“ segir Haraldur og vísar til þess að könnun sem þessi hafi áður verið framkvæmd hér nýlega. Strax í upphafi eldgoss í Eyjafjallajökli vorið 2010 voru 207 íbúar á bæjum sunnan við jökulinn rannsakaðir af læknum með öndunarmælingum meðal annars. Rannsakaðir voru 100 karlar og 107 konur. Af þessum 207 voru 40 börn. Niðurstaðan varð að engin merki voru um alvarleg heilsufarsáhrif, en skammtímaáhrif voru nokkur hjá þeim sem veikastir voru fyrir. Viðbrögð vegna eldgosa norðan Vatnajökuls og kostnaður ríkissjóðs var á dagskrá ríkisstjórnarinnar í gær. Þar var samþykkt að veita tæpum 700 milljónum króna til þeirra lykilstofnana sem bera hitann og þungann af aðgerðum vegna jarðhræringanna í og við Vatnajökul. Rannsókn landlæknis er innan þessara fjárheimilda, en erindi embættisins um sex mánaða rannsókn var samþykkt – en um eftirlit vegna áhrifa gasmengunar á heilsufar almennings er að ræða. Í tilkynningu forsætisráðuneytisins kemur fram að veittar verða 329 milljónir til lykilstofnana vegna aðgerða í ágúst og september. Fyrir þá þrjá mánuði sem út af standa til áramóta eru 358 milljónir til viðbótar eyrnamerktar – til að bregðast við því ef ástandið á gosstöðvunum helst óbreytt. Féð verður nýtt samkvæmt tillögum samráðshóps vegna eldgossins og ríkisstjórnar, eftir atvikum. Innan þessara fjárheimilda er fjölgun nettengdra mengunarmæla sem mæla styrk brennisteinsdíoxíðs sem mjög gerir vart við sig víða um land, en einnig er lagt til að hefja mælingar á styrk brennisteinssýru.svavar@frettabladid.is
Bárðarbunga Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira