Innlent

Mikil mengun á Húsavík

Samúel Karl Ólason skrifar
Styrkur SO2 mælist nú yfir 4800 nanógrömmum á rúmmetra á Húsavík og nágrenni. Almannavarnir hvetja íbúa til að kynna sér viðbrögð við SO2 mengun á vefsíðunni loftgaedi.is og á vefsíðu Almannavarna. Þar má nálgast ýmsar hagnýtar upplýsingar um mengunina frá Holuhrauni.

Send hafa verið út SMS viðvörunarskilaboð í farsíma á Húsavík og nágrenni.

Í Reykjahlíð og víða á Suðvesturlandi mælist styrkur sem er slæmur fyrir viðkvæma á sjálfvirkum mælistöðvum og þar sem handmælar mæla styrk er styrkur 800 nanógrömm á rúmmetra í Skaftafelli, sem er slæmt fyrir viðkvæma og á Húsavík er styrkur óhollur eða 4800 µg/m³.


Tengdar fréttir

Gosmengun á höfuðborgarsvæðinu

Loftgæði voru slæm fyrir viðkvæma á höfuðborgarsvæðinu og allt upp á Grundartanga um sexleytið í morgun, nema á Hvaleyrarholti í Hafnarfirði þar sem þau töldust sæmileg. Þau voru einnig slæm á Hellisheiði, í Hveragerði og víðar á Suðurlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×