Innlent

Sjáðu þróun skjálftavirkni við Bárðarbungu

Samúel Karl Ólason skrifar
Skjálftavirkni við Bárðarbungu hefur verið mikil frá því í ágúst.
Skjálftavirkni við Bárðarbungu hefur verið mikil frá því í ágúst. Vísir/Vilhelm
Sjá má alla skjálftavirkni við Bárðarbungu frá 16. ágúst til 31. október á myndbandi sem Veðurstofa Íslands birti í gær. Þar eru jarðskjálftakortin efst á síðu veðurstofunnar um Bárðarbungu keyrð í tímaröð.

Stærð hringanna sýnir styrk skjálftanna og mismunandi litir sýna aldur þeirra.

Hér má sjá hvernig skjálftarnir byrjuðu við Bárðarbungu og færðu sig í norðaustur. Þar hófst lítið eldgos þann 23. ágúst. Síðan færðist virknin til norðurs undan jöklinum, þar sem gos hófst að nýju. Þar hefur nú gosið staðið yfir stanslaust síðan að undanskildum tveimur dögum í lok ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×